Innflytjendavandinn - martröð Evrópumannsins 22. apríl 2006 00:01 Hugmyndir Ásgeirs Hannesar Eiríkssonar, fyrrverandi alþingismanns, um að til verði flokkur sem berjist gegn fjölgun innflytjenda, eru hvorki óvæntar né án fordæmis. Undanfarna áratugi hafa slíkir flokkar risið upp eins og gorkúlur um alla Evrópu. Að vísu er annað mál að hinn ímyndaði flokkur Ásgeirs Hannesar virðist hafa óvenju mikinn hljómgrunn meðal Íslendinga í ljósi þess að vandamál tengd innflytjendum eru óvíða minni en einmitt á Íslandi. Ísland hefur hreint ekki verið opið fyrir fólki sem vill flytjast hingað. Dæmin um fólk sem fengið hefur pólitískt hæli hér á landi má t.d. telja á fingrum annarrar handar. En hvers vegna eru Evrópuríki svona hrædd við innflytjendur? Hvað veldur því að hvert ríkið af öðru rýkur upp til handa og fóta og herðir lög um flutning fólks til landsins - á sama tíma og ráðamenn dásama hina svokölluðu alþjóðavæðingu og það ótakmarkaða frelsi sem á að fylgja henni. Ef hugsum málið aðeins þá er þessi stefna auðvitað bæði óeðlileg og óréttlát. Viðskipti þjóða eru aðeins öllum til góðs ef hinn sterki hefur ekki vald til að níðast á hinum veiku. Það er óeðlilegt að fyrirtæki geti óhindrað flutt fjármagn og störf heimsálfa á milli, en á sama tíma reyni stjórnvöld í auðugustu ríkjum heims að hindra vinnandi fólk í að flytja á milli landa í leit að betri afkomu. Hvers vegna þessi ótti? Ef við lítum aðeins aftur á veg má sjá að innflytjendavandamál voru ekki bundin við Evrópu áður fyrr. Þvert á móti voru það Evrópumenn sem fluttu allra þjóða mest á milli landa. Á 16., 17. og 18. öld streymdu íbúar landa við Atlantshafið til Ameríku að nema lönd þar. Gallinn var bara sá að þar var fólk á fleti fyrir. Þessu fólki, sem kallað var indíánar, var útrýmt miskunnarlaust. Þeirra rými var fyllt af innflytjendum frá Evrópu og raunar ekki bara þaðan. Evrópumenn tóku með sér milljónir fólks frá Afríku sem hnepptar voru í þrældóm í nýja heiminum, hinni frjálsu útópíu þar sem Evrópumenn settu sér ný lög og reistu fyrirmyndarsamfélög. Þar varð meira að segja þjóðerni nútímans til ef marka má fræðimanninn Benedict Anderson. Afkomendur innflytjenda í Ameríku urðu fyrstu þjóðernissinnarnir í nútímaskilningi. Þeir sem fluttu til Ameríku á 16. og 17. öld voru fólk sem við myndum kalla bókstafstrúarmenn. En á 18. öld hófst upplýsingin í Evrópu. Það er hún sem breytti andlegu lífi Vesturlanda og gerir okkar samfélög fremri öllum öðrum, svo rifjaðar séu upp tuggur úr skopmyndamálinu svo kallaða. Hvaða áhrif hafði þetta á hegðun innflytjenda í nýja heiminum? Þeir héldu áfram að útrýma villimönnunum. George Washington, þjóðhetja og fyrsti forseti Bandaríkjanna, vann það sér t.d. til frægðar að útrýma einu merkasta ríki Norður-Ameríku á 18. öld, Írókesabandalaginu. Arftakar hans í forsetastól voru iðulega menn sem höfðu unnið sér herfrægð með því að ræna löndum frá indíanum og murka lífið úr sem flestum þeirra. Upplýsing innflytjendanna var ekki til útflutnings. Í byrjun 19. aldar stofnuðu Cherokee-indíánar í Suðurríkjunum ríki og settu sér stjórnarskrá að bandarískri fyrirvöld. Bandaríkjastjórn leist hins vegar ekki á framtakið og fljótlega var búið að hrekja þá frá heimilum sínum. Fleiri þjóðarmorð voru framin í nafni upplýsingarinnar á 19. öld. Evrópskir innflytjendur í Ástralíu og Nýja-Sjálandi höfðu sama háttinn á. Í Afríku náðu tiltölulega fámennir hópar innflytjenda að vinna ómældan skaða á samfélögum þar á afar skömmum tíma. Íbúum Belgíska Kongó mun hafa fækkað um helming á árunum 1880-1920. Í Namibíu náðu Þjóðverjar að fækka Herero- og Namaþjóðunum um 75% á þremur árum, 1904-1907. Helför Gyðinga í síðari heimsstyrjöldinni var vissulega skelfilegur atburður en Evrópumenn höfðu fengið ágætis upphitun í löndunum þar sem þeir voru innflytjendur. Seinasta ríki evrópskra innflytjenda í þriðja heiminum var stofnað 1948. Það heitir Ísrael. Nánast öll heimsbyggðin hneykslast á framferði Ísraelsmanna gagnvart Palestínumönnum. En hafa evrópskir innflytjendur nokkurn tíma hegðað sér öðruvísi eða betur? Ótti Evrópumanna við innflytjendur er sálrænn frekar en röklegur. Hann byggist á okkar eigin sögu sem landnemar í öðrum heimsálfum. Hún hefur verið sigurganga fyrir hin nýju samfélög en um leið skelfingarsaga fyrir allt það fólk sem var fyrir hvarvetna þar sem útópíur Vesturlanda voru stofnsettar. Djúpt í sálinni blundar því hræðsla við að nú sé komið að skuldadögunum. Innflytjendavandinn er martröð Evrópu vegna þess að Evrópuþjóðir hafa sjálfar reynst svo illa sem innflytjendur, sannkölluð martröð annarra þjóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Sverrir Jakobsson Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Hugmyndir Ásgeirs Hannesar Eiríkssonar, fyrrverandi alþingismanns, um að til verði flokkur sem berjist gegn fjölgun innflytjenda, eru hvorki óvæntar né án fordæmis. Undanfarna áratugi hafa slíkir flokkar risið upp eins og gorkúlur um alla Evrópu. Að vísu er annað mál að hinn ímyndaði flokkur Ásgeirs Hannesar virðist hafa óvenju mikinn hljómgrunn meðal Íslendinga í ljósi þess að vandamál tengd innflytjendum eru óvíða minni en einmitt á Íslandi. Ísland hefur hreint ekki verið opið fyrir fólki sem vill flytjast hingað. Dæmin um fólk sem fengið hefur pólitískt hæli hér á landi má t.d. telja á fingrum annarrar handar. En hvers vegna eru Evrópuríki svona hrædd við innflytjendur? Hvað veldur því að hvert ríkið af öðru rýkur upp til handa og fóta og herðir lög um flutning fólks til landsins - á sama tíma og ráðamenn dásama hina svokölluðu alþjóðavæðingu og það ótakmarkaða frelsi sem á að fylgja henni. Ef hugsum málið aðeins þá er þessi stefna auðvitað bæði óeðlileg og óréttlát. Viðskipti þjóða eru aðeins öllum til góðs ef hinn sterki hefur ekki vald til að níðast á hinum veiku. Það er óeðlilegt að fyrirtæki geti óhindrað flutt fjármagn og störf heimsálfa á milli, en á sama tíma reyni stjórnvöld í auðugustu ríkjum heims að hindra vinnandi fólk í að flytja á milli landa í leit að betri afkomu. Hvers vegna þessi ótti? Ef við lítum aðeins aftur á veg má sjá að innflytjendavandamál voru ekki bundin við Evrópu áður fyrr. Þvert á móti voru það Evrópumenn sem fluttu allra þjóða mest á milli landa. Á 16., 17. og 18. öld streymdu íbúar landa við Atlantshafið til Ameríku að nema lönd þar. Gallinn var bara sá að þar var fólk á fleti fyrir. Þessu fólki, sem kallað var indíánar, var útrýmt miskunnarlaust. Þeirra rými var fyllt af innflytjendum frá Evrópu og raunar ekki bara þaðan. Evrópumenn tóku með sér milljónir fólks frá Afríku sem hnepptar voru í þrældóm í nýja heiminum, hinni frjálsu útópíu þar sem Evrópumenn settu sér ný lög og reistu fyrirmyndarsamfélög. Þar varð meira að segja þjóðerni nútímans til ef marka má fræðimanninn Benedict Anderson. Afkomendur innflytjenda í Ameríku urðu fyrstu þjóðernissinnarnir í nútímaskilningi. Þeir sem fluttu til Ameríku á 16. og 17. öld voru fólk sem við myndum kalla bókstafstrúarmenn. En á 18. öld hófst upplýsingin í Evrópu. Það er hún sem breytti andlegu lífi Vesturlanda og gerir okkar samfélög fremri öllum öðrum, svo rifjaðar séu upp tuggur úr skopmyndamálinu svo kallaða. Hvaða áhrif hafði þetta á hegðun innflytjenda í nýja heiminum? Þeir héldu áfram að útrýma villimönnunum. George Washington, þjóðhetja og fyrsti forseti Bandaríkjanna, vann það sér t.d. til frægðar að útrýma einu merkasta ríki Norður-Ameríku á 18. öld, Írókesabandalaginu. Arftakar hans í forsetastól voru iðulega menn sem höfðu unnið sér herfrægð með því að ræna löndum frá indíanum og murka lífið úr sem flestum þeirra. Upplýsing innflytjendanna var ekki til útflutnings. Í byrjun 19. aldar stofnuðu Cherokee-indíánar í Suðurríkjunum ríki og settu sér stjórnarskrá að bandarískri fyrirvöld. Bandaríkjastjórn leist hins vegar ekki á framtakið og fljótlega var búið að hrekja þá frá heimilum sínum. Fleiri þjóðarmorð voru framin í nafni upplýsingarinnar á 19. öld. Evrópskir innflytjendur í Ástralíu og Nýja-Sjálandi höfðu sama háttinn á. Í Afríku náðu tiltölulega fámennir hópar innflytjenda að vinna ómældan skaða á samfélögum þar á afar skömmum tíma. Íbúum Belgíska Kongó mun hafa fækkað um helming á árunum 1880-1920. Í Namibíu náðu Þjóðverjar að fækka Herero- og Namaþjóðunum um 75% á þremur árum, 1904-1907. Helför Gyðinga í síðari heimsstyrjöldinni var vissulega skelfilegur atburður en Evrópumenn höfðu fengið ágætis upphitun í löndunum þar sem þeir voru innflytjendur. Seinasta ríki evrópskra innflytjenda í þriðja heiminum var stofnað 1948. Það heitir Ísrael. Nánast öll heimsbyggðin hneykslast á framferði Ísraelsmanna gagnvart Palestínumönnum. En hafa evrópskir innflytjendur nokkurn tíma hegðað sér öðruvísi eða betur? Ótti Evrópumanna við innflytjendur er sálrænn frekar en röklegur. Hann byggist á okkar eigin sögu sem landnemar í öðrum heimsálfum. Hún hefur verið sigurganga fyrir hin nýju samfélög en um leið skelfingarsaga fyrir allt það fólk sem var fyrir hvarvetna þar sem útópíur Vesturlanda voru stofnsettar. Djúpt í sálinni blundar því hræðsla við að nú sé komið að skuldadögunum. Innflytjendavandinn er martröð Evrópu vegna þess að Evrópuþjóðir hafa sjálfar reynst svo illa sem innflytjendur, sannkölluð martröð annarra þjóða.