Um snepla sem breytast í peninga 25. apríl 2006 00:01 Þegar Glitnir byrjaði auglýsingaherferðina miklu fyrir nokkrum vikum þá velti ég því svolítið fyrir mér hvað vitlausu reikningsdæmin á strætóskýlunum ættu eiginlega að þýða. Hafði svo sem ekki miklar áhyggjur af því þar til barnabörnin blessuð, sem eru á frumstigum reikningslistarkúnstarinnar, fóru að spyrja mig út í þetta. Ömmur eiga nefnilega að kunna svör við hlutunum, og þó það sé vissulega stundum þannig að þær, eða að minnsta kosti þessi amma, nenni ekki alltaf að útskýra alla hluti þá er það allt annað en að kunna ekki skil á því af hverju einn plús fjórir séu allt í einu orðnir sjö eða eitthvað í þá áttina. Þá verður svarið óneitanlega þetta er bara eitthvað bull. Þegar þessum kafla lauk í auglýsingabrillíansinum tók við einhver lengsta og leiðinlegasta sjónvarpsauglýsing sem ég hef horft á, gæti þó kannski verið að kynningin að Kastljósinu skáki henni í þeim efnum. Auglýsingin var ekki bara leiðinleg, hún var líka ósmekkleg, og hefði ég verið í viðskiptum við gamla Íslandsbanka þá hugsa ég, svei mér þá, að ég hefði hætt þeim hennar vegna. Ekki tók svo betra við. Allt í einu barst okkur virðulegum hjónum á sextugsaldri ávísun í póstinum undirrituð af bankastjóra Glitnis upp á eitt eða tvö þúsund krónur, ég var svo æst að ég lagði upphæðina ekki nákvæmlega á minnið áður en ég henti sneplinum. Ávísunin, eða öllu heldur blaðsnepillinn, átti að breytast í peninga ef við gæfum fermingarbarni fimm þúsund krónur, að ég held, og legðum peningana á reikning sem stofnaður væri í Glitnisbanka. Fram að þessu hef ég í einrúmi hneykslast á alls kyns auglýsingum tengdum fermingunum; strákarnir í fermingarkyrtlum hér og þar, Össur segjandi að skátatjaldið hafi ekki enst mjög lengi og annað í þeim dúr. Ávísunin frá Glitnisbanka finnst mér nú samt taka öðrum ósmekklegheitum fram. Þegar blóðþrýstingurinn var rétt að komast í samt lag eftir fermingarávísunina, þá spyr dóttursonurinn: Amma, eruð þið búin að fá þjóðargjöfina? Mér datt auðvitað ekkert annað í hug en landgræðsluátakið mikla sem ákveðið var á Þingvöllum, sem núna er væntanlega orðið endur fyrir löngu. Já, já, við erum náttúrlega alltaf að njóta hennar, sagði tímaskekkjan hún ég. Amma, hvaða bók keyptuð þið? spurði barnið þá. Lyfjaframleiðendum sé lof og þökk fyrir Hýdramíl! Drengurinn var auðvitað að tala um ávísunina sem mun vera dreift inn á heimili landsins og er auglýst í samvinnu Glitnisbankans og ríkisstjórnarinnar, í persónugervingnum frú menntamálaráðherra. Nú fá heimilin í landinu pappaspjald sem breytist í þúsundkall ef keyptar eru íslenskar bækur fyrir meira en þrjú þúsund krónur. Heimildarmaður minn fyrir öllu þessu, dóttursonurinn, vonar allavega að við gömlu skörin fáum líka svona ávísun, hún er að vísu til að auka áhuga ungs fólks og barna á bóklestri, og þið eruð það nú hvorugt, segir hann, en samt... Ég held helst að drengurinn, sem er hinn mesti bókabéus, sé að vonast til að fá ávísun okkar gamlingjanna plús auðvitað þrjúþúsundkallinn í formi bókar. Það er sannarlega mikill munur til batnaðar að búa í þjóðfélagi þar sem það má, sem ekki er bannað, en í hinu þar sem það má, sem er leyft. En á þann veg lýsti fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóri með meiru frjálsu og opnu hagkerfi í í Silfri Egils á sunnudaginn, og var um leið að lýsa muninum á þjóðfélaginu hér á landi nú um stundir og áður en við tengdumst Evrópusamvinnunni með samningum um evrópska efnahagssvæðið. Sá samningur olli vissulega straumhvörfum fyrir okkur öll og ekki hvað síst stjórnmálamennina. Nú geta þeir ekki lengur útdeilt leyfum til að gefa út símaskrána eða til að flytja út fisk og inn eitthvað annað, eða leyfum til ég veit ekki hvers. Stundum virðist konu að stjórnmálamenn, sumir hverjir að minnsta kosti, telji það áhugaverðast við starfann að vera ofarlega í þjóðfélagsstiganum og þess vegna boðinn á völlinn af ríka fólkinu, út að borða með þeim og kona veit ekki hvað. Ég er þeirrar skoðunar að menntamálaráðherrann eigi að beita sér fyrir áhuga á bóklestri með því að sjá til þess að menntastefnan í landinu sé í lagi en ekki með því að vera í auglýsingabrölti með ríkustu mönnum landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun
Þegar Glitnir byrjaði auglýsingaherferðina miklu fyrir nokkrum vikum þá velti ég því svolítið fyrir mér hvað vitlausu reikningsdæmin á strætóskýlunum ættu eiginlega að þýða. Hafði svo sem ekki miklar áhyggjur af því þar til barnabörnin blessuð, sem eru á frumstigum reikningslistarkúnstarinnar, fóru að spyrja mig út í þetta. Ömmur eiga nefnilega að kunna svör við hlutunum, og þó það sé vissulega stundum þannig að þær, eða að minnsta kosti þessi amma, nenni ekki alltaf að útskýra alla hluti þá er það allt annað en að kunna ekki skil á því af hverju einn plús fjórir séu allt í einu orðnir sjö eða eitthvað í þá áttina. Þá verður svarið óneitanlega þetta er bara eitthvað bull. Þegar þessum kafla lauk í auglýsingabrillíansinum tók við einhver lengsta og leiðinlegasta sjónvarpsauglýsing sem ég hef horft á, gæti þó kannski verið að kynningin að Kastljósinu skáki henni í þeim efnum. Auglýsingin var ekki bara leiðinleg, hún var líka ósmekkleg, og hefði ég verið í viðskiptum við gamla Íslandsbanka þá hugsa ég, svei mér þá, að ég hefði hætt þeim hennar vegna. Ekki tók svo betra við. Allt í einu barst okkur virðulegum hjónum á sextugsaldri ávísun í póstinum undirrituð af bankastjóra Glitnis upp á eitt eða tvö þúsund krónur, ég var svo æst að ég lagði upphæðina ekki nákvæmlega á minnið áður en ég henti sneplinum. Ávísunin, eða öllu heldur blaðsnepillinn, átti að breytast í peninga ef við gæfum fermingarbarni fimm þúsund krónur, að ég held, og legðum peningana á reikning sem stofnaður væri í Glitnisbanka. Fram að þessu hef ég í einrúmi hneykslast á alls kyns auglýsingum tengdum fermingunum; strákarnir í fermingarkyrtlum hér og þar, Össur segjandi að skátatjaldið hafi ekki enst mjög lengi og annað í þeim dúr. Ávísunin frá Glitnisbanka finnst mér nú samt taka öðrum ósmekklegheitum fram. Þegar blóðþrýstingurinn var rétt að komast í samt lag eftir fermingarávísunina, þá spyr dóttursonurinn: Amma, eruð þið búin að fá þjóðargjöfina? Mér datt auðvitað ekkert annað í hug en landgræðsluátakið mikla sem ákveðið var á Þingvöllum, sem núna er væntanlega orðið endur fyrir löngu. Já, já, við erum náttúrlega alltaf að njóta hennar, sagði tímaskekkjan hún ég. Amma, hvaða bók keyptuð þið? spurði barnið þá. Lyfjaframleiðendum sé lof og þökk fyrir Hýdramíl! Drengurinn var auðvitað að tala um ávísunina sem mun vera dreift inn á heimili landsins og er auglýst í samvinnu Glitnisbankans og ríkisstjórnarinnar, í persónugervingnum frú menntamálaráðherra. Nú fá heimilin í landinu pappaspjald sem breytist í þúsundkall ef keyptar eru íslenskar bækur fyrir meira en þrjú þúsund krónur. Heimildarmaður minn fyrir öllu þessu, dóttursonurinn, vonar allavega að við gömlu skörin fáum líka svona ávísun, hún er að vísu til að auka áhuga ungs fólks og barna á bóklestri, og þið eruð það nú hvorugt, segir hann, en samt... Ég held helst að drengurinn, sem er hinn mesti bókabéus, sé að vonast til að fá ávísun okkar gamlingjanna plús auðvitað þrjúþúsundkallinn í formi bókar. Það er sannarlega mikill munur til batnaðar að búa í þjóðfélagi þar sem það má, sem ekki er bannað, en í hinu þar sem það má, sem er leyft. En á þann veg lýsti fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóri með meiru frjálsu og opnu hagkerfi í í Silfri Egils á sunnudaginn, og var um leið að lýsa muninum á þjóðfélaginu hér á landi nú um stundir og áður en við tengdumst Evrópusamvinnunni með samningum um evrópska efnahagssvæðið. Sá samningur olli vissulega straumhvörfum fyrir okkur öll og ekki hvað síst stjórnmálamennina. Nú geta þeir ekki lengur útdeilt leyfum til að gefa út símaskrána eða til að flytja út fisk og inn eitthvað annað, eða leyfum til ég veit ekki hvers. Stundum virðist konu að stjórnmálamenn, sumir hverjir að minnsta kosti, telji það áhugaverðast við starfann að vera ofarlega í þjóðfélagsstiganum og þess vegna boðinn á völlinn af ríka fólkinu, út að borða með þeim og kona veit ekki hvað. Ég er þeirrar skoðunar að menntamálaráðherrann eigi að beita sér fyrir áhuga á bóklestri með því að sjá til þess að menntastefnan í landinu sé í lagi en ekki með því að vera í auglýsingabrölti með ríkustu mönnum landsins.