FL Group selur Sterling fyrir 20 milljarða 27. desember 2006 09:56 FL Group hefur selt danska flugfélagið Sterling fyrir 20 milljarða króna. Kaupandi félagins er nýstofnað fyrirtæki í ferðaþjónustu sem fengið hefur heitið Northern Travel Holding. Hluthafar hins nýja fyrirtækis eru íslensku fjárfestingafélögin Fons, FL Group og Sund. Kaupverðið verður greitt með 6 milljörðum króna í reiðufé og 14 milljörðum króna í formi seljendaláns til þriggja ára sem FL Group veitir. Til viðbótar þessu mun Northern Travel Holding taka yfir á næstu tólf mánuðum rekstrarlán og ábyrgðir sem FL Group hefur veitt Sterling. Salan á Sterling hefur lítil áhrif á rekstur FL Group og stöðu eigin fjár, að því er segir í tilkynningu um viðskiptin. Innan Northern Travel Holding eru félögin Iceland Express, 51% hlutur í breska leiguflugfélaginu Astraeus, 29,26% hlutur í sænsku ferðaskrifstofunni Ticket sem skráð er á sænska hlutabréfamarkaðinn og allt hlutafé í dönsku ferðaskrifstofunni Hekla Travel. Hluthafar Northern Travel Holding eru Fons (44%), FL Group (34%) og Sund (22%). Félagið er fjármagnað með lánsfé og eigin fé en alls hefur félagið 11,5 milljarða króna í eigið fé. FL Group eignaðist Sterling í október í fyrra eftir að það sameinaðist Maersk Air. Auk kaupanna á Sterling kaupir Northern Travel Holding allt hlutafé í Iceland Express, 51% hlutafjár í Astraeus, alla hluti í Hekla Travel og um 30% útistandandi hluta í Ticket. Samanlögð velta þeirra félaga sem Northern Travel Holding kaupir er áætluð um 120 milljarðar króna og félagið flýgur um 7,5 milljón farþegum árlega. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, segir söluna á Sterling mikilvægt skref þar sem það hafi verið síðasta dótturfélag FL Group á sviði flugrekstrar. Þá verði til spennandi afl á ferðamarkaði á Norðurlöndunum með stofnun Northern Travel Holding, að hans sögn. Hannes verður í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
FL Group hefur selt danska flugfélagið Sterling fyrir 20 milljarða króna. Kaupandi félagins er nýstofnað fyrirtæki í ferðaþjónustu sem fengið hefur heitið Northern Travel Holding. Hluthafar hins nýja fyrirtækis eru íslensku fjárfestingafélögin Fons, FL Group og Sund. Kaupverðið verður greitt með 6 milljörðum króna í reiðufé og 14 milljörðum króna í formi seljendaláns til þriggja ára sem FL Group veitir. Til viðbótar þessu mun Northern Travel Holding taka yfir á næstu tólf mánuðum rekstrarlán og ábyrgðir sem FL Group hefur veitt Sterling. Salan á Sterling hefur lítil áhrif á rekstur FL Group og stöðu eigin fjár, að því er segir í tilkynningu um viðskiptin. Innan Northern Travel Holding eru félögin Iceland Express, 51% hlutur í breska leiguflugfélaginu Astraeus, 29,26% hlutur í sænsku ferðaskrifstofunni Ticket sem skráð er á sænska hlutabréfamarkaðinn og allt hlutafé í dönsku ferðaskrifstofunni Hekla Travel. Hluthafar Northern Travel Holding eru Fons (44%), FL Group (34%) og Sund (22%). Félagið er fjármagnað með lánsfé og eigin fé en alls hefur félagið 11,5 milljarða króna í eigið fé. FL Group eignaðist Sterling í október í fyrra eftir að það sameinaðist Maersk Air. Auk kaupanna á Sterling kaupir Northern Travel Holding allt hlutafé í Iceland Express, 51% hlutafjár í Astraeus, alla hluti í Hekla Travel og um 30% útistandandi hluta í Ticket. Samanlögð velta þeirra félaga sem Northern Travel Holding kaupir er áætluð um 120 milljarðar króna og félagið flýgur um 7,5 milljón farþegum árlega. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, segir söluna á Sterling mikilvægt skref þar sem það hafi verið síðasta dótturfélag FL Group á sviði flugrekstrar. Þá verði til spennandi afl á ferðamarkaði á Norðurlöndunum með stofnun Northern Travel Holding, að hans sögn. Hannes verður í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira