Krústsjov! Þú átt vin! 29. júní 2006 00:01 Fyrir fimmtíu árum og fáeinum mánuðum var haldin ræða. Vettvangurinn var landsfundur Sovézka kommúnistaflokksins. Jósef Stalín hafði þá í þrjú ár legið í formalíni stirður og strokinn, svo að menn þurftu varla lengur að óttast hann. Nema þarna gerðist það, sem hlaut að gerast, að Níkita Krústsjov, nýr aðalritari Flokksins, svipti hulunni af forvera sínum og lævi blöndnu loftinu í kringum hann, lygavefnum, voðaverkunum. Aðalritarinn dró að vísu ýmislegt undan. Það mátti heyra saumnál detta í salnum.Þegar honum var steypt af stóli 1964 í hallarbyltingu Brésnefs og Kósígins, sagði Krústsjov við son sinn: "Mitt merkasta framlag til sovézkrar sögu er að komast lifandi á eftirlaun." Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn að vísu aldrei lotið forustu manns á borð við Jósef Stalín, því fer alls fjarri þrátt fyrir ýmis önnur og að sumu leyti smávægileg líkindi með flokkunum tveim, sem hér hafa verið nefndir. Eigi að síður hefur Morgunblaðið nú lýst eftir tímabæru uppgjöri við fortíðina, svo að eftirtekt hlýtur að vekja, vegsömun og lof. Í síðasta Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins er vakin upp "áleitin spurning, hvort forsætisráðherrann sjálfur eigi verk að vinna á einu sviði þjóðmála, sem lítið hefur verið um rætt en valdið mörgum bæði umhugsun og áhyggjum. Í of langan tíma hefur vont andrúmsloft heiftar og hefndar ráðið ferðinni í þjóðfélagsumræðum. Það er erfitt að átta sig á því, hvenær þessi þáttur í samfélagi okkar fór að snúast til verri vegar." Já, hvenær skyldi það nú hafa verið? Hverjir skyldu nú hafa mengað andrúmsloftið með heift og hefndarhug? Framsóknarmenn kannski? Nei, varla, þeir eru kurteisin sjálf. Vinstri grænir? Nei, auðvitað ekki. Samfylkingin? Frjálslyndir? Hvaða látalæti eru þetta? Leyfum höfundi Reykjavíkurbréfs að halda áfram: "Stjórnmál og viðskiptalíf blandast saman með ýmsum hætti í þessu vonda andrúmslofti og það er hættuleg blanda. ... Vopnin sem notuð eru í þessari baráttu eru illt umtal. ... Hið illa umtal um náungann flæðir svo inn í fjölmiðlana nánast hömlulaust. ... Hér eru menn ekki drepnir í bókstaflegri merkingu eins og tíðkazt hefur í Rússlandi. ... Hér verður því ekki haldið fram, að íslenzkt þjóðfélag sé komið á sama stig og það sovézka að þessu leyti, en það sjást merki um tilhneigingu til sömu vinnubragða og aðferða. Og það athyglisverða er að meðan unnið er að því með markvissum hætti að skapa "andrúmsloft dauðans" í kringum einhvern einstakling sitja aðrir hjá ... við búum að sumu leyti í verra samfélagi en við höfum nokkru sinni gert í okkar samtíma ... nú þegar eru þau vinnubrögð stunduð í okkar samfélagi, að menn leita hefnda ef þeir telja að um of hafi verið að sér vegið. Hvað er það í fortíðinni, sem hægt er að nota á viðkomandi? Svona vinna mafíusamfélög ... Vegna stöðu sinnar, persónuleika, viðmóts og framkomu hefur hinn nýi forsætisráðherra hlutverki að gegna í þessum efnum." Tilvitnun lýkur. Getur þetta skýrara verið? Krústsjov! Vaknaðu! Þú átt vin! Þetta er auðvitað allt saman laukrétt hjá Morgunblaðinu og hefur lengi legið ljóst fyrir, þótt Mogginn hafi kosið að þegja um málið þar til nú. Og nú á ég tveggja kosta völ: að taka Morgunblaðinu eins og týndum syni án þess að segja orð um meðvirkni blaðsins hingað til eða segja eins og mér finnst, að þeir á Mogganum hefðu nú helzt átt að kveikja fyrr. Ég man eftir bréfi, sem gamall vinur minn einn skrifaði ritstjóra Morgunblaðsins að gefnu tilefni fyrir röskum þrem árum. Það var efnislega samhljóða Reykjavíkurbréfinu, sem vitnað er til að framan. Ritstjórinn svaraði bréfinu um hæl: Mér blöskrar að fá svona bréf frá þér. Skömmu síðar fór Morgunblaðið hamförum gegn Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formanni Samfylkingarinnar, fyrir þá sök, að hún hafði eins og ég og ýmsir aðrir varað við of nánum tengslum stjórnmála og viðskiptalífs - gott ef hún sagði ekki, að það væri hættuleg blanda. Illdeilurnar, sem eru kveikja Reykjavíkurbréfsins, eru að því er virðist mestmegnis innanflokkserjur í Sjálfstæðisflokknum líkt og Hafskipsmálið. Helztu uppsprettur rógsins og illmælginnar, sem Morgunblaðið hefur nú skorið upp herör gegn, hafa ekki dulizt neinum vitni bornum manni. Megi Morgunblaðinu lánast að fá nýja forsætisráðherrann til að gera upp við fortíðina og hreinsa til. Bíðum landsfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Fyrir fimmtíu árum og fáeinum mánuðum var haldin ræða. Vettvangurinn var landsfundur Sovézka kommúnistaflokksins. Jósef Stalín hafði þá í þrjú ár legið í formalíni stirður og strokinn, svo að menn þurftu varla lengur að óttast hann. Nema þarna gerðist það, sem hlaut að gerast, að Níkita Krústsjov, nýr aðalritari Flokksins, svipti hulunni af forvera sínum og lævi blöndnu loftinu í kringum hann, lygavefnum, voðaverkunum. Aðalritarinn dró að vísu ýmislegt undan. Það mátti heyra saumnál detta í salnum.Þegar honum var steypt af stóli 1964 í hallarbyltingu Brésnefs og Kósígins, sagði Krústsjov við son sinn: "Mitt merkasta framlag til sovézkrar sögu er að komast lifandi á eftirlaun." Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn að vísu aldrei lotið forustu manns á borð við Jósef Stalín, því fer alls fjarri þrátt fyrir ýmis önnur og að sumu leyti smávægileg líkindi með flokkunum tveim, sem hér hafa verið nefndir. Eigi að síður hefur Morgunblaðið nú lýst eftir tímabæru uppgjöri við fortíðina, svo að eftirtekt hlýtur að vekja, vegsömun og lof. Í síðasta Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins er vakin upp "áleitin spurning, hvort forsætisráðherrann sjálfur eigi verk að vinna á einu sviði þjóðmála, sem lítið hefur verið um rætt en valdið mörgum bæði umhugsun og áhyggjum. Í of langan tíma hefur vont andrúmsloft heiftar og hefndar ráðið ferðinni í þjóðfélagsumræðum. Það er erfitt að átta sig á því, hvenær þessi þáttur í samfélagi okkar fór að snúast til verri vegar." Já, hvenær skyldi það nú hafa verið? Hverjir skyldu nú hafa mengað andrúmsloftið með heift og hefndarhug? Framsóknarmenn kannski? Nei, varla, þeir eru kurteisin sjálf. Vinstri grænir? Nei, auðvitað ekki. Samfylkingin? Frjálslyndir? Hvaða látalæti eru þetta? Leyfum höfundi Reykjavíkurbréfs að halda áfram: "Stjórnmál og viðskiptalíf blandast saman með ýmsum hætti í þessu vonda andrúmslofti og það er hættuleg blanda. ... Vopnin sem notuð eru í þessari baráttu eru illt umtal. ... Hið illa umtal um náungann flæðir svo inn í fjölmiðlana nánast hömlulaust. ... Hér eru menn ekki drepnir í bókstaflegri merkingu eins og tíðkazt hefur í Rússlandi. ... Hér verður því ekki haldið fram, að íslenzkt þjóðfélag sé komið á sama stig og það sovézka að þessu leyti, en það sjást merki um tilhneigingu til sömu vinnubragða og aðferða. Og það athyglisverða er að meðan unnið er að því með markvissum hætti að skapa "andrúmsloft dauðans" í kringum einhvern einstakling sitja aðrir hjá ... við búum að sumu leyti í verra samfélagi en við höfum nokkru sinni gert í okkar samtíma ... nú þegar eru þau vinnubrögð stunduð í okkar samfélagi, að menn leita hefnda ef þeir telja að um of hafi verið að sér vegið. Hvað er það í fortíðinni, sem hægt er að nota á viðkomandi? Svona vinna mafíusamfélög ... Vegna stöðu sinnar, persónuleika, viðmóts og framkomu hefur hinn nýi forsætisráðherra hlutverki að gegna í þessum efnum." Tilvitnun lýkur. Getur þetta skýrara verið? Krústsjov! Vaknaðu! Þú átt vin! Þetta er auðvitað allt saman laukrétt hjá Morgunblaðinu og hefur lengi legið ljóst fyrir, þótt Mogginn hafi kosið að þegja um málið þar til nú. Og nú á ég tveggja kosta völ: að taka Morgunblaðinu eins og týndum syni án þess að segja orð um meðvirkni blaðsins hingað til eða segja eins og mér finnst, að þeir á Mogganum hefðu nú helzt átt að kveikja fyrr. Ég man eftir bréfi, sem gamall vinur minn einn skrifaði ritstjóra Morgunblaðsins að gefnu tilefni fyrir röskum þrem árum. Það var efnislega samhljóða Reykjavíkurbréfinu, sem vitnað er til að framan. Ritstjórinn svaraði bréfinu um hæl: Mér blöskrar að fá svona bréf frá þér. Skömmu síðar fór Morgunblaðið hamförum gegn Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formanni Samfylkingarinnar, fyrir þá sök, að hún hafði eins og ég og ýmsir aðrir varað við of nánum tengslum stjórnmála og viðskiptalífs - gott ef hún sagði ekki, að það væri hættuleg blanda. Illdeilurnar, sem eru kveikja Reykjavíkurbréfsins, eru að því er virðist mestmegnis innanflokkserjur í Sjálfstæðisflokknum líkt og Hafskipsmálið. Helztu uppsprettur rógsins og illmælginnar, sem Morgunblaðið hefur nú skorið upp herör gegn, hafa ekki dulizt neinum vitni bornum manni. Megi Morgunblaðinu lánast að fá nýja forsætisráðherrann til að gera upp við fortíðina og hreinsa til. Bíðum landsfundar.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun