Auðvæðing kosningabaráttu? 3. maí 2006 00:01 Íslenskir stjórnmálaflokkar úthluta sjálfum sér á fjórða hundrað milljóna króna af skattfé landsmanna til starfsemi sinnar. Í því efni hafa þeir farið að fordæmi allra lýðræðisþjóða á Vesturlöndum, sem hafa talið einsýnt að starfsemi stjórnmálaflokka sé svo snar þáttur lýðræðisins, að réttlætanlegt sé að styrkja hana af almannafé svo að síður sé hætta á að flokkarnir ánetjist fjársterkum öflum og fari, meðvitað eða ómeðvitað, að ganga erinda þeirra við margs konar lagasetningu og stjórnsýsluákvarðanir. En alls staðar annars staðar en hér fylgir þessu að fjárreiður stjórnmálaflokkanna séu uppi á borðinu samkvæmt þeirri gullnu reglu, að tengsl peninga og stjórnmála skuli vera gagnsæ og þola dagsins ljós. Jafnframt hefur sú regla verið innleidd um alla Evrópu að stjórnmálaflokkarnir skuli hafa jafnan, ókeypis aðgang að ljósvakamiðlum ákveðinn tíma fyrir kosningar, en sneiða hjá rándýrum auglýsingaherferðum, sem reynslan hefur sýnt að vilja fara úr böndunum í hita leiksins, og orðið til að steypa flokkum í stórskuldir. Þannig er komið til móts við kröfur flokkanna um að fá að koma boðskap sínum á framfæri gegnum ljósvakamiðlana - en á jafnréttisgrundvelli og án stórra fjárútláta. Þjóðarhreyfingin - með lýðræði ákvað að vekja athygli flokkanna og íslenskra kjósenda á því hvernig lýðræðisþjóðirnar í kringum okkur hafa talið rétt að skipa þessum málum, ýmist með lagasetningu eða frjálsu samkomulagi flokkanna innbyrðis, og skrifaði því öllum formönnum flokkanna bréf og fór fram á það að þeir gerðu með sér slíkt samkomulag fyrir sveitastjórnarkosningarnar í maí. Óskað var eftir svari mánuði fyrir kosningar, 27. apríl. Er skemmst frá því að segja, að enginn þeirra sá ástæðu til að svara þessu erindi okkar, þótt talsmenn þeirra allra - nema Framsóknarflokksins -hafi tekið því með jákvæðum hætti - að því tilskildu að enginn skoraðist úr leik. Annar maður á lista Framsóknarflokksins hér í borginni, Óskar Bergsson, sá hins vegar ástæðu til þess í grein hér í blaðinu að reyna að gera þetta framtak okkar tortryggilegt og gefa í skyn að með þessu værum við að þjóna annarlegum hagsmunum. Ég get fullvissað Óskar um að okkur gekk ekki annað til en einlægar áhyggjur af afleiðingum þess að óheftur ribbaldakapítalismi fengi að leika lausum hala í íslenskri kosningabaráttu og gæti þannig gert út um það, hvaða flokkar og stjórnmálaöfl fara hér með völd, og öðlast um leið möguleika á að beita þessum öflum í sína þágu. Sumum kann að finnast að í borgarstjórnarkosningum sé ekki eftir þeim stórhagsmunum að slægjast að stórfyrirtæki væri reiðubúið að greiða auglýsingaherferð einhvers stjórnmálaflokks í von um að hann hefði úrslitaáhrif á afgreiðslu mála hjá borginni. Við skulum því setja upp ímyndað dæmi. Segjum sem svo að flokki, sem sáralítils fylgi nyti í skoðanakönnunum, tækist með vel heppnaðri auglýsingaherferð að komast í oddaaðastöðu í borginni og fengi þar með borgarstjóraembættið. Hann myndaði meirihluta með flokki sem ekki hefði trú á hæfni frjáls hagkerfis til að mynda hálaunuð störf. Eina leiðin til að skaffa störf væri framhald stóriðjustefnu; uppbygging 5, 10, eða 15 álvera um allt land og til þess væri fórnandi að selja til þeirra orku á tombóluprís. Eins og allir vita hafa Orkuveita Reykjavíkur og Landsvirkjun ekki gengið fyllilega í takt í þeim efnum á undanförnum árum, Orkuveitan verið í nokkurri samkeppni við Landsvirkjun og lagt kapp á að kaupa orkuréttindi víða um landið, þannig að nú eru þessi fyrirtæki sambærileg að stærð. Segjum sem svo að sömu öfl réðu landstjórninni og borginni og þau stefndu að því að einkavæða Landsvirkjun og bjóða hið einkavædda fyrirtæki til sölu á heimsmarkaði. Mundi ekki einhverjum álrisanum þykja það tilvinnandi fórnarkostnaður að borga reikninginn af einni eða tveimur auglýsingaherferðum smáflokksins í von um að þessu lík staða gæti komið upp? Sem betur fer er þetta langsótt röksemdafærsla. En við lifum á tímum heimsvæðingarinnar í viðskiptum og höfum séð hvernig alþjóðleg risafyrirtæki hafa teygt anga sína inn á öll svið mannlegrar tilveru og þá ekki síst stjórnmálanna. Hugveitur í Bandaríkjunum, hvort sem þær teljast á hægri væng eða vinstri, eru sammála um það að átök á heimsvísu á næstu áratugum muni ekki snúast um hugmyndafræði, heldur orkulindir. Þess vegna er það ekki nútímalegt að neita alfarið að setja ribbaldakapítalismanum eðlilegar skorður á stjórnmálasviðinu. Það er gamaldags og forneskjulegt, já, og beinlínis háskalegt. Það er of seint að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hannibalsson Skoðanir Mest lesið Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Íslenskir stjórnmálaflokkar úthluta sjálfum sér á fjórða hundrað milljóna króna af skattfé landsmanna til starfsemi sinnar. Í því efni hafa þeir farið að fordæmi allra lýðræðisþjóða á Vesturlöndum, sem hafa talið einsýnt að starfsemi stjórnmálaflokka sé svo snar þáttur lýðræðisins, að réttlætanlegt sé að styrkja hana af almannafé svo að síður sé hætta á að flokkarnir ánetjist fjársterkum öflum og fari, meðvitað eða ómeðvitað, að ganga erinda þeirra við margs konar lagasetningu og stjórnsýsluákvarðanir. En alls staðar annars staðar en hér fylgir þessu að fjárreiður stjórnmálaflokkanna séu uppi á borðinu samkvæmt þeirri gullnu reglu, að tengsl peninga og stjórnmála skuli vera gagnsæ og þola dagsins ljós. Jafnframt hefur sú regla verið innleidd um alla Evrópu að stjórnmálaflokkarnir skuli hafa jafnan, ókeypis aðgang að ljósvakamiðlum ákveðinn tíma fyrir kosningar, en sneiða hjá rándýrum auglýsingaherferðum, sem reynslan hefur sýnt að vilja fara úr böndunum í hita leiksins, og orðið til að steypa flokkum í stórskuldir. Þannig er komið til móts við kröfur flokkanna um að fá að koma boðskap sínum á framfæri gegnum ljósvakamiðlana - en á jafnréttisgrundvelli og án stórra fjárútláta. Þjóðarhreyfingin - með lýðræði ákvað að vekja athygli flokkanna og íslenskra kjósenda á því hvernig lýðræðisþjóðirnar í kringum okkur hafa talið rétt að skipa þessum málum, ýmist með lagasetningu eða frjálsu samkomulagi flokkanna innbyrðis, og skrifaði því öllum formönnum flokkanna bréf og fór fram á það að þeir gerðu með sér slíkt samkomulag fyrir sveitastjórnarkosningarnar í maí. Óskað var eftir svari mánuði fyrir kosningar, 27. apríl. Er skemmst frá því að segja, að enginn þeirra sá ástæðu til að svara þessu erindi okkar, þótt talsmenn þeirra allra - nema Framsóknarflokksins -hafi tekið því með jákvæðum hætti - að því tilskildu að enginn skoraðist úr leik. Annar maður á lista Framsóknarflokksins hér í borginni, Óskar Bergsson, sá hins vegar ástæðu til þess í grein hér í blaðinu að reyna að gera þetta framtak okkar tortryggilegt og gefa í skyn að með þessu værum við að þjóna annarlegum hagsmunum. Ég get fullvissað Óskar um að okkur gekk ekki annað til en einlægar áhyggjur af afleiðingum þess að óheftur ribbaldakapítalismi fengi að leika lausum hala í íslenskri kosningabaráttu og gæti þannig gert út um það, hvaða flokkar og stjórnmálaöfl fara hér með völd, og öðlast um leið möguleika á að beita þessum öflum í sína þágu. Sumum kann að finnast að í borgarstjórnarkosningum sé ekki eftir þeim stórhagsmunum að slægjast að stórfyrirtæki væri reiðubúið að greiða auglýsingaherferð einhvers stjórnmálaflokks í von um að hann hefði úrslitaáhrif á afgreiðslu mála hjá borginni. Við skulum því setja upp ímyndað dæmi. Segjum sem svo að flokki, sem sáralítils fylgi nyti í skoðanakönnunum, tækist með vel heppnaðri auglýsingaherferð að komast í oddaaðastöðu í borginni og fengi þar með borgarstjóraembættið. Hann myndaði meirihluta með flokki sem ekki hefði trú á hæfni frjáls hagkerfis til að mynda hálaunuð störf. Eina leiðin til að skaffa störf væri framhald stóriðjustefnu; uppbygging 5, 10, eða 15 álvera um allt land og til þess væri fórnandi að selja til þeirra orku á tombóluprís. Eins og allir vita hafa Orkuveita Reykjavíkur og Landsvirkjun ekki gengið fyllilega í takt í þeim efnum á undanförnum árum, Orkuveitan verið í nokkurri samkeppni við Landsvirkjun og lagt kapp á að kaupa orkuréttindi víða um landið, þannig að nú eru þessi fyrirtæki sambærileg að stærð. Segjum sem svo að sömu öfl réðu landstjórninni og borginni og þau stefndu að því að einkavæða Landsvirkjun og bjóða hið einkavædda fyrirtæki til sölu á heimsmarkaði. Mundi ekki einhverjum álrisanum þykja það tilvinnandi fórnarkostnaður að borga reikninginn af einni eða tveimur auglýsingaherferðum smáflokksins í von um að þessu lík staða gæti komið upp? Sem betur fer er þetta langsótt röksemdafærsla. En við lifum á tímum heimsvæðingarinnar í viðskiptum og höfum séð hvernig alþjóðleg risafyrirtæki hafa teygt anga sína inn á öll svið mannlegrar tilveru og þá ekki síst stjórnmálanna. Hugveitur í Bandaríkjunum, hvort sem þær teljast á hægri væng eða vinstri, eru sammála um það að átök á heimsvísu á næstu áratugum muni ekki snúast um hugmyndafræði, heldur orkulindir. Þess vegna er það ekki nútímalegt að neita alfarið að setja ribbaldakapítalismanum eðlilegar skorður á stjórnmálasviðinu. Það er gamaldags og forneskjulegt, já, og beinlínis háskalegt. Það er of seint að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun