Barátta fyrir betra samfélagi 3. maí 2006 17:00 Málefni eldri borgara, öryrkja og fatlaðra voru til umfjöllunar á ráðstefnunni Velferðarríki á villigötum sem efnt var til í Reykjavík í gær. Það voru Öryrkjabandalagið, Landssamband eldri borgara og Þroskahjálp ásamt Félagsvísindastofnun Háskólans og launaþegasamtökunum sem efndu til hennar í kjölfar vinnu fjölmenns hóps sem fjallað hefur um málefni fatlaðra og aldraðra. Í honum voru fulltrúar fjölmargra samtaka auk sérfræðinga á mörgum sviðum sem tengjast málefnum þessara þjóðfélagshópa. Kjör fatlaðra og aldraðra hafa mikið verið til umræðu á almennum vettvangi á nýliðnum vetri og þá ekki síst skattahlið þessara mála. Samtök eldri borgara og Stefán Ólafsson prófessor hafa haldið því fram að kjör eldri borgara hafi orðið lakari með hverju árinu sem líður vegna þess að skattleysismörk hafi ekki fylgt þeirri launaþróun sem verið hefur í landinu. Þetta er eitt af því sem fjallað var um á ráðstefnunni í gær. Þar var bent á að almannatryggingakerfið hefði lengst af greitt lágan lífeyri, sem auk þess hefur verið skertur stórlega, þegar viðkomandi lífeyrisþegar hafa fengið greiðslur úr lífeyrissjóðum eða haft atvinnutekjur. Allar þessar greiðslur og tekjur hafa verið skattlagðar rétt eins og um atvinnutekjur hafi verið að ræða hjá fullfrísku fólki á besta aldri. Á það hefur verið bent að greiðslur almannatrygginga ættu að vera undanþegnar við skattlagningu og er ekki óeðlilegt að svo væri. Þeir sem njóta lífeyrisgreiðslna almannatrygginga hafa í flestum tilfellum lokið ævistarfinu og ættu að vera búnir að vinna fyrir því að þurfa ekki að greiða skatta af þeim. Skattaleg undanþága þessara greiðslna ætti líka að hvetja eldri borgara til þess að taka að sér störf við hæfi og þannig myndi þjóðfélagið áfram njóta þekkingar þeirra og reynslu við ýmis störf. Það sama ætti að gilda um vinnu öryrkja. Það þarf að búa þannig um hnútana að það verði eftirsóknarvert fyrir þá að stunda vinnu og reyndar ætti það að flokkast undir mannréttindi að hafa rétt til vinnu. Það er ekki aðeins að með breyttu skipulagi varðandi atvinnuþátttöku og skattlagningu öryrkja og eldri borgara legðu þeir sitt af mörkum til þjóðfélagsins í heild, heldur hefði þetta mikil félagsleg áhrif á líf þeirra.Þessir hópar yrðu þá í lifandi sambandi við samfélagið og vinnan veitti þeim þá lífsfyllingu sem marga skortir. En það er fleira en kjara- og atvinnumál sem hinn fjölmenni hópur sérfræðinga og fulltrúa félagasamtaka hefur fjallað um og gert grein fyrir. Í skýrslu sinni leggur hann áherslu á menntun og endurhæfingu, en það er sérstakt hagsmunamál fatlaðra, allt frá leikskólaaldri til fullorðinsára. Í mörgum tilfellum væri æskilegt að þessi þáttur væri hjá sveitarfélögunum og þeim væri jafnframt gert kleift að inna þessa þjónustu af hendi. Enn fremur er sérstakur kafli um búsetu og fjölskyldulíf. Margar tillögur eru lagðar fram í skýrslunni um alla þessa málaflokka, að ógleymdri heilbrigðisþjónustunni, þar sem auk annars er lögð áhersla á að hún sé góð og jöfnuður ríki varðandi aðgang að henni. Allar eru þessar tillögur góðra gjalda verðar, en þær hljóta líka að kosta sitt. Það eru stjórnmálamennirnir sem ákveða fjárframlög til einstakra málaflokka varðandi öryrkja, fatlaða og eldri borgara og nú eiga þeir næsta leik eins og svo oft áður. Það er styttra í kosningar til Alþingis en marga grunar og ekki væri ólíklegt að málefni þessara hópa yrðu ofarlega á blaði hjá flokkunum, líkt og nú þegar stuðningur við aldraða hljómar úr mörgum áttum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Málefni eldri borgara, öryrkja og fatlaðra voru til umfjöllunar á ráðstefnunni Velferðarríki á villigötum sem efnt var til í Reykjavík í gær. Það voru Öryrkjabandalagið, Landssamband eldri borgara og Þroskahjálp ásamt Félagsvísindastofnun Háskólans og launaþegasamtökunum sem efndu til hennar í kjölfar vinnu fjölmenns hóps sem fjallað hefur um málefni fatlaðra og aldraðra. Í honum voru fulltrúar fjölmargra samtaka auk sérfræðinga á mörgum sviðum sem tengjast málefnum þessara þjóðfélagshópa. Kjör fatlaðra og aldraðra hafa mikið verið til umræðu á almennum vettvangi á nýliðnum vetri og þá ekki síst skattahlið þessara mála. Samtök eldri borgara og Stefán Ólafsson prófessor hafa haldið því fram að kjör eldri borgara hafi orðið lakari með hverju árinu sem líður vegna þess að skattleysismörk hafi ekki fylgt þeirri launaþróun sem verið hefur í landinu. Þetta er eitt af því sem fjallað var um á ráðstefnunni í gær. Þar var bent á að almannatryggingakerfið hefði lengst af greitt lágan lífeyri, sem auk þess hefur verið skertur stórlega, þegar viðkomandi lífeyrisþegar hafa fengið greiðslur úr lífeyrissjóðum eða haft atvinnutekjur. Allar þessar greiðslur og tekjur hafa verið skattlagðar rétt eins og um atvinnutekjur hafi verið að ræða hjá fullfrísku fólki á besta aldri. Á það hefur verið bent að greiðslur almannatrygginga ættu að vera undanþegnar við skattlagningu og er ekki óeðlilegt að svo væri. Þeir sem njóta lífeyrisgreiðslna almannatrygginga hafa í flestum tilfellum lokið ævistarfinu og ættu að vera búnir að vinna fyrir því að þurfa ekki að greiða skatta af þeim. Skattaleg undanþága þessara greiðslna ætti líka að hvetja eldri borgara til þess að taka að sér störf við hæfi og þannig myndi þjóðfélagið áfram njóta þekkingar þeirra og reynslu við ýmis störf. Það sama ætti að gilda um vinnu öryrkja. Það þarf að búa þannig um hnútana að það verði eftirsóknarvert fyrir þá að stunda vinnu og reyndar ætti það að flokkast undir mannréttindi að hafa rétt til vinnu. Það er ekki aðeins að með breyttu skipulagi varðandi atvinnuþátttöku og skattlagningu öryrkja og eldri borgara legðu þeir sitt af mörkum til þjóðfélagsins í heild, heldur hefði þetta mikil félagsleg áhrif á líf þeirra.Þessir hópar yrðu þá í lifandi sambandi við samfélagið og vinnan veitti þeim þá lífsfyllingu sem marga skortir. En það er fleira en kjara- og atvinnumál sem hinn fjölmenni hópur sérfræðinga og fulltrúa félagasamtaka hefur fjallað um og gert grein fyrir. Í skýrslu sinni leggur hann áherslu á menntun og endurhæfingu, en það er sérstakt hagsmunamál fatlaðra, allt frá leikskólaaldri til fullorðinsára. Í mörgum tilfellum væri æskilegt að þessi þáttur væri hjá sveitarfélögunum og þeim væri jafnframt gert kleift að inna þessa þjónustu af hendi. Enn fremur er sérstakur kafli um búsetu og fjölskyldulíf. Margar tillögur eru lagðar fram í skýrslunni um alla þessa málaflokka, að ógleymdri heilbrigðisþjónustunni, þar sem auk annars er lögð áhersla á að hún sé góð og jöfnuður ríki varðandi aðgang að henni. Allar eru þessar tillögur góðra gjalda verðar, en þær hljóta líka að kosta sitt. Það eru stjórnmálamennirnir sem ákveða fjárframlög til einstakra málaflokka varðandi öryrkja, fatlaða og eldri borgara og nú eiga þeir næsta leik eins og svo oft áður. Það er styttra í kosningar til Alþingis en marga grunar og ekki væri ólíklegt að málefni þessara hópa yrðu ofarlega á blaði hjá flokkunum, líkt og nú þegar stuðningur við aldraða hljómar úr mörgum áttum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar.