Viðskipti innlent

Endurvakið traust

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Fréttablaðið/EPA
Í viðtali á fréttavef Bloomberg segir Paul Rawkins, sérfræðingur Fitch Ratings, að bankarnir hér hafi brugðist á viðeigandi hátt við áhyggjum sem uppi hafa verið um skuldasöfnun þeirra. Þeir hafi opinberað áætlanir sína um endurfjármögnun og það hafi hjálpað til við að endurvekja traust á hagkerfinu.

Í viðtalinu áréttaði Rawkins einnig að hér væri háþróað hagkerfi með öflugum bönkum.

Rawkins er höfundur skýrslu sem Fitch Ratings birti undir lok febrúar þar sem horfum á lánshæfismati ríkissjóðs var breytt úr stöðugum í neikvæðar vegna vaxandi þjóðhagslegs ójafnvægis. Í kjölfarið tók gengi krónunnar að lækka og neikvæð erlend umræða um efnahagslífið jókst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×