Formaður staðfestunnar kveður 7. júní 2006 00:01 Það eru mikil pólitísk tíðindi þegar Halldór Ásgrímsson tekur samtímis ákvörðun um að láta af embætti forsætisráðherra og hverfa úr hlutverki formanns Framsóknarflokksins. Engum getur dulist að sú ákvörðun tengist umbrotum í flokknum sjálfum. Stjórnarsamstarfið gaf í sjálfu sér ekki efni til slíkrar ákvörðunar. Þetta er í fyrsta sinn sem breytingar verða á forystu í ríkisstjórn í kjölfar sveitarstjórnarkosninga. Slakur árangur Framsóknarflokksins í þeim er þó tæpast einn og sér næg skýring. Innri mein í flokknum sýnast hafa ráðið þar nokkru um. Miðnæturyfirlýsing varaformanns flokksins eftir að formaðurinn kunngerði ákvörðun sína er táknrænt dæmi um þær aðstæður allar. Engum hefur dulist að um nokkurn tíma hefur talsvert skort á innri samstöðu í Framsóknarflokknum. Sú staðreynd er um margt þverstæðukennd. Það sést gleggst í því ljósi að Halldóri Ásgrímssyni hefur í fysta skipti í sögu Framsóknarflokksins tekist að tryggja aðild flokksins að sama stjórnarsamstarfinu í þrjú kjörtímabil. Með hliðsjón af ferli flokksins í stjórnarsamstarfi áður fyrr verður það að teljast pólitískt afrek. Forveri Halldórs Ásgrímssonar í formennsku Framsóknarflokksins hafði forystu fyrir borgaralegri ríkisstjórn sem hratt í framkvæmd hugmyndum Geirs Hallgrímssonar um leiftursókn gegn verðbólgu. Á næsta kjörtímabili var hann í forystu fyrir vinstri stjórn og lýsti því þá yfir að almenn vestræn efnahagslögmál ættu ekki við á Íslandi. Þannig hefur Framsóknarflokkurinn á fyrri tíð, eftir því hvernig vindar blésu, farið bæði lengra til hægri og til vinstri en undir forystu Halldórs Ásgrímssonar. Trúlega hefur hann tekið staðfestuna fram yfir eigin pólitískan hag. Vandinn sýnist á hinn bóginn einfaldlega vera sá að innan Framsóknarflokksins hefur ekki verið nægjanlegur skilningur á mikilvægi þeirra sögulegu umskipta. En þjóðin hefur notið ávaxta staðfestunnar. Síðasta stjórnarsamstarf sem Framsóknarflokkurinn átti aðild að leiddi til stjórnmálalegs afturhvarfs og efnahagslegrar niðursveiflu. En hvað sem líður afstöðu manna til núverandi stjórnarsamstarfs hefur það skilað einhverjum mestu efnahagslegu framförum sem um getur og bættum hag alls almennings. Halldór Ásgrímsson getur því á þessum tímamótum litið stoltur um öxl. Hann hefur með staðfestu gert Framsóknarflokkinn að nútímalegum, frjálslyndum flokki og tryggt langvarandi aðild hans að árangursríku stjórnarsamstarfi. Það er meira en forverum hans hefur tekist. Hitt hljóta að vera honum vonbrigði að ekki skuli á þessum tíma hafa tekist að skapa skilning innan flokksins sjálfs á þessum umskiptum. Á þessu stigi veit enginn hvort brotthvarf Halldórs Ásgrímssonar úr forystu Framsóknarflokksins muni breyta eðli flokksins og koma honum í gamla farið. Óvissan um það sem við tekur er einfaldlega of mikil til þess að unnt sé að sjá það fyrir. Enn óráðnari er sú spurning hvort þessar forystubreytingar koma til með að setja mark sitt á íslensk stjórnmál til lengri tíma. Það getur hins vegar orðið vandasamt fyrir Geir Haarde að taka við stjórnarforystu við þessar aðstæður. Óneitanlega er nokkur óvissa um þróun efnahagsmála á næstunni. Á sama tíma er óvissa um framtíðarforystu annars stjórnarflokksins. Á þesu stigi eru engin sérstök efni til svartsýni að þessu leyti. En þróun mála er eigi að síður undir því komin hvernig á verður haldið. Það eru gömul sannindi og ný að óvissan er óvinur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Róum okkar aðeins í auðlindagræðginni Mummi Týr Þórarinsson Skoðun
Það eru mikil pólitísk tíðindi þegar Halldór Ásgrímsson tekur samtímis ákvörðun um að láta af embætti forsætisráðherra og hverfa úr hlutverki formanns Framsóknarflokksins. Engum getur dulist að sú ákvörðun tengist umbrotum í flokknum sjálfum. Stjórnarsamstarfið gaf í sjálfu sér ekki efni til slíkrar ákvörðunar. Þetta er í fyrsta sinn sem breytingar verða á forystu í ríkisstjórn í kjölfar sveitarstjórnarkosninga. Slakur árangur Framsóknarflokksins í þeim er þó tæpast einn og sér næg skýring. Innri mein í flokknum sýnast hafa ráðið þar nokkru um. Miðnæturyfirlýsing varaformanns flokksins eftir að formaðurinn kunngerði ákvörðun sína er táknrænt dæmi um þær aðstæður allar. Engum hefur dulist að um nokkurn tíma hefur talsvert skort á innri samstöðu í Framsóknarflokknum. Sú staðreynd er um margt þverstæðukennd. Það sést gleggst í því ljósi að Halldóri Ásgrímssyni hefur í fysta skipti í sögu Framsóknarflokksins tekist að tryggja aðild flokksins að sama stjórnarsamstarfinu í þrjú kjörtímabil. Með hliðsjón af ferli flokksins í stjórnarsamstarfi áður fyrr verður það að teljast pólitískt afrek. Forveri Halldórs Ásgrímssonar í formennsku Framsóknarflokksins hafði forystu fyrir borgaralegri ríkisstjórn sem hratt í framkvæmd hugmyndum Geirs Hallgrímssonar um leiftursókn gegn verðbólgu. Á næsta kjörtímabili var hann í forystu fyrir vinstri stjórn og lýsti því þá yfir að almenn vestræn efnahagslögmál ættu ekki við á Íslandi. Þannig hefur Framsóknarflokkurinn á fyrri tíð, eftir því hvernig vindar blésu, farið bæði lengra til hægri og til vinstri en undir forystu Halldórs Ásgrímssonar. Trúlega hefur hann tekið staðfestuna fram yfir eigin pólitískan hag. Vandinn sýnist á hinn bóginn einfaldlega vera sá að innan Framsóknarflokksins hefur ekki verið nægjanlegur skilningur á mikilvægi þeirra sögulegu umskipta. En þjóðin hefur notið ávaxta staðfestunnar. Síðasta stjórnarsamstarf sem Framsóknarflokkurinn átti aðild að leiddi til stjórnmálalegs afturhvarfs og efnahagslegrar niðursveiflu. En hvað sem líður afstöðu manna til núverandi stjórnarsamstarfs hefur það skilað einhverjum mestu efnahagslegu framförum sem um getur og bættum hag alls almennings. Halldór Ásgrímsson getur því á þessum tímamótum litið stoltur um öxl. Hann hefur með staðfestu gert Framsóknarflokkinn að nútímalegum, frjálslyndum flokki og tryggt langvarandi aðild hans að árangursríku stjórnarsamstarfi. Það er meira en forverum hans hefur tekist. Hitt hljóta að vera honum vonbrigði að ekki skuli á þessum tíma hafa tekist að skapa skilning innan flokksins sjálfs á þessum umskiptum. Á þessu stigi veit enginn hvort brotthvarf Halldórs Ásgrímssonar úr forystu Framsóknarflokksins muni breyta eðli flokksins og koma honum í gamla farið. Óvissan um það sem við tekur er einfaldlega of mikil til þess að unnt sé að sjá það fyrir. Enn óráðnari er sú spurning hvort þessar forystubreytingar koma til með að setja mark sitt á íslensk stjórnmál til lengri tíma. Það getur hins vegar orðið vandasamt fyrir Geir Haarde að taka við stjórnarforystu við þessar aðstæður. Óneitanlega er nokkur óvissa um þróun efnahagsmála á næstunni. Á sama tíma er óvissa um framtíðarforystu annars stjórnarflokksins. Á þesu stigi eru engin sérstök efni til svartsýni að þessu leyti. En þróun mála er eigi að síður undir því komin hvernig á verður haldið. Það eru gömul sannindi og ný að óvissan er óvinur.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun