Viðskipti innlent

Búast við 40 þúsund gestum í Egilshöll í september.

Ólafur Örn Jónsson hjá vivus 3L Expo, stórsýning um heilsu og vellíðan, verður haldin í Egilshöll í september.
Ólafur Örn Jónsson hjá vivus 3L Expo, stórsýning um heilsu og vellíðan, verður haldin í Egilshöll í september.

Sýningin 3L EXPO verður haldin í Egilshöll dagana 7. til 11. september en VIVUS viðburðastjórnun stendur að sýningunni í samvinnu við 22 félagasamtök á öllum sviðum. Þetta er stærsta sýning sem haldin hefur verið á Íslandi en henni er beint að öllu sem tengist lífi, líkama og líðan.

Við búumst fastlega við að 40 þúsund gestir sæki sýninguna heim, segir Ólafur Örn Jónsson, sölustjóri hjá VIVUS. Meðal sýnenda verða aðilar sem tengjast íþróttum, fjármálum, húsnæði, húsgögnum, heilsurækt, lækningum, fatnaði, matvælum, heilsu og svo framvegis. Þetta er ekki fagsýning í sjálfu sér því hún beinist jafnt að fjölskyldum og fagaðilum.

Á sýningunni verða einnig yfir eitt hundrað fræðsluerinda, auk fjölda kynninga og uppákoma tengdum heilsu og vellíðan.

Ólafur Örn gerir ráð fyrir að fjögur hundruð sýnendur kynni vörur sínar og þjónustu á sýningunni en nú þegar hafa tæplega tvö hundruð aðilar tilkynnt um þátttöku sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×