Sport

Hef lengi verið aðdáandi Eiðs

virtur Johan Cruyff sést hér með Pelé.
virtur Johan Cruyff sést hér með Pelé.

Johan Cruyff er goðsögn hjá Barcelona en hann lék með liðinu á árunum 1973 til 1978. Hann var kjörinn besti leikmaður Evrópu árin 1971, 1973 og 1974. ­Cruyff­ tók síðan við liðinu árið 1988 og stýrði liðinu til fjögurra Spánarmeistaratitla auk fyrsta Evrópubikars félagsins árið 1992.

Hann er enn nokkurs konar ráðgjafi Joans Laporta, forseta félagsins, sem hann hjálpaði að ná kjöri í embættið, en hefur engan formlegan starfstitil. Hollendingurinn Cruyff hrósaði komu Eiðs Smára sérstaklega í spænskum fjölmiðlum í gær.

Ég hef þekkt til Eiðs Smára frá því hann var hjá PSV Eindhoven. Hann virkaði ávallt mjög vel á mig og mér hefur líkað vel við hann síðan þá. Ég man vel þegar hann meiddist illa en hann fór síðan til Englands og stóð sig mjög vel þar, sagði Cruyff.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×