Sport

Við erum klassanum ofar en Portúgalarnir

svona gerum við þetta  Jörundur gefur hér Dóru Maríu Lárusdóttur góð ráð.
svona gerum við þetta Jörundur gefur hér Dóru Maríu Lárusdóttur góð ráð. MYND/Daníel

Landsliðsþjálfarinn Jörundur Áki Sveinsson segir að íslenska liðið eigi mikið inni þrátt fyrir öruggan sigur gegn Portúgal í gær. "Ég er ekki mjög ánægður með leikinn sem slíkan en vissulega er ég ánægður með stigin og mörkin þrjú. Mér fannst við geta gert miklu betur í leiknum og það er ljóst að við eigum mikið inni. Fyrri hálfleikurinn var mjög slakur og það var óþarfa spenna í stelpunum, kannski vegna þessa 100. leikja afmælisleiks en óöryggið var of mikið," sagði Jörundur Áki.

"Það vantaði jafnvægi í liðið, en það lagaðist þegar líða tók á leikinn þrátt fyrir að við höfum aðeins skorað tvö mörk í seinni hálfleiknum. Við hefðum vel getað skorað fleiri mörk, en núna erum við komin í þann stigafjölda sem við ætluðum okkur og Tékkarnir eru næstir. Við þurfum klárlega að laga leik okkar fyrir þann leik," sagði Jörundur en Tékkar koma í heimsókn í Laugardalinn þann 19. ágúst.

Veðrið í gær var upp og ofan en Jörundur vildi ekki kenna aðstæðum um að íslenska liðið spilaði ekki betur en ella. "Aðstæður voru með betra móti það sem af er sumri. Völlurinn var góður og veðrið fínt og þetta var fyrst og fremst okkar leikur," sagði Jörundur Áki og játti því að íslenska liðið væri mun sterkara en það portúgalska. "Við erum klassanum fyrir ofan þetta portúgalska lið og við eigum að valta yfir þær. Þær komu mér ekkert á óvart."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×