Sport

Er alveg sama um tölfræðina

messi  Meiddist í leik með Barcelona fyrir þremur mánuðum en kom inn á og skoraði í 6-0 burstinu á Serbíu og Svartfjallalandi um helgina.
messi Meiddist í leik með Barcelona fyrir þremur mánuðum en kom inn á og skoraði í 6-0 burstinu á Serbíu og Svartfjallalandi um helgina. MYND/nordicphotos/afp

Lionel Messi varð á dögunum sjötti yngsti markaskorari HM frá upphafi þegar hann rak síðasta naglann í kistu Serbíu-Svartfellinga í 6-0 sigri Argentínu á liðinu. Messi verður nítján ára 24. júní en sigurinn kom Argentínu áfram í næstu umferð.

"Mér er í rauninni alveg sama um þetta. Ég er ánægður yfir því að hafa spilað en ég er ekkert að hugsa um svona hluti. Ég er heppinn að hafa fengið tækifæri á HM og það var bónus að ná að skora mark," sagði Messi sem kom inn á sem varamaður í leiknum en Pelé er sá yngsti sem hefur skorað á HM, þá var hann sautján ára og 239 daga gamall.

"Þegar ég fór inn á sagði þjálfarinn mér að spila frammi, og hreyfa mig vel með Carlos Tevez og Hernan Crespo. Ég er mjög ánægður með að fá að spila á HM í fyrsta leiknum síðan ég meiddist," sagði Messi sem hafði ekki spilað í þrjá mánuði fyrir leikinn. -




Fleiri fréttir

Sjá meira


×