Allt er betra en verðbólgan 30. júní 2006 00:01 Tvær athyglisverðar pólitískar yfirlýsingar komu fram í þessari viku. Báðar gefa fyrirheit um að pólitíkin á komandi kosningavetri verði lágstemmdari og yfirvegaðri en búast hefi mátt við. Fyrri yfirlýsingin er tilkynning ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að slá á þenslu og sú seinni er að Jón Sigurðssn iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur gefið það út að hann muni gefa kost á sér til formennsku í Framsóknarfloknum á flokksþinginu í ágúst. Fyrri yfirlýsingin, þessi um að slá á þensluna, er nokkuð djarfmannleg frá ríkisstjórn sem er að sigla inn í kosningavetur. Eflaust hafa margir átt von á því að ríkisstjórnarflokkarnir myndu reyna að koma sér undan því að taka erfiðar og óvinsælar ákvarðanir varðandi ríkisútgjöld, opinberar framkvæmdir og séstaklega varðandi íbúðalánasjóð. Lendingin með aðilum vinnumarkaðarins hafði tekist mjög vel. Tilkynningin um aðhald í útlánum til húsnæðislána og frestun framkæmda er um margt eðlilegt framhald af samningum á vinnumarkaði þó vissulega megi alltaf deila um hvernig að þessum aðhaldsaðgerðum verður staðið. Í gegnum tíðina hafa pólitísk slagorð stjórnmálaflokka og hagsmunasamtaka verið ólík. Í dag er höfuðslagorð allra stjórnmálaflokka og hagsmunaaðila í þjóðfélaginu það sama: Allt er betra en verðbólga. Undir þessu slagorði voru gerðir samningar á vinnumarkaði og undir þessu slagorði gaf ríkisstjórnin út yfirlýsinguna gegn þenslunni. Það er hins vegar ekki óeðlilegt þótt menn spyrji hversu mikil alvara sé þarna að baki. Þegar ráðherrar hafa verið spurðir nánar út í þær framkvæmdir sem á að fresta, verða svörin loðin. Þetta mun ekki hafa áhrif á stóriðjuna, ekki nýja spítalann, ekki Héðinsfjarðargöng og ekki Sundabraut. Sama er að segja um sveitarstjórnarmenn, sem eiga samkvæmt tilkynningunni að taka upp viðræður við ríkið um frestun framkvæmda. Þar er allt á huldu. Ljóst er hins vegar að samdátturinn í útlánum Íbúðalánasjóðs mun slá verulega á uppsveifluna á fasteignamarkaði og búast má við að pólitískt óþægileg staða kunni að verða komin upp í þeim efnum þegar líður á næsta vetur. Frestun framkvæmda mun án nokkurs vafa líka kalla á harða gagnrýni á ríkisstjórnina, og því mun þurfa mikla stefnufestu ef ríkisstjórnin ætlar ekki að berast af þessari leið sinni. Það er því afar freistandi að efast og fólk mun ugglaust efast um að yfirlýsingin gegn þenslunni sé orðmörg en verði efnislítil þegar til kastanna kemur. Reynslan verður að skera úr um hvernig það verkast á endanum. Hitt er brýnt að hafa í huga, að hvernig svo sem aðgerðirnar eru útfærðar og hvernig sem til tekst á endanum, þá feslt í þessari tilkynningu ákveðin yfirlýsing af hálfu ríkisstjórnarinnar um almenna pólitíska stefnu á komandi kosningavetri. Sú stefna mun finna sér farveg undi yfirskriftinni að allt er betra en verðbólga, en ekki undir formerkjum framkvæmdauppboða í aðdraganda kosninga þar sem allt er gert fyrir alla. Hin yfirlýsingin, frá Jóni Sigurðssyni, vekur athygli fyrir það að hún kemur fram svo skömmu eftir að hann var kallaður inn í ríkisstjórnina. Jón er margreyndur mannasættir í Framsókn og hefur reynst flokknum mjög dýrmætur bæði í kvótamálum og ekki síst í Evrópumálum. Þegar allt virtist komið í óefni varðandi forustuskiptin í flokknum er hann enn kallaður til og fyrir vikið nær flokkurinn að bjarga sínum málum í horn. Orðræða og stíll Jóns fellur í kramið hjá framsóknarmönnum og þeir vita sem er að það er síður en svo sjálfgefið að menn standi upp úr huggulegum seðlabankastjórastól til að gera skyldu sína fyrir flokkinn. Jón á eftir að njóta þess í formannskjörinu. Raunar verður að teljast frekar ósennilegt að fleiri framboð til formanns komi fram jafnvel þó að hann telji sjálfur að svo muni verða. Athygli manna og spenningur mun nú beinast að varaformannskosningu ekki að næsta formanni heldur þeim þarnæsta. Á sama tíma mun hins vegar færast ákveðin festa yfir forustumálin hjá Framsókn, festa sem mun skila sér inn í stórnarsamstarfið og stuðla að því að ríkisstjórnin á auðveldara með að útskýra og selja hugmyndina að allt sé betra en verðbólgan. Það er engin spurning að fyrirbærið kosningavetur er mikilvæg breyta þegar bæði hagfræði og stórnmál á Íslandi eru annars vegar. Yfirleitt myndi þessi breyta stuðla að örlæti og eftirgjöf í ríkisfjármálum, þenslu og verðbólgnum kosningaloforðum. Yfirlýsingar vikunnar, frá ríkisstjórninni annars vegar og frá Jóni Sigurðssyni hins vegar gætu unnið gegn slíku. Það á aftur á móti eftir að koma í ljós hvernig stjórninni gengur að standa við stóru orðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Guðmundsson Skoðanir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun
Tvær athyglisverðar pólitískar yfirlýsingar komu fram í þessari viku. Báðar gefa fyrirheit um að pólitíkin á komandi kosningavetri verði lágstemmdari og yfirvegaðri en búast hefi mátt við. Fyrri yfirlýsingin er tilkynning ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að slá á þenslu og sú seinni er að Jón Sigurðssn iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur gefið það út að hann muni gefa kost á sér til formennsku í Framsóknarfloknum á flokksþinginu í ágúst. Fyrri yfirlýsingin, þessi um að slá á þensluna, er nokkuð djarfmannleg frá ríkisstjórn sem er að sigla inn í kosningavetur. Eflaust hafa margir átt von á því að ríkisstjórnarflokkarnir myndu reyna að koma sér undan því að taka erfiðar og óvinsælar ákvarðanir varðandi ríkisútgjöld, opinberar framkvæmdir og séstaklega varðandi íbúðalánasjóð. Lendingin með aðilum vinnumarkaðarins hafði tekist mjög vel. Tilkynningin um aðhald í útlánum til húsnæðislána og frestun framkæmda er um margt eðlilegt framhald af samningum á vinnumarkaði þó vissulega megi alltaf deila um hvernig að þessum aðhaldsaðgerðum verður staðið. Í gegnum tíðina hafa pólitísk slagorð stjórnmálaflokka og hagsmunasamtaka verið ólík. Í dag er höfuðslagorð allra stjórnmálaflokka og hagsmunaaðila í þjóðfélaginu það sama: Allt er betra en verðbólga. Undir þessu slagorði voru gerðir samningar á vinnumarkaði og undir þessu slagorði gaf ríkisstjórnin út yfirlýsinguna gegn þenslunni. Það er hins vegar ekki óeðlilegt þótt menn spyrji hversu mikil alvara sé þarna að baki. Þegar ráðherrar hafa verið spurðir nánar út í þær framkvæmdir sem á að fresta, verða svörin loðin. Þetta mun ekki hafa áhrif á stóriðjuna, ekki nýja spítalann, ekki Héðinsfjarðargöng og ekki Sundabraut. Sama er að segja um sveitarstjórnarmenn, sem eiga samkvæmt tilkynningunni að taka upp viðræður við ríkið um frestun framkvæmda. Þar er allt á huldu. Ljóst er hins vegar að samdátturinn í útlánum Íbúðalánasjóðs mun slá verulega á uppsveifluna á fasteignamarkaði og búast má við að pólitískt óþægileg staða kunni að verða komin upp í þeim efnum þegar líður á næsta vetur. Frestun framkvæmda mun án nokkurs vafa líka kalla á harða gagnrýni á ríkisstjórnina, og því mun þurfa mikla stefnufestu ef ríkisstjórnin ætlar ekki að berast af þessari leið sinni. Það er því afar freistandi að efast og fólk mun ugglaust efast um að yfirlýsingin gegn þenslunni sé orðmörg en verði efnislítil þegar til kastanna kemur. Reynslan verður að skera úr um hvernig það verkast á endanum. Hitt er brýnt að hafa í huga, að hvernig svo sem aðgerðirnar eru útfærðar og hvernig sem til tekst á endanum, þá feslt í þessari tilkynningu ákveðin yfirlýsing af hálfu ríkisstjórnarinnar um almenna pólitíska stefnu á komandi kosningavetri. Sú stefna mun finna sér farveg undi yfirskriftinni að allt er betra en verðbólga, en ekki undir formerkjum framkvæmdauppboða í aðdraganda kosninga þar sem allt er gert fyrir alla. Hin yfirlýsingin, frá Jóni Sigurðssyni, vekur athygli fyrir það að hún kemur fram svo skömmu eftir að hann var kallaður inn í ríkisstjórnina. Jón er margreyndur mannasættir í Framsókn og hefur reynst flokknum mjög dýrmætur bæði í kvótamálum og ekki síst í Evrópumálum. Þegar allt virtist komið í óefni varðandi forustuskiptin í flokknum er hann enn kallaður til og fyrir vikið nær flokkurinn að bjarga sínum málum í horn. Orðræða og stíll Jóns fellur í kramið hjá framsóknarmönnum og þeir vita sem er að það er síður en svo sjálfgefið að menn standi upp úr huggulegum seðlabankastjórastól til að gera skyldu sína fyrir flokkinn. Jón á eftir að njóta þess í formannskjörinu. Raunar verður að teljast frekar ósennilegt að fleiri framboð til formanns komi fram jafnvel þó að hann telji sjálfur að svo muni verða. Athygli manna og spenningur mun nú beinast að varaformannskosningu ekki að næsta formanni heldur þeim þarnæsta. Á sama tíma mun hins vegar færast ákveðin festa yfir forustumálin hjá Framsókn, festa sem mun skila sér inn í stórnarsamstarfið og stuðla að því að ríkisstjórnin á auðveldara með að útskýra og selja hugmyndina að allt sé betra en verðbólgan. Það er engin spurning að fyrirbærið kosningavetur er mikilvæg breyta þegar bæði hagfræði og stórnmál á Íslandi eru annars vegar. Yfirleitt myndi þessi breyta stuðla að örlæti og eftirgjöf í ríkisfjármálum, þenslu og verðbólgnum kosningaloforðum. Yfirlýsingar vikunnar, frá ríkisstjórninni annars vegar og frá Jóni Sigurðssyni hins vegar gætu unnið gegn slíku. Það á aftur á móti eftir að koma í ljós hvernig stjórninni gengur að standa við stóru orðin.