Viðskipti innlent

Hagnaður Nýherja jókst um 3.500%

Nýherji reið á vaðið, eins og endranær, og birti fyrst allra félaga í Kauphöll níu mánaða uppgjör. Félagið skilaði 238 milljóna króna hagnaði á tímabilinu, þar af 154 milljónum á þriðja ársfjórðungi. Aukning á milli ára nemur 360 prósentum en jókst hvorki meira né minna en um 3.500 prósent þegar einungis er horft á þriðja ársfjórðung.

Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, segir að fjárfestingar félagins á liðnum árum séu farnar að skila sér af fullum þunga. Bæði ráðgjafar- og hugbúnaðarþjónusta eru að koma vel út og vel gangi hjá bæði AppliCon á Íslandi og í Danmörku. Hann bætir við að mikill vöxtur hafi verið í sölu á IP-símkerfum sem skili útrásarfélögunum aukinni hagkvæmni.

Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að það hafi tekjufært sextíu milljónir króna eftir að niðurstaða fékk í ágreiningsmáli við viðskiptavin um uppgjör á þjónustu.

Rekstrarhagnaður Nýherja fyrir afskriftir (EBITDA) var 509 milljónir króna fyrir árið í heild eða 8,6 prósent af veltu samanborið við 130 milljónir króna í fyrra og 3,1 prósent af veltu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×