Vika í lífi blaðs 6. júlí 2006 12:03 Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins 25. júní 2006 virðist hafa vakið minni athygli en vert væri. Bréfið fjallar um vont andrúmsloft heiftar og haturs á vettvangi stjórnmálanna og í viðskiptalífinu. Þar segir orðrétt: nú orðið eru svo gífurlegir hagsmunir í húfi, þar á meðal fjárhagslegir, að engu er líkara en menn svífist einskis til þess að tryggja ákveðna hagsmuni. Stjórnmál og viðskiptalíf blandast saman með ýmsum hætti í þessu vonda andrúmslofti og það er hættuleg blanda. Ekki má á milli sjá á hvorum vígstöðvunum ástandið er verra. Vopnin sem notuð eru í þessari baráttu eru illt umtal. ... Hér eru menn ekki drepnir í bókstaflegri merkingu eins og tíðkazt hefur í Rússlandi. ... Hér ... sjást merki um tilhneigingu til sömu vinnubragða og aðferða. Og það athyglisverða er að meðan unnið er að því með markvissum hætti að skapa andrúmsloft dauðans í kringum einhvern einstakling sitja aðrir hjá ... við búum að sumu leyti í verra samfélagi en við höfum nokkru sinni gert í okkar samtíma ... nú þegar eru þau vinnubrögð stunduð í okkar samfélagi, að menn leita hefnda ef þeir telja að um of hafi verið að sér vegið. ... Svona vinna mafíusamfélög ... Hatursfullar hefndaraðgerðir hitta þá að lokum fyrir, sem fyrir þeim standa. Tilvitnun lýkur. Tveim dögum síðar birti Morgunblaðið forustugrein og sakaði þar látinn mann um lygar. Tveim dögum eftir það birtist ný forustugrein: Upprifjun á gömlum deilum getur tæpast orðið til góðs. Líklegra er til árangurs að strika yfir það sem liðið er og byrja upp á nýtt. ... Í sögu Morgunblaðsins fyrr og nú eru nokkur sláandi dæmi um það að harkalegar deilur á milli blaðsins og tiltekinna einstaklinga hafa snúizt upp í sterka og stundum mjög djúpa vináttu á milli forráðamanna blaðsins og þeirra, sem deilt var við. Þrem dögum síðar birtist nýtt Reykjavíkurbréf, þar sem hert er á friðarboðskapnum: sláum striki yfir það, sem liðið er, segir Mogginn núna. Þetta var einnig sagt við Níkita Krústsjov 1956. Stöldrum við. Lýsing Morgunblaðsins á andrúmslofti dauðans hljómar eins og lýsing á skipulegum lögbrotum. Svo virðist sem höfundur Reykjavíkurbréfs geri sér ekki fulla grein fyrir eða hafi ekki áhyggjur af lagahlið málsins. Nú þegar hefur fallið dómur í máli, þar sem íslenzkur maður var dæmdur til fjallhárrar fjársektar fyrir að skaða viðskiptahagsmuni annars manns erlendis með ítrekuðum rógi og illmælgi af því tagi, sem Morgunblaðið hefur nú skorið upp herör gegn. Hvað gerðist? Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins keypti húsið af hinum dæmda til að skjóta því undan hamrinum og lýsti með því móti ábyrgð eða að minnsta kosti velþóknun á verknaðinum. Þetta er upprifjunarvert meðal annars vegna þess, að framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og ritstjóri Morgunblaðsins eru í hópi þeirra, sem kaupmennirnir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson hafa sakað opinberlega um samantekin ráð og róg gegn sér og fyrirtæki sínu, Baugi. Þeir og aðrir, sem hafa orðið fyrir barðinu á þeim skipulega rógi, sem Morgunblaðið lýsir úr návígi, geta með líku lagi höfðað mál gegn meintum rógberum og væntanlega einnig fengið þá dæmda til þungra refsinga. Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins gæti þurft að huga að frekari húsakaupum. Rógberarnir, sem Morgunblaðið hefur nú berrassað, virðast ekki hafa áttað sig til fulls á heimsvæðingu laga og réttar undangengin ár. Heimurinn hefur breytzt. Lög ná nú orðið yfir landamæri. Íslenzk meiðyrðalöggjöf er að vísu bitlaus, en rógberum er lítið hald í því lengur, þar eð erlend löggjöf bítur og nær nú hingað heim. Fórnarlömbum rógs dugir að geta fært á það sönnur í erlendum réttarsal, að viðskiptahagsmunir þeirra hafi skaðazt af illmælgi hér heima. Vonir Morgunblaðsins og margra annarra hljóta að standa til þess, að þeir, sem hafa unnið að því með markvissum hætti að skapa andrúmsloft dauðans í kringum annað fólk, verði dregnir fyrir rétt og látnir svara til saka. Við þetta er því að bæta, að Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs og nú varaformaður stjórnar Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, hefur nýlega gengið til samstarfs við Jón Ásgeir Jóhannesson í FL Group. Þess er kannski ekki langt að bíða, að þeir Kristinn og Jón Ásgeir freisti þess að leiða þá einnig saman hesta sína í Árvakri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorvaldur Gylfason Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins 25. júní 2006 virðist hafa vakið minni athygli en vert væri. Bréfið fjallar um vont andrúmsloft heiftar og haturs á vettvangi stjórnmálanna og í viðskiptalífinu. Þar segir orðrétt: nú orðið eru svo gífurlegir hagsmunir í húfi, þar á meðal fjárhagslegir, að engu er líkara en menn svífist einskis til þess að tryggja ákveðna hagsmuni. Stjórnmál og viðskiptalíf blandast saman með ýmsum hætti í þessu vonda andrúmslofti og það er hættuleg blanda. Ekki má á milli sjá á hvorum vígstöðvunum ástandið er verra. Vopnin sem notuð eru í þessari baráttu eru illt umtal. ... Hér eru menn ekki drepnir í bókstaflegri merkingu eins og tíðkazt hefur í Rússlandi. ... Hér ... sjást merki um tilhneigingu til sömu vinnubragða og aðferða. Og það athyglisverða er að meðan unnið er að því með markvissum hætti að skapa andrúmsloft dauðans í kringum einhvern einstakling sitja aðrir hjá ... við búum að sumu leyti í verra samfélagi en við höfum nokkru sinni gert í okkar samtíma ... nú þegar eru þau vinnubrögð stunduð í okkar samfélagi, að menn leita hefnda ef þeir telja að um of hafi verið að sér vegið. ... Svona vinna mafíusamfélög ... Hatursfullar hefndaraðgerðir hitta þá að lokum fyrir, sem fyrir þeim standa. Tilvitnun lýkur. Tveim dögum síðar birti Morgunblaðið forustugrein og sakaði þar látinn mann um lygar. Tveim dögum eftir það birtist ný forustugrein: Upprifjun á gömlum deilum getur tæpast orðið til góðs. Líklegra er til árangurs að strika yfir það sem liðið er og byrja upp á nýtt. ... Í sögu Morgunblaðsins fyrr og nú eru nokkur sláandi dæmi um það að harkalegar deilur á milli blaðsins og tiltekinna einstaklinga hafa snúizt upp í sterka og stundum mjög djúpa vináttu á milli forráðamanna blaðsins og þeirra, sem deilt var við. Þrem dögum síðar birtist nýtt Reykjavíkurbréf, þar sem hert er á friðarboðskapnum: sláum striki yfir það, sem liðið er, segir Mogginn núna. Þetta var einnig sagt við Níkita Krústsjov 1956. Stöldrum við. Lýsing Morgunblaðsins á andrúmslofti dauðans hljómar eins og lýsing á skipulegum lögbrotum. Svo virðist sem höfundur Reykjavíkurbréfs geri sér ekki fulla grein fyrir eða hafi ekki áhyggjur af lagahlið málsins. Nú þegar hefur fallið dómur í máli, þar sem íslenzkur maður var dæmdur til fjallhárrar fjársektar fyrir að skaða viðskiptahagsmuni annars manns erlendis með ítrekuðum rógi og illmælgi af því tagi, sem Morgunblaðið hefur nú skorið upp herör gegn. Hvað gerðist? Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins keypti húsið af hinum dæmda til að skjóta því undan hamrinum og lýsti með því móti ábyrgð eða að minnsta kosti velþóknun á verknaðinum. Þetta er upprifjunarvert meðal annars vegna þess, að framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og ritstjóri Morgunblaðsins eru í hópi þeirra, sem kaupmennirnir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson hafa sakað opinberlega um samantekin ráð og róg gegn sér og fyrirtæki sínu, Baugi. Þeir og aðrir, sem hafa orðið fyrir barðinu á þeim skipulega rógi, sem Morgunblaðið lýsir úr návígi, geta með líku lagi höfðað mál gegn meintum rógberum og væntanlega einnig fengið þá dæmda til þungra refsinga. Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins gæti þurft að huga að frekari húsakaupum. Rógberarnir, sem Morgunblaðið hefur nú berrassað, virðast ekki hafa áttað sig til fulls á heimsvæðingu laga og réttar undangengin ár. Heimurinn hefur breytzt. Lög ná nú orðið yfir landamæri. Íslenzk meiðyrðalöggjöf er að vísu bitlaus, en rógberum er lítið hald í því lengur, þar eð erlend löggjöf bítur og nær nú hingað heim. Fórnarlömbum rógs dugir að geta fært á það sönnur í erlendum réttarsal, að viðskiptahagsmunir þeirra hafi skaðazt af illmælgi hér heima. Vonir Morgunblaðsins og margra annarra hljóta að standa til þess, að þeir, sem hafa unnið að því með markvissum hætti að skapa andrúmsloft dauðans í kringum annað fólk, verði dregnir fyrir rétt og látnir svara til saka. Við þetta er því að bæta, að Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs og nú varaformaður stjórnar Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, hefur nýlega gengið til samstarfs við Jón Ásgeir Jóhannesson í FL Group. Þess er kannski ekki langt að bíða, að þeir Kristinn og Jón Ásgeir freisti þess að leiða þá einnig saman hesta sína í Árvakri.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun