Að missa af flugvél 10. júlí 2006 00:01 Skiptar skoðanir eru um síðustu stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Hún var í efri mörkum þess sem spáð hafði verið. Í kjölfarið hafa vaknað upp spurningar hvort Seðlabankinn sé hugsanlega að ganga of langt og muni valda óþarfa sársauka í hagkerfinu með aðgerðum sínum. Með öðrum orðum að lækningin verði á endanum verri en sjúkdómurinn. Reynslan á eftir að leiða slíkt í ljós. Í síðustu uppsveiflu er nokkuð ljóst að Seðlabankinn hefði þurft að auka aðhaldið meira og fyrr. Sú aðferð sem notuð er til að hafa hemil á þenslunni er ónákvæm og litlar líkur á að nokkur vaxtabreyting sé hárrétt. Þetta er hins vegar það stjórntæki sem Seðlabankinn hefur yfir að ráða og ekki völ á öðru betra. Þrástagast hefur verið á þeirri staðreynd að Seðlabankinn hefur ekki fengið mikla hjálp á þessari vakt. Hann hefur borið hitann og þungan af þenslunni í efnahagslífinu og þeir sem áttu að slökkva með honum eldana hafa verið iðnir við að henda lurkum á bálið. Ákvörðun Seðlabankans er ekki og verður aldrei hafin yfir gagnrýni. Hins vegar er nauðsynlegt að menn geri sér grein fyrir því að bankinn stendur frammi fyrir afar vandasömu verki og vill hafa vaðið fyrir neðan sig. Á fundi sem Seðlabankinn hélt fyrir tveimur árum ræddi Andrew Crocket fyrrverandi bankastjóri Alþjóðagreiðslubankans í Basel um þann vanda sem fylgir stjórn peningamála. Hafi maður aldrei misst af flugvél er hægt að draga þá ályktun að maður eyði of miklum tíma á flugvöllum. Af tvennu illu er betra þegar til lengri tíma er horft að missa af flugvél, en eyða of miklum tíma á flugvöllum. Verðbólguhorfur hafa versnað og Seðlabankinn þarf að styrkja trúverðugleika sinn sem er forsenda þess að verðbólguvæntingar fari niður. Bankinn hefur boðað að staðan verði skoðuð í ágúst og grannt fylgst með þeim teiknum sem gefa vísbendingar um hvert beri að stefna. Í upphafi vaxtahækkana glímdi Seðlabankinn við þann vanda að miðlun peningstefnunnar inn í hagkerfið var hæg. Skuldarar sem höfðu tök á flýðu innlenda vexti og tóku erlend lán. Nú ríkir meiri óvissa á mörkuðum og trú manna á gengi krónunnar er minni, auk þess sem vextir í nágrannalöndunum fara hækkandi. Það eykur líkurnar á að stýrivaxtahækkanir virki hraðar í efnahagslífinu og togi upp langtímavexti. Peningar eru orðnir óheyrilega dýrir og skuldabyrði reynist mörgum einstaklingum og smærri fyrirtækjum erfið. Mikilvægt er að Seðlabankinn ígrundi vel hvert skref á næstunni. Hann hefur staðið vaktina einn og hefur margt sér til varnar þegar hann er gagnrýndur. Ef illa fer er ágætt að hafa í huga að ábyrgðarleysis er annar staðar að leyta en í ranni Seðlabankans. kvót: Hafi maður aldrei misst af flugbvél er hægt að draga þá ályktun að maður eyði of miklum tíma á flugvöllum. Af tvennu illu er betra þegar til lengri tíma er horft að missa af flugvél, en eyða of miklum tíma á flugvöllum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Skoðanir Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ofhugsanir: orsök & afleiðing Sara Pálsdóttir Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun
Skiptar skoðanir eru um síðustu stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Hún var í efri mörkum þess sem spáð hafði verið. Í kjölfarið hafa vaknað upp spurningar hvort Seðlabankinn sé hugsanlega að ganga of langt og muni valda óþarfa sársauka í hagkerfinu með aðgerðum sínum. Með öðrum orðum að lækningin verði á endanum verri en sjúkdómurinn. Reynslan á eftir að leiða slíkt í ljós. Í síðustu uppsveiflu er nokkuð ljóst að Seðlabankinn hefði þurft að auka aðhaldið meira og fyrr. Sú aðferð sem notuð er til að hafa hemil á þenslunni er ónákvæm og litlar líkur á að nokkur vaxtabreyting sé hárrétt. Þetta er hins vegar það stjórntæki sem Seðlabankinn hefur yfir að ráða og ekki völ á öðru betra. Þrástagast hefur verið á þeirri staðreynd að Seðlabankinn hefur ekki fengið mikla hjálp á þessari vakt. Hann hefur borið hitann og þungan af þenslunni í efnahagslífinu og þeir sem áttu að slökkva með honum eldana hafa verið iðnir við að henda lurkum á bálið. Ákvörðun Seðlabankans er ekki og verður aldrei hafin yfir gagnrýni. Hins vegar er nauðsynlegt að menn geri sér grein fyrir því að bankinn stendur frammi fyrir afar vandasömu verki og vill hafa vaðið fyrir neðan sig. Á fundi sem Seðlabankinn hélt fyrir tveimur árum ræddi Andrew Crocket fyrrverandi bankastjóri Alþjóðagreiðslubankans í Basel um þann vanda sem fylgir stjórn peningamála. Hafi maður aldrei misst af flugvél er hægt að draga þá ályktun að maður eyði of miklum tíma á flugvöllum. Af tvennu illu er betra þegar til lengri tíma er horft að missa af flugvél, en eyða of miklum tíma á flugvöllum. Verðbólguhorfur hafa versnað og Seðlabankinn þarf að styrkja trúverðugleika sinn sem er forsenda þess að verðbólguvæntingar fari niður. Bankinn hefur boðað að staðan verði skoðuð í ágúst og grannt fylgst með þeim teiknum sem gefa vísbendingar um hvert beri að stefna. Í upphafi vaxtahækkana glímdi Seðlabankinn við þann vanda að miðlun peningstefnunnar inn í hagkerfið var hæg. Skuldarar sem höfðu tök á flýðu innlenda vexti og tóku erlend lán. Nú ríkir meiri óvissa á mörkuðum og trú manna á gengi krónunnar er minni, auk þess sem vextir í nágrannalöndunum fara hækkandi. Það eykur líkurnar á að stýrivaxtahækkanir virki hraðar í efnahagslífinu og togi upp langtímavexti. Peningar eru orðnir óheyrilega dýrir og skuldabyrði reynist mörgum einstaklingum og smærri fyrirtækjum erfið. Mikilvægt er að Seðlabankinn ígrundi vel hvert skref á næstunni. Hann hefur staðið vaktina einn og hefur margt sér til varnar þegar hann er gagnrýndur. Ef illa fer er ágætt að hafa í huga að ábyrgðarleysis er annar staðar að leyta en í ranni Seðlabankans. kvót: Hafi maður aldrei misst af flugbvél er hægt að draga þá ályktun að maður eyði of miklum tíma á flugvöllum. Af tvennu illu er betra þegar til lengri tíma er horft að missa af flugvél, en eyða of miklum tíma á flugvöllum.