Níu af tíu smygltilraunum takast 11. júlí 2006 11:07 Samkvæmt áætlun yfirvalda má gera ráð fyrir að lögreglan nái að jafnaði að klófesta um það bil einn tíunda af þeim fíkniefnum sem er reynt að smygla til landsins. Hin níutíu prósentin komast sem sagt óhindrað inn í landið þar sem þeirra er neytt. Þetta er ekki uppörvandi tölfræði. Sérstaklega ekki þegar fréttir berast af því að erlendir eiturlyfjasalar eru farnir að teygja hingað anga sína með tilheyrandi hættu á auknu framboði fíkniefna, enda harðsnúnari og stórtækari ef eitthvað er en íslenskir kollegar þeirra. Þannig stöðvaði tollgæslan í síðustu viku til dæmis tilraun tveggja Litháa til að smygla til landsins tólf kílóum af amfetamíni, sem falin voru í bíl um borð í Norrænu, og er það með mesta magni sem hefur náðst hér í einu lagi. Slíkt magn og tilhugsunin um öll þau kíló af dópi sem sleppa fram hjá laganna vörðum, leiðir ósjálfrátt hugann að því hvort núverandi baráttuaðferðir gegn eiturlyfjaneyslu séu ekki heldur gagnslitlar? Það er erfitt að ætla annað en að áherslan á sölumenn og innflytjendur eiturlyfja sé of veigamikil, því víst er að aldrei verður hægt að loka landinu fyrir smygli. Staðreyndin er sú að hið gamla lögmál um framboð og eftirspurn á jafnt við á þessum markaði eins og öðrum. Staðreyndin er sú að hið gamla lögmál um framboð og eftirspurn á jafnt við á þessum markaði eins og öðrum. Á meðan eftirspurnin er mikil eftir eiturlyfjum verður framboðið af þeim nóg. Og hvatinn fyrir þá sem vilja auðgast á óheiðarlegan hátt er nægur því eiturlyfjamarkaðurinn veltir gríðarlegum fjármunum. Til að setja þær tölur í samhengi er talið að verslun með ólögleg fíkniefni sé á heimsvísu meira virði en samanlögð heimsviðskipti með olíu. Ef litið er yfir sögu Vesturlanda í baráttunni gegn fíkniefnum undanfarna áratugi sést að að ávinningurinn er skelfilega lítill. Neyslan minnkar ekki, sama hversu mörg kíló yfirvöld gera upptæk og hversu marga eiturlyfjasala þau fangelsa. Án þess að gera lítið úr starfi fíkniefnalögreglunnar, þá virðist það þjóna litlum tilgangi að setja meiri fé til löggæslunnar. Miklu nær er að beina auknum kröftum og fjármunum í þá átt að ná fram viðhorfsbreytingu gagnvart eðli fíkniefnaneyslunnar í þjóðfélaginu. Það er sjaldnast eiturlyfjasölunum að kenna að einhver verður háður efnunum, enda fær stór hluti af verst settu sprautufíklum landsins til dæmis ekki skammtinn sinn hjá þeim heldur í næsta apóteki með lyfseðli úr hinu opinbera heilbrigðiskerfi. Það er lítil von að nokkur árangur náist gegn fíkniefnaneyslu fyrr en almenn sátt er um að neyslan sé á ábyrgð einstaklingsins og hann sjálfur ákveði hvort hann vilji einhvern tíma byrja þá mögulegu heljarferð að neyta efnanna eða halda sig fjarri þeim. Það stendur hins vegar upp á samfélagið, skóla og aðrar opinberar stofnanir að aðstoða fjölskyldur landsins við að hamra sífellt á því hversu hættuleg misnotkun fíkniefna er, sama hvaða nöfnum þau nefnast. Sú vinna þarf að verða mun markvissari og beinskeyttari en hún er í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun
Samkvæmt áætlun yfirvalda má gera ráð fyrir að lögreglan nái að jafnaði að klófesta um það bil einn tíunda af þeim fíkniefnum sem er reynt að smygla til landsins. Hin níutíu prósentin komast sem sagt óhindrað inn í landið þar sem þeirra er neytt. Þetta er ekki uppörvandi tölfræði. Sérstaklega ekki þegar fréttir berast af því að erlendir eiturlyfjasalar eru farnir að teygja hingað anga sína með tilheyrandi hættu á auknu framboði fíkniefna, enda harðsnúnari og stórtækari ef eitthvað er en íslenskir kollegar þeirra. Þannig stöðvaði tollgæslan í síðustu viku til dæmis tilraun tveggja Litháa til að smygla til landsins tólf kílóum af amfetamíni, sem falin voru í bíl um borð í Norrænu, og er það með mesta magni sem hefur náðst hér í einu lagi. Slíkt magn og tilhugsunin um öll þau kíló af dópi sem sleppa fram hjá laganna vörðum, leiðir ósjálfrátt hugann að því hvort núverandi baráttuaðferðir gegn eiturlyfjaneyslu séu ekki heldur gagnslitlar? Það er erfitt að ætla annað en að áherslan á sölumenn og innflytjendur eiturlyfja sé of veigamikil, því víst er að aldrei verður hægt að loka landinu fyrir smygli. Staðreyndin er sú að hið gamla lögmál um framboð og eftirspurn á jafnt við á þessum markaði eins og öðrum. Staðreyndin er sú að hið gamla lögmál um framboð og eftirspurn á jafnt við á þessum markaði eins og öðrum. Á meðan eftirspurnin er mikil eftir eiturlyfjum verður framboðið af þeim nóg. Og hvatinn fyrir þá sem vilja auðgast á óheiðarlegan hátt er nægur því eiturlyfjamarkaðurinn veltir gríðarlegum fjármunum. Til að setja þær tölur í samhengi er talið að verslun með ólögleg fíkniefni sé á heimsvísu meira virði en samanlögð heimsviðskipti með olíu. Ef litið er yfir sögu Vesturlanda í baráttunni gegn fíkniefnum undanfarna áratugi sést að að ávinningurinn er skelfilega lítill. Neyslan minnkar ekki, sama hversu mörg kíló yfirvöld gera upptæk og hversu marga eiturlyfjasala þau fangelsa. Án þess að gera lítið úr starfi fíkniefnalögreglunnar, þá virðist það þjóna litlum tilgangi að setja meiri fé til löggæslunnar. Miklu nær er að beina auknum kröftum og fjármunum í þá átt að ná fram viðhorfsbreytingu gagnvart eðli fíkniefnaneyslunnar í þjóðfélaginu. Það er sjaldnast eiturlyfjasölunum að kenna að einhver verður háður efnunum, enda fær stór hluti af verst settu sprautufíklum landsins til dæmis ekki skammtinn sinn hjá þeim heldur í næsta apóteki með lyfseðli úr hinu opinbera heilbrigðiskerfi. Það er lítil von að nokkur árangur náist gegn fíkniefnaneyslu fyrr en almenn sátt er um að neyslan sé á ábyrgð einstaklingsins og hann sjálfur ákveði hvort hann vilji einhvern tíma byrja þá mögulegu heljarferð að neyta efnanna eða halda sig fjarri þeim. Það stendur hins vegar upp á samfélagið, skóla og aðrar opinberar stofnanir að aðstoða fjölskyldur landsins við að hamra sífellt á því hversu hættuleg misnotkun fíkniefna er, sama hvaða nöfnum þau nefnast. Sú vinna þarf að verða mun markvissari og beinskeyttari en hún er í dag.
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun