Forseti hægri manna? 14. júlí 2006 00:01 Hafa íslenskir hægri menn verið of fjandsamlegir Ólafi Ragnari Grímssyni forseta? Þeir ættu ef til vill frekar að fagna því, hversu miklu betri maður hann virðist vera orðinn hin síðari misseri. Munnsöfnuður Ólafs hefur til dæmis batnað stórlega. Sú var tíð, að hann var ungur framsóknarmaður og skrifaði í Tímann (11. janúar 1968) um þáverandi forsætisráðherra, Bjarna Benediktsson, að hann væri valdasjúkur Tumi þumall. Eftir að Ólafur var orðinn Alþýðubandalagsmaður, sagði hann á þingi 13. febrúar 1992 um annan forsætisráðherra, Davíð Oddsson, að í honum væri skítlegt eðli. Nú er Ólafur hinn blíðmálasti og fæst aðallega við að festa krossa á brjóst rosknu fólki, sem leyst hefur skyldustörf sín af hendi áfallalaust alla ævi. Sú var og tíð, að Ólafur deildi harkalega á fyrirtæki og fésýslumenn, eins og vinstri mönnum er títt. Þegar Flugleiðir stóðu höllum fæti í árslok 1980, gerði hann margar árásir á það fyrirtæki og reyndi að stuðla að því, að það yrði þjóðnýtt, þótt hann hefði ekki erindi sem erfiði. Þegar Hafskip lenti í erfiðleikum haustið 1985, stóð Ólafur fremstur í fjandaflokki þess og átti áreiðanlega ekki minnstan þátt í gjaldþroti þess. Nú mærir Ólafur hins vegar íslenskt atvinnulíf alls staðar, þar sem hann fær því við komið, og þreytist ekki á að bjóða til sín kaupsýslumönnum. Sú var enn tíð, að Ólafur kvaðst ekki vera kristinn. Í þættinum Þriðja manninum, sem fluttur var í útvarpi 15. október 1995, spurði Ingólfur Margeirsson Ólaf, hvort hann væri eins sannfærður um það og áður, að Guð væri ekki til. Ólafur svaraði: Já, ég er það nú eiginlega. Þá spurði hinn umsjónarmaður þáttarins, Árni Þórarinsson, á hvað hann tryði. Ólafur svaraði: Ég veit það eiginlega ekki. Ég held, að þrátt fyrir allt trúi ég svona einna helst á manninn. Gárungarnir voru ekki lengi að geta sér til um, á hvaða mann Ólafur tryði. Hálfu ári seinna, 10. júní 1996, eftir að Ólafur var kominn í forsetaframboð, sagði hann á Stöð tvö: Auðvitað er ég kristinn maður eins og þorri þjóðarinnar og hef verið í þjóðkirkjunni, skírður og fermdur og trúi á þann Guð, sem að sérstaklega amma mín kenndi mér að trúa á. Er ekki ánægjulegt, að Ólafur skyldi hafa séð ljósið á aðeins sex mánuðum? Auðvitað dettur engum í hug, að hann hafi gerst kristinn, af því að það hafi hentað í forsetakjöri. Hann hlýtur að hafa orðið fyrir trúarlegri reynslu, eins og til dæmis Bush yngri, núverandi Bandaríkjaforseti. Þetta leiðir hugann að öðru. Þegar Símon Peres, þáverandi utanríkisráðherra Ísraels, kom til Íslands í ágústlok 1993, neitaði Ólafur að sitja kvöldverðarboð, sem þáverandi forsætisráðherra hélt honum, þar eð Peres væri fulltrúi hryðjuverkaríkis. Ólafur sat þá í utanríkisnefnd Alþingis. Það var því ánægjulegt að sjá Ólaf bjóða Bush eldra, föður núverandi Bandaríkjaforseta, heim til sín á dögunum. Margt hefur breyst, frá því að Bush eldri heimsótti Ísland sumarið 1983, þegar hann var varaforseti. Þá mótmælti Ólafur komu hans á útifundi á Lækjartorgi og skrifaði í Þjóðviljann 7. júlí: Gesturinn Bush var nefnilega um áraraðir æðsti-prestur alls hins versta í stjórnmálum veraldarinnar. Hann stjórnaði frá degi til dags háþróaðasta kerfi njósna, spillingar, valdaráns og morðsveita sem fundið hefur verið upp í veröldinni. Nú býður Ólafur ekki aðeins Bush eldra í veislu, heldur heldur hann til Washington í samkvæmi, sem Bush yngri heldur til stuðnings Olympíuleikum fatlaðra. Getur það betra verið? Íslenskum vinstri mönnum verður hins vegar eflaust hugsað til hinnar spámannlegu skáldsögu Georges Orwells, Dýrabæs, þar sem dýrin tóku völdin af mönnum, en svínin síðan völdin af hinum dýrunum. Sögunni lýkur, þegar hin dýrin standa úti og horfa inn um gluggann á svínin sitja veislu með mönnunum, arðræningjunum, og þau þekkja ekki lengur í sundur svín og menn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Skoðanir Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun
Hafa íslenskir hægri menn verið of fjandsamlegir Ólafi Ragnari Grímssyni forseta? Þeir ættu ef til vill frekar að fagna því, hversu miklu betri maður hann virðist vera orðinn hin síðari misseri. Munnsöfnuður Ólafs hefur til dæmis batnað stórlega. Sú var tíð, að hann var ungur framsóknarmaður og skrifaði í Tímann (11. janúar 1968) um þáverandi forsætisráðherra, Bjarna Benediktsson, að hann væri valdasjúkur Tumi þumall. Eftir að Ólafur var orðinn Alþýðubandalagsmaður, sagði hann á þingi 13. febrúar 1992 um annan forsætisráðherra, Davíð Oddsson, að í honum væri skítlegt eðli. Nú er Ólafur hinn blíðmálasti og fæst aðallega við að festa krossa á brjóst rosknu fólki, sem leyst hefur skyldustörf sín af hendi áfallalaust alla ævi. Sú var og tíð, að Ólafur deildi harkalega á fyrirtæki og fésýslumenn, eins og vinstri mönnum er títt. Þegar Flugleiðir stóðu höllum fæti í árslok 1980, gerði hann margar árásir á það fyrirtæki og reyndi að stuðla að því, að það yrði þjóðnýtt, þótt hann hefði ekki erindi sem erfiði. Þegar Hafskip lenti í erfiðleikum haustið 1985, stóð Ólafur fremstur í fjandaflokki þess og átti áreiðanlega ekki minnstan þátt í gjaldþroti þess. Nú mærir Ólafur hins vegar íslenskt atvinnulíf alls staðar, þar sem hann fær því við komið, og þreytist ekki á að bjóða til sín kaupsýslumönnum. Sú var enn tíð, að Ólafur kvaðst ekki vera kristinn. Í þættinum Þriðja manninum, sem fluttur var í útvarpi 15. október 1995, spurði Ingólfur Margeirsson Ólaf, hvort hann væri eins sannfærður um það og áður, að Guð væri ekki til. Ólafur svaraði: Já, ég er það nú eiginlega. Þá spurði hinn umsjónarmaður þáttarins, Árni Þórarinsson, á hvað hann tryði. Ólafur svaraði: Ég veit það eiginlega ekki. Ég held, að þrátt fyrir allt trúi ég svona einna helst á manninn. Gárungarnir voru ekki lengi að geta sér til um, á hvaða mann Ólafur tryði. Hálfu ári seinna, 10. júní 1996, eftir að Ólafur var kominn í forsetaframboð, sagði hann á Stöð tvö: Auðvitað er ég kristinn maður eins og þorri þjóðarinnar og hef verið í þjóðkirkjunni, skírður og fermdur og trúi á þann Guð, sem að sérstaklega amma mín kenndi mér að trúa á. Er ekki ánægjulegt, að Ólafur skyldi hafa séð ljósið á aðeins sex mánuðum? Auðvitað dettur engum í hug, að hann hafi gerst kristinn, af því að það hafi hentað í forsetakjöri. Hann hlýtur að hafa orðið fyrir trúarlegri reynslu, eins og til dæmis Bush yngri, núverandi Bandaríkjaforseti. Þetta leiðir hugann að öðru. Þegar Símon Peres, þáverandi utanríkisráðherra Ísraels, kom til Íslands í ágústlok 1993, neitaði Ólafur að sitja kvöldverðarboð, sem þáverandi forsætisráðherra hélt honum, þar eð Peres væri fulltrúi hryðjuverkaríkis. Ólafur sat þá í utanríkisnefnd Alþingis. Það var því ánægjulegt að sjá Ólaf bjóða Bush eldra, föður núverandi Bandaríkjaforseta, heim til sín á dögunum. Margt hefur breyst, frá því að Bush eldri heimsótti Ísland sumarið 1983, þegar hann var varaforseti. Þá mótmælti Ólafur komu hans á útifundi á Lækjartorgi og skrifaði í Þjóðviljann 7. júlí: Gesturinn Bush var nefnilega um áraraðir æðsti-prestur alls hins versta í stjórnmálum veraldarinnar. Hann stjórnaði frá degi til dags háþróaðasta kerfi njósna, spillingar, valdaráns og morðsveita sem fundið hefur verið upp í veröldinni. Nú býður Ólafur ekki aðeins Bush eldra í veislu, heldur heldur hann til Washington í samkvæmi, sem Bush yngri heldur til stuðnings Olympíuleikum fatlaðra. Getur það betra verið? Íslenskum vinstri mönnum verður hins vegar eflaust hugsað til hinnar spámannlegu skáldsögu Georges Orwells, Dýrabæs, þar sem dýrin tóku völdin af mönnum, en svínin síðan völdin af hinum dýrunum. Sögunni lýkur, þegar hin dýrin standa úti og horfa inn um gluggann á svínin sitja veislu með mönnunum, arðræningjunum, og þau þekkja ekki lengur í sundur svín og menn.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun