Viðskipti innlent

Lítill munur á því að kaupa og byggja

Iðnaðarmenn að verki Litla verðlækkun á íbúðarhúsnæði þarf til þess að óhagkvæmt verði að byggja.
Iðnaðarmenn að verki Litla verðlækkun á íbúðarhúsnæði þarf til þess að óhagkvæmt verði að byggja.

Tiltölulega litla verðlækkun þyrfti til þess að ekki yrði lengur hagkvæmt að byggja íbúðarhúsnæði í stað þess að kaupa. Greiningardeild Glitnis banka gerði lauslega könnun meðal verktaka sem leiddi í ljós að þeir myndu að meðaltali taka um 200 þúsund krónur á fermetrann til að byggja sérbýli á höfuðborgarsvæðinu. Það er ekki fjarri markaðsvirði sérbýlis sem er á bilinu 200 til 240 þúsund krónur á fermetrann um þessar mundir, miðað við höfuðborgarsvæðið.

Hagstofan birti í gær vísitölu byggingarkostnaðar og hækkaði hún um 4,14 prósent frá því í júní. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningardeildar Glitnis, segir að, auk almennrar þenslu í hagkerfinu, megi að langmestu leyti rekja þessa miklu hækkun til endurskoðaðra kjarasamninga iðnaðarmanna og verkafólks. Hækkuðu laun, sem vega þyngst í byggingarvísitölunni, um 8,1 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×