Endalaus átök? 23. júlí 2006 00:01 Fréttirnar frá Líbanon eru hræðilegar. Fyrir okkur hér heima færðust atburðirnir nær vegna landa okkar sem staddir voru nálægt átökunum. Til allrar hamingju tókst að koma okkar fólki í burtu. En áfram býr saklaust fólk við stríðsástand og neyð þess vex dag frá degi. Ég vil nota þetta tækifæri hérna til að hvetja alla til að leggja Rauða krossinum lið í fjársöfnuninni sem renna á til þeirra sem nú eiga um sárt að binda á þessu marghrjáða svæði. Hver sem skoðun manna er á aðdraganda átakanna, þá eiga allir að geta sameinast um að reyna að hjálpa eftir fremsta megni fólkinu sem á nú svo bágt. Þeirra bíða engar rútur eða flugvélar sem flytja það til betri landa, það býr þarna og hvergi annars staðar. Gavrilo Princip og Múhameð Atta Þessi átök minna okkur á hversu víða í veröldinni lítið má bregða út af til að allt fari í bál og brand. Sagnfræðingurinn Niall Ferguson gaf nýverið út bók sem heitir The War of the World: History's Age of Hatred. Hann bendir meðal annars á þrjár veigamiklar orsakir stríðs og átaka á öldinni sem leið, þjóðernisátök, fallandi heimsveldi og efnahagslegan óstöðugleika. Það góða við mannkynssöguna er að það er hægt að læra af henni, hið sorglega er að hún virðist endurtaka sig og helst gerist það aftur og aftur sem síst skyldi. Spennan á milli þjóðarbrota á Balkanskaganum var slík að eitt hryðjuverk dugði til að tendra bál sem síðan hleypti fyrri heimstyrjöldinni af stað. Hryðjuverk í Bandaríkjunum hrundu af stað stríði í Afganistan og Írak, stríði sem veldur sívaxandi spennu á milli vesturveldanna og hins íslamska heims. Veldi Bandaríkjanna Bandaríkin eru risaveldi okkar tíma. En færa má fyrir því rök að staða þessa mikla veldis sé að veikjast. Það reynir mjög á Bandaríkin þessa dagana. Átökin í Afganistan og Írak eru gríðarlega dýr og spenna fer vaxandi vegna Íran og Norður-Kóreu. Þótt Bandaríkin leggi mikla áherslu á samvinnu við fjölda ríkja í baráttunni við hryðjuverk eru það þau fyrst og síðast sem bera kostnaðinn. Efnahagslegur styrkur Bandaríkjanna er grunnurinn að veldi þeirra og um leið er hann mikilvægur aflvaki hagvaxtar í veröldinni. Það er ýmislegt sem veldur manni áhyggjum þegar litið er á efnahagsmálin vestra. Sparnaður þjóðarinnar er enginn, viðskiptahallinn gígantískur og mikið skortir upp á að lagður hafi verið til hliðar lífeyrir fyrir þær tæplega 80 milljónir "baby-boomers" sem nú eru að komast á eftirlaun. Spurningin á næstu árum verður sú hvort efnahagsleg geta Bandaríkjamanna muni standa undir þeim verkefnum sem þeir telja sig þurfa að sinna á alþjóðavettvangi. Rísandi veldi Kína og Indland, fjölmennustu ríki heims eru aftur á móti vaxandi veldi sem munu án efa verða sífellt fyrirferðameiri á næstu áratugum. Hagvöxtur í Kína hefur verið gríðarlegur undanfarin ár og með sama áframhaldi mun þjóðarframleiðsla Kínverja verða sú sama og Bandaríkjanna innan ekki langs tíma, þó að langt sé í það að þjóðarframleiðsla á mann verði sú sama. Ef staða Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi veikist vegna þess að efnahagsveldi þeirra er ekki jafn yfirþyrmandi og áður, má gefa sér að til dæmis Kínverjar muni verða fyriferðameiri sem því nemur. Þá kemur upp sú hætta að í odda skerist. Taíwan er einn þeirra staða þar sem spenna ríkir á milli risaveldanna. Stjórnvöld þar æfa þessa dagana her sinn gegn árás frá Kína og Bandaríkjamenn hafa stutt mjög við bakið á stjórninni í Tapei. Fyrr eða síðar mun Kína herða sókn sína gegn eyríkinu. Stöðugri hagkerfi Þeir meginkraftar sem Ferguson lýsir sem einkennandi fyrir síðustu öld eru því miður enn að verki nú við upphaf þessarar aldar. En eitt kann þó að hafa breyst og þá til hins betra. Efnahagslífið virðist í kjölfar vaxandi heimsviðskipta hafa náð meira jafnvægi. Þekking á orsökum hagsveiflna er meiri nú en áður og alþjóðleg samvinna öflugri en áður var. Samstarf þjóða í IMF, G-7 hópnum sem og á milli helstu seðlabanka heimsins hefur verið árangursríkt og eftir því sem viðskipti verða frjálsari á milli landa má vona að líkur á alþjóðlegri kreppu haldi áfram að minnka. Heimsviðskiptin hafa t.d. staðið af sér ótrúlega vel olíuverðshækkanirnar undanfarið. Hagvöxtur í heiminum síðastliðin ár hefur verið um og yfir 4% og því er spáð að hann fari upp undir 5% á þessu ári. Þetta leggst á vogarskál friðar. En því miður leggst á hina vogarskálina aukinn ójöfnuður, vaxandi bil á milli ríkra og fátækra. Það er því mikilvægt að tryggja að fátækari ríki heims fái greiðan aðgang að mörkuðum okkar ríku þjóðanna. Það er besta leiðin til að draga úr þeirri misskiptingu sem nú fer sívaxandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Gunnarsson Skoðanir Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun
Fréttirnar frá Líbanon eru hræðilegar. Fyrir okkur hér heima færðust atburðirnir nær vegna landa okkar sem staddir voru nálægt átökunum. Til allrar hamingju tókst að koma okkar fólki í burtu. En áfram býr saklaust fólk við stríðsástand og neyð þess vex dag frá degi. Ég vil nota þetta tækifæri hérna til að hvetja alla til að leggja Rauða krossinum lið í fjársöfnuninni sem renna á til þeirra sem nú eiga um sárt að binda á þessu marghrjáða svæði. Hver sem skoðun manna er á aðdraganda átakanna, þá eiga allir að geta sameinast um að reyna að hjálpa eftir fremsta megni fólkinu sem á nú svo bágt. Þeirra bíða engar rútur eða flugvélar sem flytja það til betri landa, það býr þarna og hvergi annars staðar. Gavrilo Princip og Múhameð Atta Þessi átök minna okkur á hversu víða í veröldinni lítið má bregða út af til að allt fari í bál og brand. Sagnfræðingurinn Niall Ferguson gaf nýverið út bók sem heitir The War of the World: History's Age of Hatred. Hann bendir meðal annars á þrjár veigamiklar orsakir stríðs og átaka á öldinni sem leið, þjóðernisátök, fallandi heimsveldi og efnahagslegan óstöðugleika. Það góða við mannkynssöguna er að það er hægt að læra af henni, hið sorglega er að hún virðist endurtaka sig og helst gerist það aftur og aftur sem síst skyldi. Spennan á milli þjóðarbrota á Balkanskaganum var slík að eitt hryðjuverk dugði til að tendra bál sem síðan hleypti fyrri heimstyrjöldinni af stað. Hryðjuverk í Bandaríkjunum hrundu af stað stríði í Afganistan og Írak, stríði sem veldur sívaxandi spennu á milli vesturveldanna og hins íslamska heims. Veldi Bandaríkjanna Bandaríkin eru risaveldi okkar tíma. En færa má fyrir því rök að staða þessa mikla veldis sé að veikjast. Það reynir mjög á Bandaríkin þessa dagana. Átökin í Afganistan og Írak eru gríðarlega dýr og spenna fer vaxandi vegna Íran og Norður-Kóreu. Þótt Bandaríkin leggi mikla áherslu á samvinnu við fjölda ríkja í baráttunni við hryðjuverk eru það þau fyrst og síðast sem bera kostnaðinn. Efnahagslegur styrkur Bandaríkjanna er grunnurinn að veldi þeirra og um leið er hann mikilvægur aflvaki hagvaxtar í veröldinni. Það er ýmislegt sem veldur manni áhyggjum þegar litið er á efnahagsmálin vestra. Sparnaður þjóðarinnar er enginn, viðskiptahallinn gígantískur og mikið skortir upp á að lagður hafi verið til hliðar lífeyrir fyrir þær tæplega 80 milljónir "baby-boomers" sem nú eru að komast á eftirlaun. Spurningin á næstu árum verður sú hvort efnahagsleg geta Bandaríkjamanna muni standa undir þeim verkefnum sem þeir telja sig þurfa að sinna á alþjóðavettvangi. Rísandi veldi Kína og Indland, fjölmennustu ríki heims eru aftur á móti vaxandi veldi sem munu án efa verða sífellt fyrirferðameiri á næstu áratugum. Hagvöxtur í Kína hefur verið gríðarlegur undanfarin ár og með sama áframhaldi mun þjóðarframleiðsla Kínverja verða sú sama og Bandaríkjanna innan ekki langs tíma, þó að langt sé í það að þjóðarframleiðsla á mann verði sú sama. Ef staða Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi veikist vegna þess að efnahagsveldi þeirra er ekki jafn yfirþyrmandi og áður, má gefa sér að til dæmis Kínverjar muni verða fyriferðameiri sem því nemur. Þá kemur upp sú hætta að í odda skerist. Taíwan er einn þeirra staða þar sem spenna ríkir á milli risaveldanna. Stjórnvöld þar æfa þessa dagana her sinn gegn árás frá Kína og Bandaríkjamenn hafa stutt mjög við bakið á stjórninni í Tapei. Fyrr eða síðar mun Kína herða sókn sína gegn eyríkinu. Stöðugri hagkerfi Þeir meginkraftar sem Ferguson lýsir sem einkennandi fyrir síðustu öld eru því miður enn að verki nú við upphaf þessarar aldar. En eitt kann þó að hafa breyst og þá til hins betra. Efnahagslífið virðist í kjölfar vaxandi heimsviðskipta hafa náð meira jafnvægi. Þekking á orsökum hagsveiflna er meiri nú en áður og alþjóðleg samvinna öflugri en áður var. Samstarf þjóða í IMF, G-7 hópnum sem og á milli helstu seðlabanka heimsins hefur verið árangursríkt og eftir því sem viðskipti verða frjálsari á milli landa má vona að líkur á alþjóðlegri kreppu haldi áfram að minnka. Heimsviðskiptin hafa t.d. staðið af sér ótrúlega vel olíuverðshækkanirnar undanfarið. Hagvöxtur í heiminum síðastliðin ár hefur verið um og yfir 4% og því er spáð að hann fari upp undir 5% á þessu ári. Þetta leggst á vogarskál friðar. En því miður leggst á hina vogarskálina aukinn ójöfnuður, vaxandi bil á milli ríkra og fátækra. Það er því mikilvægt að tryggja að fátækari ríki heims fái greiðan aðgang að mörkuðum okkar ríku þjóðanna. Það er besta leiðin til að draga úr þeirri misskiptingu sem nú fer sívaxandi.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun