Viðskipti innlent

Velta í dagvöruverslun jókst um 5,3 prósent

Velta í dagvöruverslun jókst um 5,3 prósent á milli júní í ár og júní í fyrra.
Velta í dagvöruverslun jókst um 5,3 prósent á milli júní í ár og júní í fyrra.

Velta í dagvöruverslun var 5,3 prósentum meiri í júní en á sama tíma í fyrra miðað við fast verðlag. Á hlaupandi verðlagi nam hækkunin 17,5 prósentum á milli ára, samkvæmt útreikningum Rannsóknaseturs verslunarinnar við Bifröst fyrir Samtök verslunar og þjónustu.

Sala á áfengi jókst um 11,4 prósent á milli júnímánaða 2005 og 2006 á föstu verðlagi en um 14,2 prósent á hlaupandi verðlagi.

Miðað við árstíðar- og dagatalsleiðrétta vísitölu var 2,4 prósenta aukning í dagvöruverslun og 3,8 prósenta aukningu í áfengissölu milli maí og júní, samt útreikningunum.

Rannsóknarsetur verslunarinnar segir veltutölurnar benda til að enn sé aukning í dagvöruveltu bæði á föstu og hlaupandi verðlagi í júní miðað við árið á undan. Nokkur aukning sé í áfengissölu. Þó hægi lítillega á vexti veltunnar. Þegar leiðrétt hafi verið vegna dagatalsáhrifa er 12 mánaða aukning á föstu verðlagi minni en í síðastliðnum mánuði eða 2,4 prósent í dagvöruverslun og 3,8 prósent í áfengisverslun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×