Sverrir Björnsson verður Sverre Jakobsson: handboltakappinn útskýrir nafnaruglið 3. ágúst 2006 12:00 Sverre Jakobsson gekk í raðir Gummersbach í sumar frá Fram. Á Íslandi var hann reyndar þekktur undir nafninu Sverrir Björnsson en hann hefur nú ákveðið að leggja það nafn á hilluna. "Ég er fæddur í Noregi þar sem hefðin er að taka upp eftirnafn föður síns. Ég er skýrður Sverre Andreas Björnsson en faðir minn heitir Jakob Björnsson. Alltaf þegar ég hef reynt að segjast heita Sverre segja allir bara "Já blessaður Sverrir", það er svo leiðinlegt að leiðrétta þetta alltaf en ég hef dregið þetta of lengi," sagði Sverre. "Það verður bara Sverre Jakobsson hérna í Þýskalandi og það verður þannig á Íslandi líka, ekki Sverrir Björnsson lengur. Þetta er ágætis tímapunktur til að breyta þessu nú þegar ég er kominn til Þýskalands," sagði landsliðsmaðurinn sem bar nafnið "Jakobsson" aftan á treyju sinni í landsleikjunum gegn Svíum en hann mun að sjálfsögðu hafa það nafn aftan á búningi sínum hjá Gummersbach. "Það var mikið í umræðunni hér í Þýskalandi að það væri leikmaður frá Íslandi að koma sem heitir Sverrir Björnsson, það olli nokkru fjaðrafoki þegar ég var kynntur með allt öðru nafni, það vissi enginn hvað er í gangi. Það er ágætt að vera bara einn persónuleiki, ég er sami leikmaðurinn, það er tveir fyrir einn tilboð á mér." Sverre mun bera númerið 14 á bakinu hjá Gummersbach sem er hans gamla númer frá dögum hans með KA. " Ég tók við númerinu 14 hjá KA eftir að minn núverandi þjálfari, Alfreð Gíslason, hætti að spila. Ég var númer 14 hjá yngri flokkunum líka en þegar ég kom í Fram var Jón Björgvin með númerið. Það skipti mig ekki höfuðmáli og ég tók því tvistinn en það er óneitanlega gaman að vera kominn aftur með 14 á bakið," sagði Sverre Jakobsson, ekki Sverrir Björnsson, að lokum. Íþróttir Tengdar fréttir Hættur með botnlið ÍBV Guðlaugur Baldursson sagði starfi sínu lausu hjá ÍBV í gærkvöldi en Heimir Hallgrímsson, sem var Guðlaugi innan handar við þjálfun liðsins, er nú tekinn við Eyjaskútunni. 3. ágúst 2006 10:00 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Sjá meira
Sverre Jakobsson gekk í raðir Gummersbach í sumar frá Fram. Á Íslandi var hann reyndar þekktur undir nafninu Sverrir Björnsson en hann hefur nú ákveðið að leggja það nafn á hilluna. "Ég er fæddur í Noregi þar sem hefðin er að taka upp eftirnafn föður síns. Ég er skýrður Sverre Andreas Björnsson en faðir minn heitir Jakob Björnsson. Alltaf þegar ég hef reynt að segjast heita Sverre segja allir bara "Já blessaður Sverrir", það er svo leiðinlegt að leiðrétta þetta alltaf en ég hef dregið þetta of lengi," sagði Sverre. "Það verður bara Sverre Jakobsson hérna í Þýskalandi og það verður þannig á Íslandi líka, ekki Sverrir Björnsson lengur. Þetta er ágætis tímapunktur til að breyta þessu nú þegar ég er kominn til Þýskalands," sagði landsliðsmaðurinn sem bar nafnið "Jakobsson" aftan á treyju sinni í landsleikjunum gegn Svíum en hann mun að sjálfsögðu hafa það nafn aftan á búningi sínum hjá Gummersbach. "Það var mikið í umræðunni hér í Þýskalandi að það væri leikmaður frá Íslandi að koma sem heitir Sverrir Björnsson, það olli nokkru fjaðrafoki þegar ég var kynntur með allt öðru nafni, það vissi enginn hvað er í gangi. Það er ágætt að vera bara einn persónuleiki, ég er sami leikmaðurinn, það er tveir fyrir einn tilboð á mér." Sverre mun bera númerið 14 á bakinu hjá Gummersbach sem er hans gamla númer frá dögum hans með KA. " Ég tók við númerinu 14 hjá KA eftir að minn núverandi þjálfari, Alfreð Gíslason, hætti að spila. Ég var númer 14 hjá yngri flokkunum líka en þegar ég kom í Fram var Jón Björgvin með númerið. Það skipti mig ekki höfuðmáli og ég tók því tvistinn en það er óneitanlega gaman að vera kominn aftur með 14 á bakið," sagði Sverre Jakobsson, ekki Sverrir Björnsson, að lokum.
Íþróttir Tengdar fréttir Hættur með botnlið ÍBV Guðlaugur Baldursson sagði starfi sínu lausu hjá ÍBV í gærkvöldi en Heimir Hallgrímsson, sem var Guðlaugi innan handar við þjálfun liðsins, er nú tekinn við Eyjaskútunni. 3. ágúst 2006 10:00 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Sjá meira
Hættur með botnlið ÍBV Guðlaugur Baldursson sagði starfi sínu lausu hjá ÍBV í gærkvöldi en Heimir Hallgrímsson, sem var Guðlaugi innan handar við þjálfun liðsins, er nú tekinn við Eyjaskútunni. 3. ágúst 2006 10:00