Sport

Þarf miklu meiri baráttu

tekinn við Heimir Hallgrímsson er tekinn við stjórninni hjá ÍBV.
tekinn við Heimir Hallgrímsson er tekinn við stjórninni hjá ÍBV.

 "Nú er maður bara tannlæknir í hlutastarfi," sagði Heimir Hallgrímsson, nýráðinn þjálfari karlaliðs ÍBV en hann tekur við af Guðlaugi Baldurssyni sem látið hefur af störfum. "Þetta er er mjög há brekka en það er ekkert annað að gera en að ráðast á hana og leggja af stað. Laugi er góður drengur og ég mun sakna hans," sagði Heimir sem var aðstoðarmaður Guðlaugs og hefur starfað við þjálfun hjá kvennaliði félagsins.

"Það er ýmislegt sem þarf að bæta, það þarf miklu meiri baráttu en hefur verið. Við þurfum að breyta aðeins um leikstíl ef við ætlum okkur að gera eitthvað í þessari baráttu. Það er þó aðallega andlegi þátturinn sem þarf að breytast. Félagaskiptaglugginn er lokaður og við verðum bara að vinna með þann leikmannahóp sem við höfum nú þegar," sagði Heimir en hann telur ÍBV hafa góða leikmenn innanborðs sem hafi þó ekki sýnt sínar bestu hliðar það sem af er tímabili.

"Staðan er einföld, við erum í neðsta sæti og erum með langlélegustu markatöluna. Ef við horfum blákalt á þetta þá er þetta engin stundaróheppni hjá okkur því liðið hefur verið í fallsæti frá byrjun móts. Það eru kannski ekki mörg stig ofar í töfluna en það eru öll lið að fá stig eins og deildin hefur verið að spilast. Næsti leikur er gegn Víkingi og við verðum bara að vinna hann."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×