Valur samþykkti tilboð Häcken 4. ágúst 2006 16:30 ari freyr skúlason Af öllum líkindum á leið til Häcken í Svíþjóð. MYND/Stefán Valur og sænska úrvalsdeildarliðið Häcken hafa komist að samkomulagi um kaupverð á miðvallarleikmanninnum unga, Ara Frey Skúlasyni, sem slegið hefur í gegn með Valsmönnum í Landsbankadeildinni í sumar. Þetta staðfesti Ótthar Edvardsson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Vals, í samtali við Fréttablaðið í gær. Ari Freyr og fulltrúi sænska liðsins, sem staddur var hér á landi í gær, eiga þó eftir að komast að samkomulagi um kaup og kjör sem og lengd samningsins. Kaupverð Ara Freys er ekki gefið upp en Ótthar staðfesti að það hafi verið sanngjarnt. "Jú, það var sanngjarnt. Annars hefðum við ekki tekið því." Aðspurður segir Ótthar að það hafi verið erfitt að ætla að halda Ara Frey hér á landi. "Það er óhjákvæmilegt að hann fari út, hann hefur vakið það mikla athygli. Enda munum við aldrei koma í veg fyrir að strákar eins og Ari Freyr uppfylli drauma sína um atvinnumennsku. Svona er lífið, við hefðum gjarnan viljað halda honum lengur enda afburða knattspyrnumaður á ferð sem á framtíðina fyrir sér. En þetta er auðvitað allt háð því að samningar náist milli hans og félagsins." Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vilja forráðamenn Häcken semja við Ara Frey út leiktíðina 2010. Ekki er ólíklegt að frá þeim málum verði gengið nú á allra næstu dögum og að Ari Freyr haldi þá um leið út til Svíþjóðar og taki þátt í fallbaráttu liðsins í sænsku úrvalsdeildinni en eins og er er liðið í þriðja neðsta sæti deildarinnar með tíu stig eftir þrettán leiki. Ef Ari Freyr gengur frá samningum við Häcken verður það sjötta úrvalsdeildarliðið í Svíþjóð sem hefur einn eða fleiri Íslending í sínum röðum. Íþróttir Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sjá meira
Valur og sænska úrvalsdeildarliðið Häcken hafa komist að samkomulagi um kaupverð á miðvallarleikmanninnum unga, Ara Frey Skúlasyni, sem slegið hefur í gegn með Valsmönnum í Landsbankadeildinni í sumar. Þetta staðfesti Ótthar Edvardsson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Vals, í samtali við Fréttablaðið í gær. Ari Freyr og fulltrúi sænska liðsins, sem staddur var hér á landi í gær, eiga þó eftir að komast að samkomulagi um kaup og kjör sem og lengd samningsins. Kaupverð Ara Freys er ekki gefið upp en Ótthar staðfesti að það hafi verið sanngjarnt. "Jú, það var sanngjarnt. Annars hefðum við ekki tekið því." Aðspurður segir Ótthar að það hafi verið erfitt að ætla að halda Ara Frey hér á landi. "Það er óhjákvæmilegt að hann fari út, hann hefur vakið það mikla athygli. Enda munum við aldrei koma í veg fyrir að strákar eins og Ari Freyr uppfylli drauma sína um atvinnumennsku. Svona er lífið, við hefðum gjarnan viljað halda honum lengur enda afburða knattspyrnumaður á ferð sem á framtíðina fyrir sér. En þetta er auðvitað allt háð því að samningar náist milli hans og félagsins." Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vilja forráðamenn Häcken semja við Ara Frey út leiktíðina 2010. Ekki er ólíklegt að frá þeim málum verði gengið nú á allra næstu dögum og að Ari Freyr haldi þá um leið út til Svíþjóðar og taki þátt í fallbaráttu liðsins í sænsku úrvalsdeildinni en eins og er er liðið í þriðja neðsta sæti deildarinnar með tíu stig eftir þrettán leiki. Ef Ari Freyr gengur frá samningum við Häcken verður það sjötta úrvalsdeildarliðið í Svíþjóð sem hefur einn eða fleiri Íslending í sínum röðum.
Íþróttir Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sjá meira