Viðskipti innlent

Nokia vill Loudeye

Gamli góði löngu úreltur. Nokia ætlar að ná langt á markaðnum með stafræna tónlist og hyggst kaupa bandaríska tónlistarfyrirtækið Loudeye Group.
Gamli góði löngu úreltur. Nokia ætlar að ná langt á markaðnum með stafræna tónlist og hyggst kaupa bandaríska tónlistarfyrirtækið Loudeye Group.

Nokia-samsteypan ætlar sér stóra hluti á markaðnum með stafræna tónlist fyrir GSM-síma. Fyrirhuguð kaup á bandaríska tónlistardreifingarfyrirtækinu Loudeye Corporation fyrir um 69 milljónir bandaríkjadala, um 4,25 milljarða íslenskra króna, eru liður í þessu.

Fréttastofa AP hefur eftir forsvarsmönnum Nokia að með þessu móti geti Nokia boðið viðskiptavinum sínum enn betri tónlistarupplifun í gegnum GSM-síma sína en fyrr. Loudeye á í viðskiptum við mörg af stærstu tónlistarfyrirtækjum heims. Er talið að með kaupunum sé Nokia fyrst og fremst að verjast aukinni samkeppni, sérstaklega frá Sony Ericsson.

Samningurinn um kaupin gengur í gegn í lok ársins, að því gefnu að hluthafar og samkeppnisyfirvöld samþykki hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×