Sport

Yrði mikið áfall fyrir Arsenal að missa Cole

yrði sárt saknað  Ashley Cole situr hér fyrir í lottóauglýsingu á Englandi.
yrði sárt saknað Ashley Cole situr hér fyrir í lottóauglýsingu á Englandi. MYND/nordicphotos/getty images

„Það var ótrúlega mikill missir fyrir Arsenal þegar Patrick Vieira var seldur til Juventus. Það yrði svipað ef Ashley Cole færi,“ sagði franski sóknarmaðurinn Thierry Henry í gær en hann hefur miklar áhyggjur af því að liði missi Cole. „Að sjálfsögðu vilja allir hérna að hann verði áfram. Hann er klárlega einn besti vinstri bakvörður í heiminum og hans yrði sárt saknað.“

Cole ferðaðist ekki með Arsenal í Evrópuleikinn gegn Dinamo Zagreb á þriðjudagskvöld en enska liðið vann þar öruggan 3-0 sigur. Það þýðir að hann er enn löglegur með einhverju öðru liði í Evrópukeppni á þessu tímabili og söluverðmæti hans er því enn mjög mikið. Englandsmeistarar Chelsea hafa verið á höttunum eftir Cole í langan tíma og er talið líklegast að hann klæðist bláa búningnum á komandi tímabili.

„Ég veit ekkert um það hvort hann sé á leið til Chelsea en það yrði frekar asnalegt að láta svona sterkan leikmann til liðs sem við erum að kljást við. Það er verið að vinna í að koma Arsenal á sama stall og Chelsea og það yrði klárlega afturför ef við létum Cole af hendi til liðsins,“ sagði Henry í viðtali við enska blaðið The Sun í gær. Arsenal á í vandræðum í vörninni því Gael Clichy og Philippe Senderos eru meiddir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×