Fjórir mikilvægir leikir í kvöld 10. ágúst 2006 14:00 lokaspretturinn hafinn Valsmenn unnu Skagamenn fyrr í sumar en þeir gulklæddu eru líklega staðráðnir í að snúa dæminu við í kvöld. MYND/Daníel Lokaspretturinn í Landsbankadeild karla er hafinn en í kvöld verða fjórir leikir á dagskrá og hefjast þeir allir klukkan 19:15. Með þeim lýkur þrettándu umferðinni og þá verða aðeins fimm umferðir eftir. FH hefur örugga forystu í deildinni en þar fyrir neðan er pakkinn þéttur og nær öll lið deildarinnar geta fallið. Íslandsmeistarar FH taka á móti Fylki í kvöld en þeir unnu viðureign þessara liða á Fylkisvelli 2-1 með mörkum frá Tryggva Guðmundssyni og Ármanni Smára Björnssyni. Nú er Ármann kominn í landsliðið líkt og Sigurvin Ólafsson og markvörðurinn Daði Lárusson sem einnig leika með FH, sem gerir þennan leik óneitanlega enn athyglisverðari. Þá er Leifur Garðarsson, þjálfari Fylkis, Hafnfirðingum að góðu kunnur eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Fimleikafélagsins síðustu ár. Skagamenn eru enn í fallsæti en eru líklega staðráðnir í að breyta því þegar þeir taka á móti Valsmönnum í kvöld. Valsmenn eru þó funheitir þessa dagana og hafa ekki tapað leik síðan í fimmtu umferð en í síðustu viku unnu þeir 5-0 stórsigur á ÍBV. Valur vann fyrri viðureign liðanna í sumar með naumindum en ÍA verður án Igor Pesic og Hjartar Hjartarsonar í kvöld þar sem þeir taka út leikbann. Sjónvarpsleikurinn á Sýn verður viðureign Víkings og ÍBV en það verður fyrsti leikur Eyjamanna eftir að Heimir Hallgrímsson tók við stjórnartaumunum. Liðið er í botnsætinu og ljóst er að ekkert verður gefið eftir í þessum leik. Síðast en ekki síst leikur Breiðablik gegn Grindavík í kvöld en illa hefur gengið hjá Suðurnesjamönnum eftir að þeir burstuðu KR í áttundu umferð. Annað er á teningnum hjá Breiðabliki sem ekki hefur tapað leik síðan Ólafur Kristjánsson tók við. Bakvörðurinn Stig Krohn Haaland leikur ekki með liðinu í kvöld vegna leikbanns. Íþróttir Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Lokaspretturinn í Landsbankadeild karla er hafinn en í kvöld verða fjórir leikir á dagskrá og hefjast þeir allir klukkan 19:15. Með þeim lýkur þrettándu umferðinni og þá verða aðeins fimm umferðir eftir. FH hefur örugga forystu í deildinni en þar fyrir neðan er pakkinn þéttur og nær öll lið deildarinnar geta fallið. Íslandsmeistarar FH taka á móti Fylki í kvöld en þeir unnu viðureign þessara liða á Fylkisvelli 2-1 með mörkum frá Tryggva Guðmundssyni og Ármanni Smára Björnssyni. Nú er Ármann kominn í landsliðið líkt og Sigurvin Ólafsson og markvörðurinn Daði Lárusson sem einnig leika með FH, sem gerir þennan leik óneitanlega enn athyglisverðari. Þá er Leifur Garðarsson, þjálfari Fylkis, Hafnfirðingum að góðu kunnur eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Fimleikafélagsins síðustu ár. Skagamenn eru enn í fallsæti en eru líklega staðráðnir í að breyta því þegar þeir taka á móti Valsmönnum í kvöld. Valsmenn eru þó funheitir þessa dagana og hafa ekki tapað leik síðan í fimmtu umferð en í síðustu viku unnu þeir 5-0 stórsigur á ÍBV. Valur vann fyrri viðureign liðanna í sumar með naumindum en ÍA verður án Igor Pesic og Hjartar Hjartarsonar í kvöld þar sem þeir taka út leikbann. Sjónvarpsleikurinn á Sýn verður viðureign Víkings og ÍBV en það verður fyrsti leikur Eyjamanna eftir að Heimir Hallgrímsson tók við stjórnartaumunum. Liðið er í botnsætinu og ljóst er að ekkert verður gefið eftir í þessum leik. Síðast en ekki síst leikur Breiðablik gegn Grindavík í kvöld en illa hefur gengið hjá Suðurnesjamönnum eftir að þeir burstuðu KR í áttundu umferð. Annað er á teningnum hjá Breiðabliki sem ekki hefur tapað leik síðan Ólafur Kristjánsson tók við. Bakvörðurinn Stig Krohn Haaland leikur ekki með liðinu í kvöld vegna leikbanns.
Íþróttir Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira