Allir borgi jafnt 10. ágúst 2006 06:00 Í þeirri árvissu umræðu um skatta og laun sem nú fer fram í þjóðfélaginu stendur tvennt upp úr. Í fyrsta lagi stórkarlalegar yfirlýsingar um svokölluð ofurlaun og hvernig hægt sé að sporna við þeim. Í öðru lagi að íslenskt skattaumhverfi býður upp á meiri mismunun á skattlagningu tekna en áður hefur þekkst. Ýmsir forystumenn verkalýðshreyfingarinnar, auk formanns Samfylkingarinnar, hafa verið í fararbroddi umræðunnar um ofurlaunin. Hefur hún að flestu leyti verið í miklum upphrópunarstíl sem vandséð er að þjóni öðrum tilgangi en að slá pólitískar keilur. Án þess að hér sé lagt mat á hvort nokkur maður eigi skilið að fá margar milljónir í laun á mánuði er staðreyndin sú að slíkra kjara nýtur aðeins örlítill hópur íslenskra launþega. Svo lítill er þessi hópur að hann nær ekki að fylla eitt prósent af heildinni. Ekki skiptir nokkru máli fyrir hinn breiða hóp hversu há laun þessir sárafáu einstaklingar hafa. Því er sá mikli hávaði sem er gerður vegna þeirra undarlegur og í raun til lítil annars en að kynda undir kötlum öfundar og ala á sundrungu. Réttlætishugtakinu hefur óspart verið flaggað í þessari umræðu en í því samhengi er eins og það gleymist að ofurlaunþegarnir greiða sína skatta og skyldur til þjóðfélagsins. Það liggur í hlutarins eðli að þeir greiða miklu mun meira til samneyslunnar, reksturs löggæslu, menntakerfis og heilbrigðisþjónustu en hinir sem hafa lægri laun. Þeir eru því margra manna makar í fleiri en einum skilningi. Þegar skattskrár eru skoðaðar sést reyndar að hátt í þriðjungur atvinnubærra Íslendinga greiðir alls engan tekjuskatt. Þar er kominn hópur sem þarf meira á athygli verkalýðshreyfingunnar, og jafnaðarmanna í öllum flokkum, að halda en þessir örfáu milljónungar. Miklu nær er að berjast fyrir því að allir fái svo sómasamleg laun að þeir geti lagt sitt af mörkum til samfélagsins, fremur en að berjast fyrir tekjujöfnun niður á við. Er ekki augljóst að þeim sem er með 80 þúsund á mánuði gengur ekkert betur að ná endum saman þótt forstjórinn sé með eina milljón á mánuði frekar en tvær eða þrjár? Hitt sem stendur upp úr umræðunni er sá fráleiti mismunur sem er hér við lýði þegar kemur að skattlagningu tekna. Skattaumhverfið er nú orðið þannig að með ýmsum bókhaldsæfingum geta þeir sem áður greiddu hefðbundinn tekjuskatt talið hluta eða jafnvel allar tekjur sínar fram sem fjármagnstekjur og fyrir vikið greitt af þeim mun lægri skatt en ella. Í þessari umræðu hefur verið undirliggjandi þema að fjármagnseigendurnir borgi of lítið miðað við launþegana. Það er hins vegar fróðlegt að skoða málið út frá hinni hliðinni, að í raun séu það launþegarnir sem borgi of mikið og því sé réttara að jafna skattlagninguna niður á við þannig að allar tekjur, bæði fyrirtækja og einstaklinga, beri sömu flötu skattprósentu. Til að slíkar hugmyndir nái fram að ganga þarf hins vegar að skapast sátt um að skattkerfið er fyrst og fremst tekjuöflunartæki fyrir ríkissjóð fremur en tæki til að ná fram félagslegum markmiðum á borð við tekjujöfnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Í þeirri árvissu umræðu um skatta og laun sem nú fer fram í þjóðfélaginu stendur tvennt upp úr. Í fyrsta lagi stórkarlalegar yfirlýsingar um svokölluð ofurlaun og hvernig hægt sé að sporna við þeim. Í öðru lagi að íslenskt skattaumhverfi býður upp á meiri mismunun á skattlagningu tekna en áður hefur þekkst. Ýmsir forystumenn verkalýðshreyfingarinnar, auk formanns Samfylkingarinnar, hafa verið í fararbroddi umræðunnar um ofurlaunin. Hefur hún að flestu leyti verið í miklum upphrópunarstíl sem vandséð er að þjóni öðrum tilgangi en að slá pólitískar keilur. Án þess að hér sé lagt mat á hvort nokkur maður eigi skilið að fá margar milljónir í laun á mánuði er staðreyndin sú að slíkra kjara nýtur aðeins örlítill hópur íslenskra launþega. Svo lítill er þessi hópur að hann nær ekki að fylla eitt prósent af heildinni. Ekki skiptir nokkru máli fyrir hinn breiða hóp hversu há laun þessir sárafáu einstaklingar hafa. Því er sá mikli hávaði sem er gerður vegna þeirra undarlegur og í raun til lítil annars en að kynda undir kötlum öfundar og ala á sundrungu. Réttlætishugtakinu hefur óspart verið flaggað í þessari umræðu en í því samhengi er eins og það gleymist að ofurlaunþegarnir greiða sína skatta og skyldur til þjóðfélagsins. Það liggur í hlutarins eðli að þeir greiða miklu mun meira til samneyslunnar, reksturs löggæslu, menntakerfis og heilbrigðisþjónustu en hinir sem hafa lægri laun. Þeir eru því margra manna makar í fleiri en einum skilningi. Þegar skattskrár eru skoðaðar sést reyndar að hátt í þriðjungur atvinnubærra Íslendinga greiðir alls engan tekjuskatt. Þar er kominn hópur sem þarf meira á athygli verkalýðshreyfingunnar, og jafnaðarmanna í öllum flokkum, að halda en þessir örfáu milljónungar. Miklu nær er að berjast fyrir því að allir fái svo sómasamleg laun að þeir geti lagt sitt af mörkum til samfélagsins, fremur en að berjast fyrir tekjujöfnun niður á við. Er ekki augljóst að þeim sem er með 80 þúsund á mánuði gengur ekkert betur að ná endum saman þótt forstjórinn sé með eina milljón á mánuði frekar en tvær eða þrjár? Hitt sem stendur upp úr umræðunni er sá fráleiti mismunur sem er hér við lýði þegar kemur að skattlagningu tekna. Skattaumhverfið er nú orðið þannig að með ýmsum bókhaldsæfingum geta þeir sem áður greiddu hefðbundinn tekjuskatt talið hluta eða jafnvel allar tekjur sínar fram sem fjármagnstekjur og fyrir vikið greitt af þeim mun lægri skatt en ella. Í þessari umræðu hefur verið undirliggjandi þema að fjármagnseigendurnir borgi of lítið miðað við launþegana. Það er hins vegar fróðlegt að skoða málið út frá hinni hliðinni, að í raun séu það launþegarnir sem borgi of mikið og því sé réttara að jafna skattlagninguna niður á við þannig að allar tekjur, bæði fyrirtækja og einstaklinga, beri sömu flötu skattprósentu. Til að slíkar hugmyndir nái fram að ganga þarf hins vegar að skapast sátt um að skattkerfið er fyrst og fremst tekjuöflunartæki fyrir ríkissjóð fremur en tæki til að ná fram félagslegum markmiðum á borð við tekjujöfnun.
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun