Maður er dæmdur af mörkunum 11. ágúst 2006 09:00 Blaðamannafundur KR leikmenn knattspyrna "Ég get ekki neitað því að tilfinningin var ansi ljúf að sjá boltann loksins í netinu. Það er að sjálfsögðu mikill léttir að ná að skora eftir svona mikla markaþurrð. Þetta var farið að leggjast rosalega þungt á mann en vonandi liggur leiðin bara upp á við núna," sagði sóknarmaðurinn Grétar Hjartarson hjá KR en hann skoraði loksins á miðvikudagskvöldið en fyrir það mark hafði hann ekki skorað síðan 6. júní eða í rúma tvo mánuði. Grétar jafnaði metinn fyrir KR í 1-1 gegn Keflavík í Landsbankadeildinni en úrslitin urðu 2-2 eftir að KR-ingar höfðu náð forystunni. "Mér fannst þetta ágætis leikur og á heildina litið voru þetta sanngjörn úrslit. Það var samt ansi súrt að ná ekki sigri fyrst við vorum með forystuna þegar það var svona lítið eftir af leiknum," sagði Grétar, sem er þekktur markaskorari. Hann var til dæmis markakóngur með Grindavík í efstu deild árið 2002. Þrátt fyrir að Grétar hafi þjáðst af markaþurrð á þessu tímabili hefur Teitur Þórðarson, þjálfari KR, sýnt honum traust enda hefur Grétar verið að spila vel og náð vel saman með Björgólfi Takefusa í sókninni. "Þetta er nokkuð furðulegt, því að mér finnst þetta hafa verið eitt af mínum betri tímabilum. Mér finnst ég hafa verið að spila bara mjög vel í sumar fyrir utan markaskorun, en maður er víst dæmdur af mörkunum. Ég og Björgólfur erum að ná vel saman í fremstu víglínu og mér finnst eins og ég hafi verið að spila með honum í mörg ár." Fyrir markið á miðvikudag hafði Grétar misnotað ótrúlegustu færi, sem er ekki venja að sjá frá honum. Eftirminnilegt er til dæmis færið í leik gegn Íslandsmeisturum FH. "Maður hugsaði mikið um þetta, margir voru að hringja í mig til að hughreysta og svona. Á endanum náði ég svo að ýta þessu frá mér," sagði Grétar Hjartarson, sem skorað hefur þrjú mörk í Landsbankadeildinni í sumar. Íþróttir Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Sjá meira
"Ég get ekki neitað því að tilfinningin var ansi ljúf að sjá boltann loksins í netinu. Það er að sjálfsögðu mikill léttir að ná að skora eftir svona mikla markaþurrð. Þetta var farið að leggjast rosalega þungt á mann en vonandi liggur leiðin bara upp á við núna," sagði sóknarmaðurinn Grétar Hjartarson hjá KR en hann skoraði loksins á miðvikudagskvöldið en fyrir það mark hafði hann ekki skorað síðan 6. júní eða í rúma tvo mánuði. Grétar jafnaði metinn fyrir KR í 1-1 gegn Keflavík í Landsbankadeildinni en úrslitin urðu 2-2 eftir að KR-ingar höfðu náð forystunni. "Mér fannst þetta ágætis leikur og á heildina litið voru þetta sanngjörn úrslit. Það var samt ansi súrt að ná ekki sigri fyrst við vorum með forystuna þegar það var svona lítið eftir af leiknum," sagði Grétar, sem er þekktur markaskorari. Hann var til dæmis markakóngur með Grindavík í efstu deild árið 2002. Þrátt fyrir að Grétar hafi þjáðst af markaþurrð á þessu tímabili hefur Teitur Þórðarson, þjálfari KR, sýnt honum traust enda hefur Grétar verið að spila vel og náð vel saman með Björgólfi Takefusa í sókninni. "Þetta er nokkuð furðulegt, því að mér finnst þetta hafa verið eitt af mínum betri tímabilum. Mér finnst ég hafa verið að spila bara mjög vel í sumar fyrir utan markaskorun, en maður er víst dæmdur af mörkunum. Ég og Björgólfur erum að ná vel saman í fremstu víglínu og mér finnst eins og ég hafi verið að spila með honum í mörg ár." Fyrir markið á miðvikudag hafði Grétar misnotað ótrúlegustu færi, sem er ekki venja að sjá frá honum. Eftirminnilegt er til dæmis færið í leik gegn Íslandsmeisturum FH. "Maður hugsaði mikið um þetta, margir voru að hringja í mig til að hughreysta og svona. Á endanum náði ég svo að ýta þessu frá mér," sagði Grétar Hjartarson, sem skorað hefur þrjú mörk í Landsbankadeildinni í sumar.
Íþróttir Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Sjá meira