Sport

Mosfellingar vörðu titilinn í karlaflokki

Sveitakeppni golfsambands Íslands lauk í gær eftir spennandi keppnisdag. Í karlaflokki varði sveit golfklúbbsins Kjalar úr Mosfellsbæ titil sinn en kvennasveit Keilis úr Hafnarfirði báru sigur úr býtum gegn kvennaliði Kjalar í úrslitaviðureigninni.

Keppnin hjá konunum var afar spennandi en bráðabana þurfti til að skera úr um sigurvegara. Keiliskonunur unnu fjórmenningsviðureignina en báðar tvímenningsviðureignirnar fóru í bráðabana. Þar áttus við annars vegar Ólöf María Jónsdóttir og Nína Björk Geirsdóttir og Tinna Jóhannsdóttir og Helga Rut Svanbergsdóttir hins vegar. Úrslitin réðust svo á 2. holu bráðabanans hjá Ólöfu og Nínu þar sem sú fyrrnefnda tryggði sigurinn með löngu pútti. Ekki þurfti að fá niðurstöðu úr hinni viðureigninni þar sem Keilir var þegar kominn með tvo vinninga.

Sveit Kjalar vann sveit GS í úrslitaviðureigninni en þeir Heiðar Davíð Bragason, Sigurpáll Geir Sveinsson og Magnús Lárusson unnu allir sínar viðureignir fyrir hönd GKj og dugði það klúbbnum til sigurs. Það reyndist sigur Sigurpáls Geirs sem gerði gæfumuninn en hann vann Örn Ævar Hjartarson 3/2.

Golfklúbbur Vestmannaeyja fagnaði sigri í 2. deild karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×