Að bíða og bíða bana 14. ágúst 2006 04:00 Fyrir þremur árum þustu Bandaríkjamenn og Bretar inn í Bagdad, með stuðningi okkar Íslendinga og fleiri staðfastra þjóða. Írak var hernumið á nokkrum dögum, Saddam steypt af stóli og herinn leystur upp. Allt var það liður í heimsvíðu stríði Bush gegn hryðjuverkastarfsemi, hefnd fyrir árásina á New York. Samt var ekki hægt að tengja þá aðgerð við Írak. Samt var vitað að vonlaust yrði að „frelsa" Írak, líkt og nú hefur komið á daginn. Og samt var það líka alveg pottþétt að innrásin myndi geta af sér enn frekari hryðjuverk. Líkt og einnig hefur komið á daginn. Sem betur fer tókst lögreglu að komast fyrir plönuð sprengjutilræði í flugvélum yfir Atlantshafi í liðinni viku. Sem betur fer dó enginn. Fólk þurfti bara að bíða. Á flugvöllum og hótelum. Okkar vestræni háhraðaheimur tafðist um stund. Samt voru fregnir af þeim óþægindum nálægt því að vera fleiri en fregnir af illri áætlun hryðjuverkamanna og því hvernig lögreglu og stjórnvöldum tókst að komast fyrir hana, hvað þá að hún væri sett í samhengi við ástandið í Írak og Líbanon. Í Ríkisútvarpinu var rætt við Íslendinga í Leifsstöð sem voru sársvekktir yfir því að þurfa að bíða þar heilan dag en gátu þó huggað sig við það að flugfélagið hafði boðið þeim upp á „einn heitan drykk og einn kaldan drykk". Í hinu stóra samhengi hlutanna eru alltaf einhverjir til í að sötra af því smáa. Þetta minnti nokkuð á fréttaflutning okkar ágætu miðla af fyrstu sólahringunum í innrás Ísreala í Líbanon í liðnum mánuði. Fókusinn var allur á okkar fólk, Íslendinga búsetta í Líbanon, og óþægilegar rútuferðir þeirra inn í Sýrland, bið á landamærum og vonda Norðmenn. Við mættum stundum hugsa aðeins stærra og hugsa meira til þeirra sem líða raunverulega kvalir; fólks sem er að deyja úr öðru en leiðindum. En gott og vel. Þegar svo fyrstu vélar fóru á loft frá Heathrow á fimmtudaginn var talað um óþægindin fylgjandi því að þurfa að skilja við handfarangur sinn, fartölvur og síma. Á bak við þær fréttamyndir dóu tíu manns í sprengjutilræðum í Bagdad. Enn ein líkin á dauðahaug stríðsins okkar í Írak sem á hverri stundu getur komið í okkar koll þar sem við sitjum í vélum og lestum okkar skjólgóða heimshluta. „Af hverju þarf fólk að skaða annað fólk?" hljómaði ein fyrirsögn föstudagsins. Leigubílstjóri í London skildi ekkert í því hvers vegna múslimar búsettir á Bretlandseyjum vilji sprengja heimamenn í loft upp. Samt er breski herinn búinn að vera í opnu stríði við múslima í yfir þrjú ár. Ættum við ekki að reyna að sjá heimsviðburðina í hnattrænu ljósi? Höldum við í alvörunni að við getum farið í stríð án óþæginda? Fórnarlaust? Að sitja kyrr á sama stað en samt vera að berjast... Segjum sem svo að í stað Íraks hefðu Bretar og Bandaríkjamenn ráðist inn í Ísland til að hefna fyrir 9-11, hernumið landið á nokkrum klukkustundum, steypt Davíð af stóli og leyst upp landhelgisgæsluna. Útvarpshúsinu í Efstaleiti hefði verið breytt í herfangelsi þar sem löndum okkar hefði verið nauðgað af amerískum herkonum og niðurlægðir af amerískum hermönnum, ljósmyndaðir naktir með íslenska fánann í rassinum og Jón Sigurðsson í munninum, og látnir míga yfir eintök af Eglu og Njálu. Brúðkaupsveisla í Kópavogi hefði í misgáningi verið sprengd í loft upp af bandarískum skriðdreka og heill bekkur í barnaskóla borgarinnar myrtur í misgripum þar sem hann sat í rútu á leið í sund. Varla myndum við þá hugsa hlýlega til Bush og Blairs. Og vart myndum við hlæjandi lesa listann yfir þær þjóðir sem studdu innrásina. Sjálfsagt væru einhverjir á meðal okkar sem myndu þá hyggja á hefndir. Sjálfsagt einhverjir sem myndu ná sambandi við landa okkur á Vesturheimi í von um stuðning. Sjálfsagt myndu einhverjir meðal Vestur-Íslendinga þá hugsa upp aðgerðir í sinni sveit. Sjálfsagt yrðu þeir kallaðir hryðjuverkamenn af kanadískum og bandarískum stjórnvöldum. En sjálfsagt myndu einhver okkar kalla þá þjóðhetjur. Sjaldan veldur einn þá tveir deila. Við skulum vona að við Íslendingar þurfum ekki að súpa seyðið af stuðningi okkar við þetta stríð sem nánast allir hugsandi menn hafa nú viðurkennt að var mistök. En við sitjum engu að síður uppi með skömmina. Við ættum því ekki að væla yfir seinkunum á flugi og handteknum handfarangri. Á meðan aðrir bíða bana höfum við gott af því að bíða. Bíða og hugsa. Hvernig við getum bætt fyrir stuðning okkar við stríðsóðan Bush? Eigum við enn á ný að kjósa það fólk sem kaus að fylgja honum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Innlent Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun
Fyrir þremur árum þustu Bandaríkjamenn og Bretar inn í Bagdad, með stuðningi okkar Íslendinga og fleiri staðfastra þjóða. Írak var hernumið á nokkrum dögum, Saddam steypt af stóli og herinn leystur upp. Allt var það liður í heimsvíðu stríði Bush gegn hryðjuverkastarfsemi, hefnd fyrir árásina á New York. Samt var ekki hægt að tengja þá aðgerð við Írak. Samt var vitað að vonlaust yrði að „frelsa" Írak, líkt og nú hefur komið á daginn. Og samt var það líka alveg pottþétt að innrásin myndi geta af sér enn frekari hryðjuverk. Líkt og einnig hefur komið á daginn. Sem betur fer tókst lögreglu að komast fyrir plönuð sprengjutilræði í flugvélum yfir Atlantshafi í liðinni viku. Sem betur fer dó enginn. Fólk þurfti bara að bíða. Á flugvöllum og hótelum. Okkar vestræni háhraðaheimur tafðist um stund. Samt voru fregnir af þeim óþægindum nálægt því að vera fleiri en fregnir af illri áætlun hryðjuverkamanna og því hvernig lögreglu og stjórnvöldum tókst að komast fyrir hana, hvað þá að hún væri sett í samhengi við ástandið í Írak og Líbanon. Í Ríkisútvarpinu var rætt við Íslendinga í Leifsstöð sem voru sársvekktir yfir því að þurfa að bíða þar heilan dag en gátu þó huggað sig við það að flugfélagið hafði boðið þeim upp á „einn heitan drykk og einn kaldan drykk". Í hinu stóra samhengi hlutanna eru alltaf einhverjir til í að sötra af því smáa. Þetta minnti nokkuð á fréttaflutning okkar ágætu miðla af fyrstu sólahringunum í innrás Ísreala í Líbanon í liðnum mánuði. Fókusinn var allur á okkar fólk, Íslendinga búsetta í Líbanon, og óþægilegar rútuferðir þeirra inn í Sýrland, bið á landamærum og vonda Norðmenn. Við mættum stundum hugsa aðeins stærra og hugsa meira til þeirra sem líða raunverulega kvalir; fólks sem er að deyja úr öðru en leiðindum. En gott og vel. Þegar svo fyrstu vélar fóru á loft frá Heathrow á fimmtudaginn var talað um óþægindin fylgjandi því að þurfa að skilja við handfarangur sinn, fartölvur og síma. Á bak við þær fréttamyndir dóu tíu manns í sprengjutilræðum í Bagdad. Enn ein líkin á dauðahaug stríðsins okkar í Írak sem á hverri stundu getur komið í okkar koll þar sem við sitjum í vélum og lestum okkar skjólgóða heimshluta. „Af hverju þarf fólk að skaða annað fólk?" hljómaði ein fyrirsögn föstudagsins. Leigubílstjóri í London skildi ekkert í því hvers vegna múslimar búsettir á Bretlandseyjum vilji sprengja heimamenn í loft upp. Samt er breski herinn búinn að vera í opnu stríði við múslima í yfir þrjú ár. Ættum við ekki að reyna að sjá heimsviðburðina í hnattrænu ljósi? Höldum við í alvörunni að við getum farið í stríð án óþæginda? Fórnarlaust? Að sitja kyrr á sama stað en samt vera að berjast... Segjum sem svo að í stað Íraks hefðu Bretar og Bandaríkjamenn ráðist inn í Ísland til að hefna fyrir 9-11, hernumið landið á nokkrum klukkustundum, steypt Davíð af stóli og leyst upp landhelgisgæsluna. Útvarpshúsinu í Efstaleiti hefði verið breytt í herfangelsi þar sem löndum okkar hefði verið nauðgað af amerískum herkonum og niðurlægðir af amerískum hermönnum, ljósmyndaðir naktir með íslenska fánann í rassinum og Jón Sigurðsson í munninum, og látnir míga yfir eintök af Eglu og Njálu. Brúðkaupsveisla í Kópavogi hefði í misgáningi verið sprengd í loft upp af bandarískum skriðdreka og heill bekkur í barnaskóla borgarinnar myrtur í misgripum þar sem hann sat í rútu á leið í sund. Varla myndum við þá hugsa hlýlega til Bush og Blairs. Og vart myndum við hlæjandi lesa listann yfir þær þjóðir sem studdu innrásina. Sjálfsagt væru einhverjir á meðal okkar sem myndu þá hyggja á hefndir. Sjálfsagt einhverjir sem myndu ná sambandi við landa okkur á Vesturheimi í von um stuðning. Sjálfsagt myndu einhverjir meðal Vestur-Íslendinga þá hugsa upp aðgerðir í sinni sveit. Sjálfsagt yrðu þeir kallaðir hryðjuverkamenn af kanadískum og bandarískum stjórnvöldum. En sjálfsagt myndu einhver okkar kalla þá þjóðhetjur. Sjaldan veldur einn þá tveir deila. Við skulum vona að við Íslendingar þurfum ekki að súpa seyðið af stuðningi okkar við þetta stríð sem nánast allir hugsandi menn hafa nú viðurkennt að var mistök. En við sitjum engu að síður uppi með skömmina. Við ættum því ekki að væla yfir seinkunum á flugi og handteknum handfarangri. Á meðan aðrir bíða bana höfum við gott af því að bíða. Bíða og hugsa. Hvernig við getum bætt fyrir stuðning okkar við stríðsóðan Bush? Eigum við enn á ný að kjósa það fólk sem kaus að fylgja honum?
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun