Viðskipti erlent

Hagnaður Wal-Mart minni en vænst var

Hagnaður Wal-Mart verslanakeðjunnar dróst saman á öðrum ársfjórðungi í fyrsta sinn í áratug.
Hagnaður Wal-Mart verslanakeðjunnar dróst saman á öðrum ársfjórðungi í fyrsta sinn í áratug. Mynd/AP

Hagnaður bandarísku verslanakeðjunnar Wal-Mart á öðrum ársfjórðungi nam tæpum 2,1 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 148 milljarða íslenskra króna. Þetta er 720 milljónum dölum minna en á sama tíma fyrir ári og í fyrsta sinn í áratug sem hagnaður verslanakeðjunnar dregst saman á milli ára.

Helstu ástæður minni hagnaðar eru þær að fyrirtækið hætti við útrás á þýskan markað og ákvað að selja 85 verslanir keðjunnar til þýska keppinautarins Metro í síðasta mánuði. Talið er að tap Wal-Mart vegna þessa geti numið allt að einum milljarði dala, um 75 milljörðum króna. Þá flutti fyrirtækið sig sömuleiðis frá Suður-Kóreu með nokkrum kostnaði.

Wal-Mart, sem rekur 6.400 verslanir í 15 löndum, hefur orðið fyrir nokkrum skakkaföllum á síðustu mánuðum, meðal annars vegna minni sölu í kjölfar aukinnar samkeppni á heimamarkaði í Bandaríkjunum auk þess sem tíðar eldsneytishækkanir hafa orðið þess valdandi að almenningur haldið fastar um budduna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×