Sport

Felipe Massa í fyrsta sinn á ráspól

fögnuður Massa og Schumacher faðmast hér eftir tímatökuna í gær.
fögnuður Massa og Schumacher faðmast hér eftir tímatökuna í gær. MYND/Getty

Formúla 1 Ferrrari-ökumaðurinn Felipe Massa tryggði sér sinn fyrsta ráspól á ferlinum í gær þegar tímatakan fyrir Tyrklandskappaksturinn fór fram. Massa náði frábærum hring undir lok tímatökunnar og skaut um leið félaga sínum, Michael Schumacher, í annað sætið. Heimsmeistarinn Fernando Alonso náði þriðja besta tímanum og félagi hans, Fisichella, mun ræsa fjórði.

"Þetta er stórkostleg stund fyrir mig," sagði himinlifandi Massa eftir tímatökuna. "Ég er glaður en um leið nokkuð hissa. Fyrsti ráspóllinn verður alltaf eftirminnilegur. Ég náði frábærum hring en það hefði ekki tekist án aðstoðar liðsins sem er að gera frábæra hluti," sagði Massa og Schumacher bætti við: "Þetta fór ekki alveg eftir áætlun. Ég var með góðan bíl en náði bara ekki sýna mitt besta í dag."

Schumacher er farinn að nálgast Alonso í stigakeppni ökumanna og það verður mikið undir í kappakstrinum í dag. "Við trúum því að við munum hafa nægan hraða í keppninni í dag," sagði Fernando Alonso en Renault-bíllinn leit aldrei út fyrir að hafa sama hraða og Ferrari-bílarnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×