Sport

Óttast um framtíðina

Thomas gravesen Fær ekki að spila með Real Madrid.
Thomas gravesen Fær ekki að spila með Real Madrid. MYND/Getty

Danski landsliðsmaðurinn Thomas Gravesen óttast mjög að hann verði læstur inni hjá Real Madrid þar sem ekki er enn búið að ganga frá sölu eða láni á honum til annars félags en hann á enga framtíð hjá Madrídar-liðinu eftir að Fabio Capello tók við liðinu.

Gravesen hefur staðfest að Celtic, Newcastle, Bolton, Middlesbrough og hans gamla félag, Everton, hafi öll áhuga á sér en það hefur ekki skilað neinu hingað til.

"Ég óttast að vera fastur hér án þess að spila og ekki gera það sem ég elska mest. Vonandi fara hlutirnir að smella. Það eru viðræður í gangi og ég verð að vona það besta," sagði Gravesen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×