Leiknir hefur ekki skorað í 526 mínútur 28. ágúst 2006 09:00 Sumarið hefur verið mjög furðulegt hjá 1. deildarliði Leiknis. Liðið hóf leiktíðina mjög vel og gott gengi liðsins kom mörgum skemmtilega á óvart. Það var ekki bara að liðið væri að hala inn stig heldur skoraði það fjölda marka og flest mörk allra liða í fyrri hluta 1. deildarinnar. Það eru ólíkir tímar núna því sóknarmenn liðsins virðast hafa týnt markaskónum. Liðinu hefur ekki tekist að skora í síðustu fimm leikjum sínum og það eru 526 mínútur síðan Einar Örn Einarsson skoraði síðast fyrir liðið en það var í 2-3 tapleik gegn Fram þann 21. júlí síðastliðinn. "Þetta er ekki skemmtilegt ástand," sagði Garðar Gunnar Ásgeirsson, þjálfari Leiknis. "Það vantar ekki að menn skori á æfingum og fái færi í leikjum. Það virðist bara ekki vera hægt að koma blöðrunni yfir blessaða línuna. Það má samt ekki gleyma að við höfum haldið markinu hreinu í fjórum af þessum fimm leikjum og það er mjög jákvætt." Leiknir er í sjöunda sæti 1. deildarinnar eftir sextán leiki og svo gott sem búið að bjarga sér frá falli en aðeins eitt lið fellur úr deildinni í sumar. Það sem vekur einnig athygli við markaþurrðina er sú staðreynd að félagið hefir endurheimt markaskorarann Jakob Spangsberg á þessu tímabili en hann kom aftur frá Val og bjuggust margir við því að þá myndi mörkunum byrja að rigna en það er ekki og Jakob á enn eftir að skora fyrir liðið í sumar. "Þetta er örugglega ekkert auðvelt fyrir framherjana en ég óttast ekkert á meðan við höldum áfram að skapa okkur færi," sagði Garðar en hann segist ekki hafa íhugað að beita einhverjum óhefðbundnum aðferðum til að leysa markavandræðin. Íþróttir Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Sjá meira
Sumarið hefur verið mjög furðulegt hjá 1. deildarliði Leiknis. Liðið hóf leiktíðina mjög vel og gott gengi liðsins kom mörgum skemmtilega á óvart. Það var ekki bara að liðið væri að hala inn stig heldur skoraði það fjölda marka og flest mörk allra liða í fyrri hluta 1. deildarinnar. Það eru ólíkir tímar núna því sóknarmenn liðsins virðast hafa týnt markaskónum. Liðinu hefur ekki tekist að skora í síðustu fimm leikjum sínum og það eru 526 mínútur síðan Einar Örn Einarsson skoraði síðast fyrir liðið en það var í 2-3 tapleik gegn Fram þann 21. júlí síðastliðinn. "Þetta er ekki skemmtilegt ástand," sagði Garðar Gunnar Ásgeirsson, þjálfari Leiknis. "Það vantar ekki að menn skori á æfingum og fái færi í leikjum. Það virðist bara ekki vera hægt að koma blöðrunni yfir blessaða línuna. Það má samt ekki gleyma að við höfum haldið markinu hreinu í fjórum af þessum fimm leikjum og það er mjög jákvætt." Leiknir er í sjöunda sæti 1. deildarinnar eftir sextán leiki og svo gott sem búið að bjarga sér frá falli en aðeins eitt lið fellur úr deildinni í sumar. Það sem vekur einnig athygli við markaþurrðina er sú staðreynd að félagið hefir endurheimt markaskorarann Jakob Spangsberg á þessu tímabili en hann kom aftur frá Val og bjuggust margir við því að þá myndi mörkunum byrja að rigna en það er ekki og Jakob á enn eftir að skora fyrir liðið í sumar. "Þetta er örugglega ekkert auðvelt fyrir framherjana en ég óttast ekkert á meðan við höldum áfram að skapa okkur færi," sagði Garðar en hann segist ekki hafa íhugað að beita einhverjum óhefðbundnum aðferðum til að leysa markavandræðin.
Íþróttir Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti