Úlfur úlfur 3. september 2006 00:09 Einhvern tímann heyrði ég því fleygt að bjartsýnismaður væri sá sem neitaði að læra af reynslunni. Þetta er frekar vonleysislegt viðhorf en það er þó svo að reynslan er harður húsbóndi. Mér varð hugsað til þessa þegar ég heyrði Steingrím J. Sigfússon formann VG lýsa því yfir að hann vildi láta á það reyna hvort ekki væri hægt að ná samstöðu við hina stjórnarandstöðuflokkana um ákveðin lykilmál fyrir næstu kosningar. Mér finnst þessi hugmynd Steingríms mjög fín. Það væri ljómandi gott fyrir pólitíska umræðu í landinu ef fram kæmi með skýrum hætti á hverju kjósendur geta átt von komist vinstri stjórn til valda. En ég held að þetta verði ekki auðvelt verk, langt í frá. Ekki í fyrsta sinnÞað væri pólitískt afrek hjá Steingrími ef honum tækist að draga fram stefnu Samfylkingarinnar í ákveðnum lykilmálum fyrir næstu kosningar.Samfylkingin hefur verið svo upptekin af því að verða stór stjórnmálaflokkur að hún forðast eins og heitan eldinn að segja eitthvað fast og ákveðið um nokkurn skapaðan hlut. Orðin nútímalegur, framsækinn og metnaðarfullur jafnaðarmannaflokkur virðast eiga að duga sem útfærsla helstu stefnumála. Steingrímur hefur reyndar tekið fram að hann hafi reynt fyrir síðustu kosningar að fá Samfylkinguna til að leggja fram stefnumál sín og stilla þannig saman strengi stjórnarandstöðunnar. Það tókst ekki þá.Metnaðarfullt verkefni SteingrímsMér finnst mest spennandi að fylgjast með því hvernig Steingrími muni ganga að ná út úr Samfylkingunni útfærslu hennar á stefnu sinni í sjávarútvegsmálum. Eins og fram hefur komið vill Ingibjörg Sólrún útfæra stefnu síns flokks í nánu samráði við Landssamband íslenskra útvegsmanna og önnur hagsmunasamtök í sjávarútvegi. Við upphaf kosningavetrar er enn erfitt að henda reiður á hver útfærslan á að vera.Vandinn er sá að Steingrímur er prinsippmaður í pólitík. Hann mun því eiga erfitt með að sitja með þeim Samfylkingarmönnum á fundum inni í LÍÚ og taka þar við línunni. Ekki síður hlýtur það að verða spennandi að sjá sameiginlega stefnu VG og Samfylkingarinnar í utanríkismálum. Þar hefur Ingibjörg þó talað nokkuð skýrt í einu máli, Samfylkingin vill að Ísland gangi í ESB. Steingrímur myndi sennilega fyrr ganga prívat og persónulega í NATO heldur en að berjast fyrir aðild Íslands að ESB. Svona má lengi telja.Glanni glæpurFyrstu viðbrögð Ingibjargar Sólrúnar eru þau að kalla tillögu Steingríms fjölmiðlaleikrit. Það hlýtur að vera særandi fyrir Steingrím að fá þessa einkunn frá leiðtoga Samfylkingarinnar, þetta er svona eins og að mega þola það að vera sakaður um ofleik af Glanna glæp. Ingibjörg nefnir þó að samhljómur geti orðið hjá flokkunum um andstöðu við stóriðjustefnu.Væntanlega vísar formaður Samfylkingarinnar þar til þátttöku ríkisins í raforkuframleiðslu til álbræðslu og þá meðal annars til framkvæmdanna við Kárahnjúka. Ekki ætti að þurfa að rifja upp að Ingibjörg lék lykilhlutverk í því að tryggja að Kárahnjúkastíflan yrði reist. Atkvæði hennar í borgarstjórn skipti sköpum þegar kosið var þar um hvort ábyrgðir yrðu veittar til verkefnisins. Og allir viðstaddir þingmenn Samfylkingarinnar að tveimur undanskildum kusu með framkvæmdinni á þingi. Hætt er við að sá samhljómur sem Ingibjörg hyggst ná með VG í þessu máli verður fremur holur og að stöku nóta skeri í eyru.GengisfellingEn þó að erfiðlega muni ganga að finna málefnalegan grundvöll fyrir samstarfi vinstri flokkanna þá eiga þeir auðvelt með að stilla saman strengi í upphlaupsmálum. Hart hefur verið gengið fram og fyrrverandi iðnaðarráðherra sakaður um að hafa vísvitandi leynt Alþingi Íslendinga mikilvægum upplýsingum vegna byggingar Kárahnjúkastíflu. Það er vart hægt að bera ráðherra þyngri sökum en þessum. Það má ljóst vera að enginn setur slíkar ásakanir fram án þess að hafa fyrir þeim ríka sannfæringu og haldgóð rök. Stjórnarandstaðan hefur vitað af málsmeðferð Valgerðar og skýrslu Gríms frá því árið 2003 og jafnvel fyrir þann tíma. Ef það er einlæg skoðun stjórnarandstöðunnar að Valgerður hafi brugðist skyldum sínum, hvers vegna í ósköpunum féllu þá ekki jafnþung orð og nú hafa fallið árið 2003, árið 2004 eða árið 2005? Er eitthvert sérstakt tilefni núna? Eða var stjórnarandstaðan virkilega svona fattlaus í öll þessi ár?Einhvern tímann kann það að gerast að ráðherra reyni vísvitandi að leyna Alþingi upplýsingum. Þá skiptir máli að ekki sé búið að gengisfella slíkar ásakanir með tilhæfulausum upphlaupum. Alþingi þarf mjög á því að halda að komi slíkar ásaknir fram hjá málsmetandi mönnum sé á þær hlustað og þær teknar alvarlega. Það hlustaði enginn á strákinn sem kallaði úlfur, úlfur þegar hann loksins þurfti á því að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Gunnarsson Skoðanir Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Einhvern tímann heyrði ég því fleygt að bjartsýnismaður væri sá sem neitaði að læra af reynslunni. Þetta er frekar vonleysislegt viðhorf en það er þó svo að reynslan er harður húsbóndi. Mér varð hugsað til þessa þegar ég heyrði Steingrím J. Sigfússon formann VG lýsa því yfir að hann vildi láta á það reyna hvort ekki væri hægt að ná samstöðu við hina stjórnarandstöðuflokkana um ákveðin lykilmál fyrir næstu kosningar. Mér finnst þessi hugmynd Steingríms mjög fín. Það væri ljómandi gott fyrir pólitíska umræðu í landinu ef fram kæmi með skýrum hætti á hverju kjósendur geta átt von komist vinstri stjórn til valda. En ég held að þetta verði ekki auðvelt verk, langt í frá. Ekki í fyrsta sinnÞað væri pólitískt afrek hjá Steingrími ef honum tækist að draga fram stefnu Samfylkingarinnar í ákveðnum lykilmálum fyrir næstu kosningar.Samfylkingin hefur verið svo upptekin af því að verða stór stjórnmálaflokkur að hún forðast eins og heitan eldinn að segja eitthvað fast og ákveðið um nokkurn skapaðan hlut. Orðin nútímalegur, framsækinn og metnaðarfullur jafnaðarmannaflokkur virðast eiga að duga sem útfærsla helstu stefnumála. Steingrímur hefur reyndar tekið fram að hann hafi reynt fyrir síðustu kosningar að fá Samfylkinguna til að leggja fram stefnumál sín og stilla þannig saman strengi stjórnarandstöðunnar. Það tókst ekki þá.Metnaðarfullt verkefni SteingrímsMér finnst mest spennandi að fylgjast með því hvernig Steingrími muni ganga að ná út úr Samfylkingunni útfærslu hennar á stefnu sinni í sjávarútvegsmálum. Eins og fram hefur komið vill Ingibjörg Sólrún útfæra stefnu síns flokks í nánu samráði við Landssamband íslenskra útvegsmanna og önnur hagsmunasamtök í sjávarútvegi. Við upphaf kosningavetrar er enn erfitt að henda reiður á hver útfærslan á að vera.Vandinn er sá að Steingrímur er prinsippmaður í pólitík. Hann mun því eiga erfitt með að sitja með þeim Samfylkingarmönnum á fundum inni í LÍÚ og taka þar við línunni. Ekki síður hlýtur það að verða spennandi að sjá sameiginlega stefnu VG og Samfylkingarinnar í utanríkismálum. Þar hefur Ingibjörg þó talað nokkuð skýrt í einu máli, Samfylkingin vill að Ísland gangi í ESB. Steingrímur myndi sennilega fyrr ganga prívat og persónulega í NATO heldur en að berjast fyrir aðild Íslands að ESB. Svona má lengi telja.Glanni glæpurFyrstu viðbrögð Ingibjargar Sólrúnar eru þau að kalla tillögu Steingríms fjölmiðlaleikrit. Það hlýtur að vera særandi fyrir Steingrím að fá þessa einkunn frá leiðtoga Samfylkingarinnar, þetta er svona eins og að mega þola það að vera sakaður um ofleik af Glanna glæp. Ingibjörg nefnir þó að samhljómur geti orðið hjá flokkunum um andstöðu við stóriðjustefnu.Væntanlega vísar formaður Samfylkingarinnar þar til þátttöku ríkisins í raforkuframleiðslu til álbræðslu og þá meðal annars til framkvæmdanna við Kárahnjúka. Ekki ætti að þurfa að rifja upp að Ingibjörg lék lykilhlutverk í því að tryggja að Kárahnjúkastíflan yrði reist. Atkvæði hennar í borgarstjórn skipti sköpum þegar kosið var þar um hvort ábyrgðir yrðu veittar til verkefnisins. Og allir viðstaddir þingmenn Samfylkingarinnar að tveimur undanskildum kusu með framkvæmdinni á þingi. Hætt er við að sá samhljómur sem Ingibjörg hyggst ná með VG í þessu máli verður fremur holur og að stöku nóta skeri í eyru.GengisfellingEn þó að erfiðlega muni ganga að finna málefnalegan grundvöll fyrir samstarfi vinstri flokkanna þá eiga þeir auðvelt með að stilla saman strengi í upphlaupsmálum. Hart hefur verið gengið fram og fyrrverandi iðnaðarráðherra sakaður um að hafa vísvitandi leynt Alþingi Íslendinga mikilvægum upplýsingum vegna byggingar Kárahnjúkastíflu. Það er vart hægt að bera ráðherra þyngri sökum en þessum. Það má ljóst vera að enginn setur slíkar ásakanir fram án þess að hafa fyrir þeim ríka sannfæringu og haldgóð rök. Stjórnarandstaðan hefur vitað af málsmeðferð Valgerðar og skýrslu Gríms frá því árið 2003 og jafnvel fyrir þann tíma. Ef það er einlæg skoðun stjórnarandstöðunnar að Valgerður hafi brugðist skyldum sínum, hvers vegna í ósköpunum féllu þá ekki jafnþung orð og nú hafa fallið árið 2003, árið 2004 eða árið 2005? Er eitthvert sérstakt tilefni núna? Eða var stjórnarandstaðan virkilega svona fattlaus í öll þessi ár?Einhvern tímann kann það að gerast að ráðherra reyni vísvitandi að leyna Alþingi upplýsingum. Þá skiptir máli að ekki sé búið að gengisfella slíkar ásakanir með tilhæfulausum upphlaupum. Alþingi þarf mjög á því að halda að komi slíkar ásaknir fram hjá málsmetandi mönnum sé á þær hlustað og þær teknar alvarlega. Það hlustaði enginn á strákinn sem kallaði úlfur, úlfur þegar hann loksins þurfti á því að halda.