Hlutleysi á hlutleysi ofan 6. september 2006 06:00 Hlutlaus seðlabankastjóri tjáir sig um heitustu málefni líðandi stundar í hlutlausu ríkissjónvarpi. Er hægt að vera öllu hlutlausari? Einhvers staðar stendur að Seðlabankinn eigi að vera óháður ríkisvaldinu. Mikið rétt ¿ og er það ekki líka dásamleg sönnun um sjálfstæði hans að bankastjórinn hiki ekki við að senda jafnt stjórn og stjórnarandstöðu tóninn þegar honum mislíka orð þeirra og gerðir. Auk þess stendur hvergi að stjórn landsins skuli óháð Seðlabankanum! Af er sú tíð þegar Davíð lét þau orð falla við heimsókn Clinton-hjónanna til hans: "Ekki skil ég í því að þið skuluð vera að heimsækja mig, hálfhættan og hálfdauðan." Það er sko ekkert "hálf-" við minn mann þessa stundina. Hann er sprelllifandi og heldur sig við sama gamla heygarðshornið og þegar hann lýsti hérlendri umræðu um Írak sem "mestu vitleysisumræðu, sem fram hefði farið á byggðu bóli". Nú er það umræðan um skýrslu Gríms Björnssonar sem er "ein af þessum vitleysisumræðum, sem fara reglulega í gang í íslenskri pólitík." Alþingi á ekki að ræða sprungur og jarðlög. Alþingi á að heimila hundraða milljarða króna framkvæmdir á vegum ríkisins á grundvelli þeirra upplýsinga sem ríkisvaldinu þóknast að skammta því. Það var hárrétt af Valgerði að vera ekki að hafa fyrir að lesa þessa skýrslu Gríms upp á heilar fimm blaðsíður. Það er mörg skýrslan sem berst inn á borð ráðherra og ef þeir læsu þær allar gerðu þeir ekki annað. Svona skýrslur eru náttúrlega til þess eins fallnar að rugla ráðamenn í ríminu. Best að láta embættismennina lesa þær svo að ráðherrarnir geti tekið hlutlausar ákvarðanir. Annars eiga embættismenn - aðrir en seðlabankastjórinn hlutlausi - ekki að hafa skoðanir, eða að minnsta kosti ekki að tjá þær opinberlega. Samkvæmt skipuriti var það ekki í verkahring Gríms Björnssonar að hafa skoðanir á jarðlögum við Kárahnjúka þó svo að málið væri á sérfræðasviði hans. Auk þess var álit hans ekki hluti af lögskipuðu ferli um umhverfismat og því vafasamt hvort nokkurt mark bæri að taka á því. Allavega var rétt að stimpla það trúnaðarmál meðan embættismenn væru að velta vöngum yfir því hvar svona skýrsla passaði inn í ákvarðanaferlið. Ef verið er að leyfa embættismönnum og sérfræðingum að hafa skoðanir á annað borð verður að passa að þær renni eftir ákveðnum farvegi. Sérfræðingar sem komið hafa að umhverfismati kvarta yfir því að neikvæðar athugasemdir þeirra um fyrirhugaðar framkvæmdir séu felldar niður eða brenglaðar framkvæmdinni í hag, áður en þær eru sendar skipulagsstofnun og ráðherra til ákvörðunar. Svörin sem þeir fá eru að ef þeir komist að neikvæðum niðurstöðum, sé það vegna þess að þeir láti fyrirfram myndaðar skoðanir sínar hafa áhrif á fræðilegar niðurstöður. Þeir séu með öðrum orðum að skipta sér af pólitík! Prófessor, sem lagt hefur fram ítarlegar álitsgerðir um skattamál og sýnt fram á vaxandi ójöfnuð í íslensku þjóðfélagi og byggt málflutning sinn á skýrslum frá OECD og Hagstofu Íslands er stimplaður pólitískur andstæðingur, sem þess vegna þurfi ekki að taka mark á. Þegar ekki er hægt að þagga niður í honum með þessum hætti er reynt að þegja hann og niðurstöður hans í hel. Ástandið á Landspítala - háskólasjúkrahúsi fer ekki framhjá neinum. Stjórnarformaðurinn tjáði sig um það nýlega "að það þyrfti alltaf að fara fram opin umræða á hverjum tíma um málefni spítalans, en það væri mjög nauðsynlegt að hún færi fram innan veggja spítalans en ekki í fjölmiðlum." Læknar kvarta hins vegar hástöfum undan því að gagnrýni sem sett er fram á vettvangi innan spítalans sé tekin óstinnt upp og þeim jafnvel hótað atvinnumissi. Það er því ljóst að eftir því sem lengra hefur liðið á valdaferil núverandi stjórnarflokka hefur æ meir verið þjarmað að tjáningarfrelsinu, svo að stappar nærri skoðanakúgun, þar sem flokksbroddarnir telja flokkshagsmuni sína í húfi. Umræður eiga að fara fram innan veggja valdsins. Gagnrýni jafnt stjórnarandstæðinga sem sérfræðinga er vísað á bug sem "vitleysisumræðum". Aðeins einn maður hefur fengið og á að fá áfram að gjósa með reglulegu millibili og hann heitir Davíð Oddsson. En gallinn við þessi gos hans er að þau eru mestan part eldingar og aska. Honum er - og hefur alltaf verið - fyrirmunað að rökræða mál á vitsmunalegum forsendum. Því gildir það einu fyrir efnistök umræðunnar hvort hlutlaus seðlabankastjórinn lætur gamminn geisa í hlutlausum ríkismiðlinum, eða ekki. En skyldi ekki fara hrollur um ýmsa þá, sem þaggað hefur verið niður í á undanförnum árum, að heyra rödd valdsins bergmála úr grafhvelfingum Seðlabankans. Löglegt kannski - en smekklaust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Hannibalsson Skoðanir Mest lesið Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun
Hlutlaus seðlabankastjóri tjáir sig um heitustu málefni líðandi stundar í hlutlausu ríkissjónvarpi. Er hægt að vera öllu hlutlausari? Einhvers staðar stendur að Seðlabankinn eigi að vera óháður ríkisvaldinu. Mikið rétt ¿ og er það ekki líka dásamleg sönnun um sjálfstæði hans að bankastjórinn hiki ekki við að senda jafnt stjórn og stjórnarandstöðu tóninn þegar honum mislíka orð þeirra og gerðir. Auk þess stendur hvergi að stjórn landsins skuli óháð Seðlabankanum! Af er sú tíð þegar Davíð lét þau orð falla við heimsókn Clinton-hjónanna til hans: "Ekki skil ég í því að þið skuluð vera að heimsækja mig, hálfhættan og hálfdauðan." Það er sko ekkert "hálf-" við minn mann þessa stundina. Hann er sprelllifandi og heldur sig við sama gamla heygarðshornið og þegar hann lýsti hérlendri umræðu um Írak sem "mestu vitleysisumræðu, sem fram hefði farið á byggðu bóli". Nú er það umræðan um skýrslu Gríms Björnssonar sem er "ein af þessum vitleysisumræðum, sem fara reglulega í gang í íslenskri pólitík." Alþingi á ekki að ræða sprungur og jarðlög. Alþingi á að heimila hundraða milljarða króna framkvæmdir á vegum ríkisins á grundvelli þeirra upplýsinga sem ríkisvaldinu þóknast að skammta því. Það var hárrétt af Valgerði að vera ekki að hafa fyrir að lesa þessa skýrslu Gríms upp á heilar fimm blaðsíður. Það er mörg skýrslan sem berst inn á borð ráðherra og ef þeir læsu þær allar gerðu þeir ekki annað. Svona skýrslur eru náttúrlega til þess eins fallnar að rugla ráðamenn í ríminu. Best að láta embættismennina lesa þær svo að ráðherrarnir geti tekið hlutlausar ákvarðanir. Annars eiga embættismenn - aðrir en seðlabankastjórinn hlutlausi - ekki að hafa skoðanir, eða að minnsta kosti ekki að tjá þær opinberlega. Samkvæmt skipuriti var það ekki í verkahring Gríms Björnssonar að hafa skoðanir á jarðlögum við Kárahnjúka þó svo að málið væri á sérfræðasviði hans. Auk þess var álit hans ekki hluti af lögskipuðu ferli um umhverfismat og því vafasamt hvort nokkurt mark bæri að taka á því. Allavega var rétt að stimpla það trúnaðarmál meðan embættismenn væru að velta vöngum yfir því hvar svona skýrsla passaði inn í ákvarðanaferlið. Ef verið er að leyfa embættismönnum og sérfræðingum að hafa skoðanir á annað borð verður að passa að þær renni eftir ákveðnum farvegi. Sérfræðingar sem komið hafa að umhverfismati kvarta yfir því að neikvæðar athugasemdir þeirra um fyrirhugaðar framkvæmdir séu felldar niður eða brenglaðar framkvæmdinni í hag, áður en þær eru sendar skipulagsstofnun og ráðherra til ákvörðunar. Svörin sem þeir fá eru að ef þeir komist að neikvæðum niðurstöðum, sé það vegna þess að þeir láti fyrirfram myndaðar skoðanir sínar hafa áhrif á fræðilegar niðurstöður. Þeir séu með öðrum orðum að skipta sér af pólitík! Prófessor, sem lagt hefur fram ítarlegar álitsgerðir um skattamál og sýnt fram á vaxandi ójöfnuð í íslensku þjóðfélagi og byggt málflutning sinn á skýrslum frá OECD og Hagstofu Íslands er stimplaður pólitískur andstæðingur, sem þess vegna þurfi ekki að taka mark á. Þegar ekki er hægt að þagga niður í honum með þessum hætti er reynt að þegja hann og niðurstöður hans í hel. Ástandið á Landspítala - háskólasjúkrahúsi fer ekki framhjá neinum. Stjórnarformaðurinn tjáði sig um það nýlega "að það þyrfti alltaf að fara fram opin umræða á hverjum tíma um málefni spítalans, en það væri mjög nauðsynlegt að hún færi fram innan veggja spítalans en ekki í fjölmiðlum." Læknar kvarta hins vegar hástöfum undan því að gagnrýni sem sett er fram á vettvangi innan spítalans sé tekin óstinnt upp og þeim jafnvel hótað atvinnumissi. Það er því ljóst að eftir því sem lengra hefur liðið á valdaferil núverandi stjórnarflokka hefur æ meir verið þjarmað að tjáningarfrelsinu, svo að stappar nærri skoðanakúgun, þar sem flokksbroddarnir telja flokkshagsmuni sína í húfi. Umræður eiga að fara fram innan veggja valdsins. Gagnrýni jafnt stjórnarandstæðinga sem sérfræðinga er vísað á bug sem "vitleysisumræðum". Aðeins einn maður hefur fengið og á að fá áfram að gjósa með reglulegu millibili og hann heitir Davíð Oddsson. En gallinn við þessi gos hans er að þau eru mestan part eldingar og aska. Honum er - og hefur alltaf verið - fyrirmunað að rökræða mál á vitsmunalegum forsendum. Því gildir það einu fyrir efnistök umræðunnar hvort hlutlaus seðlabankastjórinn lætur gamminn geisa í hlutlausum ríkismiðlinum, eða ekki. En skyldi ekki fara hrollur um ýmsa þá, sem þaggað hefur verið niður í á undanförnum árum, að heyra rödd valdsins bergmála úr grafhvelfingum Seðlabankans. Löglegt kannski - en smekklaust.