Virkjum kennarana 17. september 2006 00:01 Á tímabili var ekki þverfótað hér á Íslandi fyrir kínverskum sendinefndum. Aftur og aftur komu hingað í heimsókn háttsettir kínverskir embættismenn með heilmikið lið með sér. Þegar maður las upplýsingablöðin frá kerfinu kom gjarnan fram að þessi eða hinn væri númer þetta eða hitt valdamesti maður Kína. Allt mjög spennandi og ótrúlega margir þeirra virtust einhverra hluta vegna vera menntaðir í landbúnaðarverkfræði; mér fannst alltaf að Guðni Ágústsson hefði átt að hitta þá sérstaklega. Eitthvað virðist fara minna fyrir heimsóknum kínverskra ráðamanna undanfarið, en þeim mun meira sjáum við til skýrslugerðarmanna OECD hér á landi. Ég held þó ekki að það sé samhengi þarna á milli. OECD var að skila skýrslu þar sem borin eru saman útgjöld ríkja til menntamála. Augljóst er að við Íslendingar erum markvisst að bæta okkur í menntamálunum en um leið sjáum við að enn er margt ógert. Hjá OECD sést að við erum í allra fremstu röð þegar kemur að framlögum til grunnskólans. Það er því ekki óeðlilegt að við gerum þá kröfu að grunnskólinn á Íslandi sé í allra fremstu röð. Auðvitað eru alþjóðlegar samanburðarrannsóknir ekki endanlegur mælikvarði á gæði skólastarfs en það bendir margt til þess að það sé ekki nægjanlegt samhengi á milli þess hversu miklum fjármunum við veitum til grunnskólans annars vegar og hver gæði menntunarinnar eru hins vegar. Við eigum að setja okkur það markmið að grunnskólinn á Íslandi verði besti grunnskóli í heimi og að við verðum fyrirmynd annarra í þeim efnum. En þá er nauðsynlegt að við séum tilbúin til að ræða af alvöru hverju þurfi að breyta í grunnskólanum til þess að það markmið náist. Námsgögn eru augljóslega lykilþáttur alls skólastarfs. Hjá okkur er málunum þannig háttað að ríkið útvegar grunnskólunum fjármuni til kaupa á námsgögnum. Það er gert með þeim hætti að hver skóli fær einhvers konar punkta sem hann getur síðan notað í Námsgagnastofnun til að kaupa námsgögn. Ríkið rekur Námsgagnastofnun. Ef skóli er ekki ánægður með það sem er í boði hjá Námsgagnastofnun og vill láta nemendur sína fá annað kennsluefni, þá þarf hann að taka peninga af rekstrarfé sínu til að fjármagna kaup á því námsefni. Þetta fyrirkomulag er ekki til þess fallið að auka sveigjanleika eða fjölbreytni í skólastarfinu og þaðan af síður er það hvetjandi fyrir kennara til að leita uppi eða framleiða sjálfir gott námsefni. Þetta er miðstýringarkerfi sem á að heyra sögunni til. Eðlilegra væri að skólarnir fengju hver fyrir sig fjármuni sem þeim er ætlað til að kaupa námsgögn fyrir. Það yrði síðan skólanna sjálfra, kennara og skólastjórnenda, að ákveða hvaða viðurkenndar kennslubækur eða önnur námsgögn henti best. Með þessu myndi margt vera unnið. Það verður til hvati fyrir kennara að þróa sjálfir námsgögn og selja þau til annarra skóla. Kennararnir eru þeir sem þekkja best hvernig krakkarnir læra og hvað þeir þurfa að hafa í höndunum til að ná árangri í náminu. Hví ekki að virkja hugvit þeirra og fá fram einhverja samkeppni í námsgagnagerð? Námsgagnastofnun á að halda áfram að starfa en í sanngjarnri samkeppni við þá sem vilja og geta þróað námsefni. Ríkið þarf að auka fjármunina sem renna til námsgagnakaupa grunnskólanna, en sú aukning á að verða samhliða gagngerum uppskurði á núverandi kerfi. Samkeppni og fjölbreytni á þessu sviði mun leiða til þess að íslensk grunnskólabörn fái betri námsgögn. Kínverskar sendinefndir munu halda áfram að koma til Íslands. Þær og aðrar slíkar eru merki um sívaxandi alþjóðavæðingu á öllum sviðum og menntun er besta vopnið okkar á þeim vígvelli. Ég hef áður bent á hversu rangt það hlýtur að vera að rjúfa að mestu tengsl á milli þess hvernig kennarar standa sig í starfi og hvað þeir fá í laun. Það segir sig sjálft að til langs tíma dregur það úr hvatanum til að standa sig vel ef launin eru þau sömu hvort sem vel er gert eða ekki. Ég hef að undanförnu hitt fjölmarga unga kennara sem eru uppfullir af áhuga og metnaði fyrir sínu starfi. En hjá þeim öllum hefur komið fram óþolinmæði gagnvart þessu undarlega fyrirkomulagi. Þeir vilja standa sig, en þeir vilja líka fá viðurkenningu fyrir það. Þeir vilja ekki koðna niður í einhverja meðalmennsku og bíða eftir því að hærri aldur færi þeim hærri laun. Ef við bætum úr þessu og virkjum þekkingu og kraftinn í kennurunum til að þróa og bæta námsefnið, þá færumst við nær því markmiði að grunnskólinn okkar verði sá besti í heimi. Okkur Íslendingum dugar ekkert minna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Gunnarsson Skoðanir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Á tímabili var ekki þverfótað hér á Íslandi fyrir kínverskum sendinefndum. Aftur og aftur komu hingað í heimsókn háttsettir kínverskir embættismenn með heilmikið lið með sér. Þegar maður las upplýsingablöðin frá kerfinu kom gjarnan fram að þessi eða hinn væri númer þetta eða hitt valdamesti maður Kína. Allt mjög spennandi og ótrúlega margir þeirra virtust einhverra hluta vegna vera menntaðir í landbúnaðarverkfræði; mér fannst alltaf að Guðni Ágústsson hefði átt að hitta þá sérstaklega. Eitthvað virðist fara minna fyrir heimsóknum kínverskra ráðamanna undanfarið, en þeim mun meira sjáum við til skýrslugerðarmanna OECD hér á landi. Ég held þó ekki að það sé samhengi þarna á milli. OECD var að skila skýrslu þar sem borin eru saman útgjöld ríkja til menntamála. Augljóst er að við Íslendingar erum markvisst að bæta okkur í menntamálunum en um leið sjáum við að enn er margt ógert. Hjá OECD sést að við erum í allra fremstu röð þegar kemur að framlögum til grunnskólans. Það er því ekki óeðlilegt að við gerum þá kröfu að grunnskólinn á Íslandi sé í allra fremstu röð. Auðvitað eru alþjóðlegar samanburðarrannsóknir ekki endanlegur mælikvarði á gæði skólastarfs en það bendir margt til þess að það sé ekki nægjanlegt samhengi á milli þess hversu miklum fjármunum við veitum til grunnskólans annars vegar og hver gæði menntunarinnar eru hins vegar. Við eigum að setja okkur það markmið að grunnskólinn á Íslandi verði besti grunnskóli í heimi og að við verðum fyrirmynd annarra í þeim efnum. En þá er nauðsynlegt að við séum tilbúin til að ræða af alvöru hverju þurfi að breyta í grunnskólanum til þess að það markmið náist. Námsgögn eru augljóslega lykilþáttur alls skólastarfs. Hjá okkur er málunum þannig háttað að ríkið útvegar grunnskólunum fjármuni til kaupa á námsgögnum. Það er gert með þeim hætti að hver skóli fær einhvers konar punkta sem hann getur síðan notað í Námsgagnastofnun til að kaupa námsgögn. Ríkið rekur Námsgagnastofnun. Ef skóli er ekki ánægður með það sem er í boði hjá Námsgagnastofnun og vill láta nemendur sína fá annað kennsluefni, þá þarf hann að taka peninga af rekstrarfé sínu til að fjármagna kaup á því námsefni. Þetta fyrirkomulag er ekki til þess fallið að auka sveigjanleika eða fjölbreytni í skólastarfinu og þaðan af síður er það hvetjandi fyrir kennara til að leita uppi eða framleiða sjálfir gott námsefni. Þetta er miðstýringarkerfi sem á að heyra sögunni til. Eðlilegra væri að skólarnir fengju hver fyrir sig fjármuni sem þeim er ætlað til að kaupa námsgögn fyrir. Það yrði síðan skólanna sjálfra, kennara og skólastjórnenda, að ákveða hvaða viðurkenndar kennslubækur eða önnur námsgögn henti best. Með þessu myndi margt vera unnið. Það verður til hvati fyrir kennara að þróa sjálfir námsgögn og selja þau til annarra skóla. Kennararnir eru þeir sem þekkja best hvernig krakkarnir læra og hvað þeir þurfa að hafa í höndunum til að ná árangri í náminu. Hví ekki að virkja hugvit þeirra og fá fram einhverja samkeppni í námsgagnagerð? Námsgagnastofnun á að halda áfram að starfa en í sanngjarnri samkeppni við þá sem vilja og geta þróað námsefni. Ríkið þarf að auka fjármunina sem renna til námsgagnakaupa grunnskólanna, en sú aukning á að verða samhliða gagngerum uppskurði á núverandi kerfi. Samkeppni og fjölbreytni á þessu sviði mun leiða til þess að íslensk grunnskólabörn fái betri námsgögn. Kínverskar sendinefndir munu halda áfram að koma til Íslands. Þær og aðrar slíkar eru merki um sívaxandi alþjóðavæðingu á öllum sviðum og menntun er besta vopnið okkar á þeim vígvelli. Ég hef áður bent á hversu rangt það hlýtur að vera að rjúfa að mestu tengsl á milli þess hvernig kennarar standa sig í starfi og hvað þeir fá í laun. Það segir sig sjálft að til langs tíma dregur það úr hvatanum til að standa sig vel ef launin eru þau sömu hvort sem vel er gert eða ekki. Ég hef að undanförnu hitt fjölmarga unga kennara sem eru uppfullir af áhuga og metnaði fyrir sínu starfi. En hjá þeim öllum hefur komið fram óþolinmæði gagnvart þessu undarlega fyrirkomulagi. Þeir vilja standa sig, en þeir vilja líka fá viðurkenningu fyrir það. Þeir vilja ekki koðna niður í einhverja meðalmennsku og bíða eftir því að hærri aldur færi þeim hærri laun. Ef við bætum úr þessu og virkjum þekkingu og kraftinn í kennurunum til að þróa og bæta námsefnið, þá færumst við nær því markmiði að grunnskólinn okkar verði sá besti í heimi. Okkur Íslendingum dugar ekkert minna.