Poppstjarna fer ekki út í geim 20. september 2006 00:01 Madonna Poppdrottningin Madonna hefur óskað eftir því að fara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar eftir tvö ár. MYND/AP Rússneska þingið neitaði í síðustu viku að verða við bón bandarísku poppdrottningarinnar Madonnu um að fá að kaupa far með rússneska Soyuz-geimfarinu til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar árið 2008. Hefði þingið orðið við bón Madonnu hefði hún orðið önnur konan til að kaupa sér farmiða út í geim. Einn þingmaður studdi Madonnu. Sagðist hann búast við mikilli fjölmiðlaumfjöllun vegna málsins og gæti hún tryggt framtíðarhorfur rússnesku geimvísindastofnunarinnar, sem meðal annars sérhæfir sig í því að bjóða auðkýfingum út í geim fyrir væna fúlgu. Igor Panarín, talsmaður geimvísindastofnunarinnar, sagði að geimævintýri Madonnu þyrfti ekki að vera lokið. Hún væri vel á sig komin og stórefnuð í þokkabót. Gæti hún sótt um laust sæti til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar eftir þrjú ár. Fyrsta konan sem fer út í geim sem ferðalangur fór í loftið aðfaranótt mánudags en þrír aðrir auðkýfingar hafa á síðastliðnum fimm árum farið með rússneska geimfarinu Soyuz til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og dvalið þar í tíu daga. Þá er búið að tryggja för þess fimmta í mars á næsta ári. Ferðir sem þessar eru hins vegar ekki fyrir hvern sem er því miðinn kostar um 20 milljónir dala eða rétt rúma 1,4 milljarða íslenskra króna. Viðskipti Mest lesið Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Rússneska þingið neitaði í síðustu viku að verða við bón bandarísku poppdrottningarinnar Madonnu um að fá að kaupa far með rússneska Soyuz-geimfarinu til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar árið 2008. Hefði þingið orðið við bón Madonnu hefði hún orðið önnur konan til að kaupa sér farmiða út í geim. Einn þingmaður studdi Madonnu. Sagðist hann búast við mikilli fjölmiðlaumfjöllun vegna málsins og gæti hún tryggt framtíðarhorfur rússnesku geimvísindastofnunarinnar, sem meðal annars sérhæfir sig í því að bjóða auðkýfingum út í geim fyrir væna fúlgu. Igor Panarín, talsmaður geimvísindastofnunarinnar, sagði að geimævintýri Madonnu þyrfti ekki að vera lokið. Hún væri vel á sig komin og stórefnuð í þokkabót. Gæti hún sótt um laust sæti til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar eftir þrjú ár. Fyrsta konan sem fer út í geim sem ferðalangur fór í loftið aðfaranótt mánudags en þrír aðrir auðkýfingar hafa á síðastliðnum fimm árum farið með rússneska geimfarinu Soyuz til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og dvalið þar í tíu daga. Þá er búið að tryggja för þess fimmta í mars á næsta ári. Ferðir sem þessar eru hins vegar ekki fyrir hvern sem er því miðinn kostar um 20 milljónir dala eða rétt rúma 1,4 milljarða íslenskra króna.
Viðskipti Mest lesið Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira