Lægra matarverð 26. september 2006 00:01 Um nýliðna helgi kynntu þingmenn Samfylkingarinnar tillögur um lækkun matvælaverðs. Í þeim felst að fella niður vörugjöld, innflutningstolla og lækka virðisaukaskatt á matvæli um helming. Miða þessar breytingar að því að lækka matarreikning íslenskra fjölskyldna verulega. Nú kann það að vera, að Samfylkingin kjósi að kynna þessar tillögur nú áður en ríkisstjórnin leggur fram sína áætlun um lækkun matvælaverðs hér á landi. Það er samt aukaatriði. Aðalatriðið er að ná samstöðu á Alþingi um þetta mikilvæga hagsmunamál. Lágtekjufólk eyðir hærri hluta tekna sinna í kaup á matvöru en efnafólk og því eiga þessar breytingar að koma sér vel fyrir þann hóp. Viðbrögð talsmanna samtaka bænda eru eðlileg. Hlutverk þeirra er að verja hagsmuni bænda, sem búa við ríkisstyrki og mikla innflutningsvernd. Stjórnmálamenn mega ekki láta undan slíkum þrýstingi þótt kosningavetur sé framundan. Hagsmunir hins dreifða almennings eru hér ríkari. Það er jákvætt ef ríkisstjórnin er búin að komast að samkomulagi um að lækka virðisaukaskatt á matvæli um tíu prósentustig. Það er skref í rétta átt. Slíkt myndi einnig lækka vísitölu neysluverðs um allt að eitt prósentustig. Þar sem skuldir Íslendinga eru að mestu verðtryggðar myndi það einnig þýða lækkun á greiðslubyrði lána, sem er ekki síður mikið hagsmunamál launafólks. Á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem fer með æðsta vald í málefnum flokksins, var samþykkt ályktun um að draga enn frekar úr hömlum gagnvart innflutningi. Til að ná þessu markmiði þarf að lækka eða fella niður tolla og vörugjöld og afnema innflutningskvóta. Rétt eins og útflutningur er mikilvægur skiptir frjáls og óhindraður innflutningur miklu máli við að efla samkeppni og bæta hag neytenda og þar með efla hagsæld hér á landi, segir þar jafnframt. Tillögur Samfylkingarinnar fara því saman við áherslur Sjálfstæðisflokksins. Jafnframt hafa yngri þingmenn stjórnarflokksins bæði talað og ritað um nauðsyn þess að breyta núverandi kerfi. Það ætti því að vera ríkur vilji til þess á Alþingi að ganga lengra en að lækka bara virðisaukaskattinn! Samt má ekki gleyma bændum í þessu umbreytingarferli. Þeim hefur verið gert að starfa í úreltu kerfi framleiðslustýringar og ríkisstyrkja og hafa tekið ákvarðanir um fjárfestingar út frá því. Samfylkingin vill að teknar verði upp tímabundnar greiðslur til bænda og umhverfisstyrkir. Þegar slíkar tillögur eru kynntar er nauðsynlegt að fram komi hvaða fyrirkomulag verði viðhaft og hve mikið það muni kosta skattgreiðendur. Að því leyti eru tillögur Samfylkingarinnar vanhugsaðar. Skynsamleg leið gæti verið sú að afhenda öllum bændum sem hafa notið ríkisstyrkja skuldabréf til ákveðins tíma, jafnvel tíu ára. Það væri ávísun á reglulegar greiðslur í stað núverandi styrkja, sem yrðu lagðir af. Bændur hefðu þá um tvennt að velja; að selja skuldabréfið strax og fá dágóða upphæð í hendurnar eða halda því. Þetta gæti ýtt undir nauðsynlega hagræðingu í landbúnaði á Íslandi og aukna samkeppni. Alþingismenn verða að hafa hugrekki til að leggja fram nýjar lausnir í landbúnaðarmálum og vinna þeim brautargengi. Þingmenn Samfylkingarinnar hafa stigið mikilvægt skref í þá átt með tillögum sínum um lækkun matvælaverðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Skoðanir Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun
Um nýliðna helgi kynntu þingmenn Samfylkingarinnar tillögur um lækkun matvælaverðs. Í þeim felst að fella niður vörugjöld, innflutningstolla og lækka virðisaukaskatt á matvæli um helming. Miða þessar breytingar að því að lækka matarreikning íslenskra fjölskyldna verulega. Nú kann það að vera, að Samfylkingin kjósi að kynna þessar tillögur nú áður en ríkisstjórnin leggur fram sína áætlun um lækkun matvælaverðs hér á landi. Það er samt aukaatriði. Aðalatriðið er að ná samstöðu á Alþingi um þetta mikilvæga hagsmunamál. Lágtekjufólk eyðir hærri hluta tekna sinna í kaup á matvöru en efnafólk og því eiga þessar breytingar að koma sér vel fyrir þann hóp. Viðbrögð talsmanna samtaka bænda eru eðlileg. Hlutverk þeirra er að verja hagsmuni bænda, sem búa við ríkisstyrki og mikla innflutningsvernd. Stjórnmálamenn mega ekki láta undan slíkum þrýstingi þótt kosningavetur sé framundan. Hagsmunir hins dreifða almennings eru hér ríkari. Það er jákvætt ef ríkisstjórnin er búin að komast að samkomulagi um að lækka virðisaukaskatt á matvæli um tíu prósentustig. Það er skref í rétta átt. Slíkt myndi einnig lækka vísitölu neysluverðs um allt að eitt prósentustig. Þar sem skuldir Íslendinga eru að mestu verðtryggðar myndi það einnig þýða lækkun á greiðslubyrði lána, sem er ekki síður mikið hagsmunamál launafólks. Á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem fer með æðsta vald í málefnum flokksins, var samþykkt ályktun um að draga enn frekar úr hömlum gagnvart innflutningi. Til að ná þessu markmiði þarf að lækka eða fella niður tolla og vörugjöld og afnema innflutningskvóta. Rétt eins og útflutningur er mikilvægur skiptir frjáls og óhindraður innflutningur miklu máli við að efla samkeppni og bæta hag neytenda og þar með efla hagsæld hér á landi, segir þar jafnframt. Tillögur Samfylkingarinnar fara því saman við áherslur Sjálfstæðisflokksins. Jafnframt hafa yngri þingmenn stjórnarflokksins bæði talað og ritað um nauðsyn þess að breyta núverandi kerfi. Það ætti því að vera ríkur vilji til þess á Alþingi að ganga lengra en að lækka bara virðisaukaskattinn! Samt má ekki gleyma bændum í þessu umbreytingarferli. Þeim hefur verið gert að starfa í úreltu kerfi framleiðslustýringar og ríkisstyrkja og hafa tekið ákvarðanir um fjárfestingar út frá því. Samfylkingin vill að teknar verði upp tímabundnar greiðslur til bænda og umhverfisstyrkir. Þegar slíkar tillögur eru kynntar er nauðsynlegt að fram komi hvaða fyrirkomulag verði viðhaft og hve mikið það muni kosta skattgreiðendur. Að því leyti eru tillögur Samfylkingarinnar vanhugsaðar. Skynsamleg leið gæti verið sú að afhenda öllum bændum sem hafa notið ríkisstyrkja skuldabréf til ákveðins tíma, jafnvel tíu ára. Það væri ávísun á reglulegar greiðslur í stað núverandi styrkja, sem yrðu lagðir af. Bændur hefðu þá um tvennt að velja; að selja skuldabréfið strax og fá dágóða upphæð í hendurnar eða halda því. Þetta gæti ýtt undir nauðsynlega hagræðingu í landbúnaði á Íslandi og aukna samkeppni. Alþingismenn verða að hafa hugrekki til að leggja fram nýjar lausnir í landbúnaðarmálum og vinna þeim brautargengi. Þingmenn Samfylkingarinnar hafa stigið mikilvægt skref í þá átt með tillögum sínum um lækkun matvælaverðs.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun