Wuthering Heights 22. nóvember 2006 09:51 Silja Aðalsteinsdóttir og Bjartur bókaforlag hafa sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna titilsins á þýðingu bókarinnar Wuthering Heights eftir Emily Brontë. "Eftir að ný þýðing Silju Aðalsteinsdóttur á hinni heimsfrægu skáldsögu Emily Brontë, Wuthering Heights, kom út í lok október hafa fjölmargir lesendur haft samband við útgáfuna. Bókin hefur hingað til verið þekkt á Íslandi undir titlinum Fýkur yfir hæðir en nýja þýðingin ber sama nafn og á frummálinu. Lesendur hafa furðað sig á þessu, og því vilja bókaforlagið Bjartur og þýðandinn Silja Aðalsteinsdóttir gefa frá sér eftirfarandi yfirlýsingu. Bókin Wuthering Heights eftir Emily Brontë kom út í íslenskri þýðingu Sigurlaugar Björnsdóttur árið 1951 og nefndist þá Fýkur yfir hæðir. Það er óneitanlega glæsilegur titill en þótti samt ekki hæfa þessari nýju þýðingu sögunnar. Meginástæða þess er sú að hann tengist ekki bókinni, er ekki þýðing á titli hennar eða vísar inn í hana. Þvert á móti vísar hann í alþekkt ljóð eftir Jónas Hallgrímsson, « Móðurást », og kallar ósjálfrátt fram myndir úr því. Í öðru lagi vegna þess að Wuthering Heights er eiginnafn, nafnið á býlinu sem er miðlægt í sögunni og eiginnöfn er ekki endilega venja að þýða. Oliver Twist heitir ekki Ólafur Teitsson hjá okkur. Nafnið á býlinu er óþýtt í gömlu þýðingunni, þar heitir það Wuthering Heights, titillinn er sjálfstætt viðhengi. Nafnið er útskýrt snemma í sögunni (bls. 6 í nýrri þýðingu) þar eð það er líka framandi fyrir enskumælandi fólk: "Býli Heathcliffs heitir Wuthering Heights eða Vindheimar. "Wuthering" er lýsingarorð bundið við þetta hérað og á við veðrahaminn á ákveðnum stað í stormviðri." Þýðandi fékk ótal uppástungur að íslensku nafni á býlinu - m.a. Alviðra, Vindheimar, Vindheiði, Veðravíti - en var ekki nógu ánægður með neina þeirra. Það varð því úr að leyfa upphaflegu heiti Emily Brontë að halda sér á nýju íslensku þýðingunni, enda erum við því alvön á 21. öldinni að taka við nöfnum á stöðum, fólki og verkum á erlendum tungumálum." Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Gurrý selur slotið Lífið Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Silja Aðalsteinsdóttir og Bjartur bókaforlag hafa sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna titilsins á þýðingu bókarinnar Wuthering Heights eftir Emily Brontë. "Eftir að ný þýðing Silju Aðalsteinsdóttur á hinni heimsfrægu skáldsögu Emily Brontë, Wuthering Heights, kom út í lok október hafa fjölmargir lesendur haft samband við útgáfuna. Bókin hefur hingað til verið þekkt á Íslandi undir titlinum Fýkur yfir hæðir en nýja þýðingin ber sama nafn og á frummálinu. Lesendur hafa furðað sig á þessu, og því vilja bókaforlagið Bjartur og þýðandinn Silja Aðalsteinsdóttir gefa frá sér eftirfarandi yfirlýsingu. Bókin Wuthering Heights eftir Emily Brontë kom út í íslenskri þýðingu Sigurlaugar Björnsdóttur árið 1951 og nefndist þá Fýkur yfir hæðir. Það er óneitanlega glæsilegur titill en þótti samt ekki hæfa þessari nýju þýðingu sögunnar. Meginástæða þess er sú að hann tengist ekki bókinni, er ekki þýðing á titli hennar eða vísar inn í hana. Þvert á móti vísar hann í alþekkt ljóð eftir Jónas Hallgrímsson, « Móðurást », og kallar ósjálfrátt fram myndir úr því. Í öðru lagi vegna þess að Wuthering Heights er eiginnafn, nafnið á býlinu sem er miðlægt í sögunni og eiginnöfn er ekki endilega venja að þýða. Oliver Twist heitir ekki Ólafur Teitsson hjá okkur. Nafnið á býlinu er óþýtt í gömlu þýðingunni, þar heitir það Wuthering Heights, titillinn er sjálfstætt viðhengi. Nafnið er útskýrt snemma í sögunni (bls. 6 í nýrri þýðingu) þar eð það er líka framandi fyrir enskumælandi fólk: "Býli Heathcliffs heitir Wuthering Heights eða Vindheimar. "Wuthering" er lýsingarorð bundið við þetta hérað og á við veðrahaminn á ákveðnum stað í stormviðri." Þýðandi fékk ótal uppástungur að íslensku nafni á býlinu - m.a. Alviðra, Vindheimar, Vindheiði, Veðravíti - en var ekki nógu ánægður með neina þeirra. Það varð því úr að leyfa upphaflegu heiti Emily Brontë að halda sér á nýju íslensku þýðingunni, enda erum við því alvön á 21. öldinni að taka við nöfnum á stöðum, fólki og verkum á erlendum tungumálum."
Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Gurrý selur slotið Lífið Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira