Sport

Íslandsmótið í réttstöðulyftu á morgun

Það verður tekið vel á því í réttstöðulyftunni í Víkingsheimilinu í hádeginu á morgun
Það verður tekið vel á því í réttstöðulyftunni í Víkingsheimilinu í hádeginu á morgun Mynd/Vilhelm
Íslandsmótið í réttstöðulyftu fer fram í Víkingsheimilinu í Traðarlandi í Fossvogi á morgun og hefjast átökin klukkan tólf á hádegi. Þar verður til að mynda áhugavert að fylgjast með einvígi þeirra Jóns Valgeirs Williams og Þorvaldar Kristbergssonar í +125 kg flokki, en mótið er fín upphitun fyrir áhugamenn um kraftasport sem svo geta skellt sér á lokaátökin í keppninni um sterkasta mann heims hjá IFSA sambandinu í Reiðhöllinni í Víðidal.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×