Frumvarpið um RÚV, enski boltinn, flugdólgur, ráðherraræði 24. nóvember 2006 20:38 Eru að koma vöflur á Framsóknarflokkinn varðandi frumvarpið um Ríkisútvarpið? Pétur Gunnarsson sem er öllum hnútum kunnugur í flokknum telur að bið verði á að frumvarpið fari í gegnum þingið. Það er til umfjöllunar þar í þriðju gerð - tákn um hversu erfiðlega menntamálaráðherranum gengur að koma hlutum í verk. Páll Magnússon útvarpsstjóri hefur beðið lengi eftir þessu frumvarpi sem von er. Það bætir starfsskilyrði hans að öllu leyti. Framsókn er hins vegar flokkur í hræðslukasti og vill ekki gera neitt sem ruggar bátnum í aðdraganda kosninganna. Það ganga einnig sögur um að innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins séu öfl sem vilji ekki mikið á sig leggja til að hjálpa Þorgerði Katrínu að ná málinu í gegn. Stjórnarandstaðan veður í villu og svíma í þessu máli. Málflutningurinn er með ólíkindum vitlaus. Hver þingmaðurinn á fætur öðrum stígur í ræðustól í þinginu og heldur því fram að til standi að selja Rúv. Trúa þeir þessu í alvörunni eða er það bara mælskubragð? Þvert á móti er verið að styrkja stofnunina til muna. Það verður feikn erfitt fyrir einkaaðila að keppa við hana eftir þessar breytingar. Engum stjórnarliða dettur í alvörunni í hug að selja batteríið. Þess vegna finnst manni skuggalegt að sjá Skjá einn og Sýn berjast um enska boltann og setja ógurlegar fjárhæðir í það dæmi. Það er mikið tap fyrir Skjáinn að missa sýningarréttinn, en hugsanlega er það Pyrrhosarsigur fyrir móðurfélag Sýnar að hafa hreppt hnossið. Í raun ættu þessi tvö félög, Íslenska sjónvarpsfélagið og 365, að sameinast sem fyrst. Það var ekki hægt meðan Davíð Oddsson réð ríkjum. Hann hefði lagt blátt bann við því að Skjárinn hefði nokkuð saman að sælda við fyrirtæki tengd Baugi. En nú er Davíð horfinn á braut. Ég segi svosem ekki aðleiðin sé greið - innmúraðir flokksmenn eru ennþá við völd á Símanum - en sorrí, þetta er eina vitið. Ég hef lengstum trúað því að gott sé að hafa samkeppni úr þremur áttum á sjónvarpsmarkaðnum. Nú sýnist mér að það gangi ekki. Ég man eftir þremur mögnuðum geggjunartímabilum í fjölmiðlunum hér: Þegar Jón Óttar stofnaði Stöð 2, ævintýrið í kringum Skjá einn og svo stofnun NFS. Menn eru að súpa seyðið af því síðasta - auk þess sem eru harðari tímar í samfélaginu. --- --- --- Hverrar þjóðar var maðurinn sem var með dólgslæti í flugvélinni að austan í dag? Svona heyrði maður marga spyrja í dag. Svarið er einfalt: Þetta var pólskur eða rúmenskur alkóhólisti og ofbeldismaður án atvinnuleyfis sem býr í niðurníddu atvinnuhúsnæði í iðnaðarhverfi á höfuðborgarsvæðinu, missti vinnuna sem hann fékk við álverið eystra og lætur sig dreyma um að komast á bætur í Reykjavík, nema þá hann söðli alveg um og taki íslamstrú. Farþegarnir sem urðu fyrir barðinu á honum voru hins vegar allir harðduglegir Íslendingar sem mega ekki vamm sitt vita og bragða aldrei vín. Eða var það ekki svona? --- --- --- Jú, það er rétt, ég gerði smá feil með menningarhúsin. Ég í útlöndum þegar samið var um framkvæmdirnar við menningarhúsið á Akureyri. Las fréttirnar ekki nógu vel. Það breytir ekki því að þetta eru margnota kosningaloforð. Á kosningaári nær loforðagleðin hámarki. Það er til dæmis þetta með Alþingi, íslenskukennsluna og kvikmyndirnar. Hér er sá háttur hafður á að ráðherrar halda blaðamannafundi til að tilkynna um einhver áform sín - jafnvel samninga við einhverja aðila úti í bæ. Svo er ef til vill farið með málin inn á hið háa Alþingi. Ráðherrarnir efast aldrei um þeir fái samþykki þar. Auðvitað er þetta öfugsnúið. Það er Alþingis að setja lögin og ráðherra að framkvæma þau. En hér er Alþingi bara lítilmótleg afgreiðslustofnun fyrir ráðherraræðið. Eða hvað ef þetta blessaða kvikmyndadæmi yrði barasta fellt í þinginu? Það væri þá líklega end of story. En ráðherrarnir geta ekki ímyndað sér að svoleiðis gerist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Eru að koma vöflur á Framsóknarflokkinn varðandi frumvarpið um Ríkisútvarpið? Pétur Gunnarsson sem er öllum hnútum kunnugur í flokknum telur að bið verði á að frumvarpið fari í gegnum þingið. Það er til umfjöllunar þar í þriðju gerð - tákn um hversu erfiðlega menntamálaráðherranum gengur að koma hlutum í verk. Páll Magnússon útvarpsstjóri hefur beðið lengi eftir þessu frumvarpi sem von er. Það bætir starfsskilyrði hans að öllu leyti. Framsókn er hins vegar flokkur í hræðslukasti og vill ekki gera neitt sem ruggar bátnum í aðdraganda kosninganna. Það ganga einnig sögur um að innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins séu öfl sem vilji ekki mikið á sig leggja til að hjálpa Þorgerði Katrínu að ná málinu í gegn. Stjórnarandstaðan veður í villu og svíma í þessu máli. Málflutningurinn er með ólíkindum vitlaus. Hver þingmaðurinn á fætur öðrum stígur í ræðustól í þinginu og heldur því fram að til standi að selja Rúv. Trúa þeir þessu í alvörunni eða er það bara mælskubragð? Þvert á móti er verið að styrkja stofnunina til muna. Það verður feikn erfitt fyrir einkaaðila að keppa við hana eftir þessar breytingar. Engum stjórnarliða dettur í alvörunni í hug að selja batteríið. Þess vegna finnst manni skuggalegt að sjá Skjá einn og Sýn berjast um enska boltann og setja ógurlegar fjárhæðir í það dæmi. Það er mikið tap fyrir Skjáinn að missa sýningarréttinn, en hugsanlega er það Pyrrhosarsigur fyrir móðurfélag Sýnar að hafa hreppt hnossið. Í raun ættu þessi tvö félög, Íslenska sjónvarpsfélagið og 365, að sameinast sem fyrst. Það var ekki hægt meðan Davíð Oddsson réð ríkjum. Hann hefði lagt blátt bann við því að Skjárinn hefði nokkuð saman að sælda við fyrirtæki tengd Baugi. En nú er Davíð horfinn á braut. Ég segi svosem ekki aðleiðin sé greið - innmúraðir flokksmenn eru ennþá við völd á Símanum - en sorrí, þetta er eina vitið. Ég hef lengstum trúað því að gott sé að hafa samkeppni úr þremur áttum á sjónvarpsmarkaðnum. Nú sýnist mér að það gangi ekki. Ég man eftir þremur mögnuðum geggjunartímabilum í fjölmiðlunum hér: Þegar Jón Óttar stofnaði Stöð 2, ævintýrið í kringum Skjá einn og svo stofnun NFS. Menn eru að súpa seyðið af því síðasta - auk þess sem eru harðari tímar í samfélaginu. --- --- --- Hverrar þjóðar var maðurinn sem var með dólgslæti í flugvélinni að austan í dag? Svona heyrði maður marga spyrja í dag. Svarið er einfalt: Þetta var pólskur eða rúmenskur alkóhólisti og ofbeldismaður án atvinnuleyfis sem býr í niðurníddu atvinnuhúsnæði í iðnaðarhverfi á höfuðborgarsvæðinu, missti vinnuna sem hann fékk við álverið eystra og lætur sig dreyma um að komast á bætur í Reykjavík, nema þá hann söðli alveg um og taki íslamstrú. Farþegarnir sem urðu fyrir barðinu á honum voru hins vegar allir harðduglegir Íslendingar sem mega ekki vamm sitt vita og bragða aldrei vín. Eða var það ekki svona? --- --- --- Jú, það er rétt, ég gerði smá feil með menningarhúsin. Ég í útlöndum þegar samið var um framkvæmdirnar við menningarhúsið á Akureyri. Las fréttirnar ekki nógu vel. Það breytir ekki því að þetta eru margnota kosningaloforð. Á kosningaári nær loforðagleðin hámarki. Það er til dæmis þetta með Alþingi, íslenskukennsluna og kvikmyndirnar. Hér er sá háttur hafður á að ráðherrar halda blaðamannafundi til að tilkynna um einhver áform sín - jafnvel samninga við einhverja aðila úti í bæ. Svo er ef til vill farið með málin inn á hið háa Alþingi. Ráðherrarnir efast aldrei um þeir fái samþykki þar. Auðvitað er þetta öfugsnúið. Það er Alþingis að setja lögin og ráðherra að framkvæma þau. En hér er Alþingi bara lítilmótleg afgreiðslustofnun fyrir ráðherraræðið. Eða hvað ef þetta blessaða kvikmyndadæmi yrði barasta fellt í þinginu? Það væri þá líklega end of story. En ráðherrarnir geta ekki ímyndað sér að svoleiðis gerist.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun