Stýrihópsskýrslan örskref í rétta átt 2. október 2006 06:00 Skýrsla stýrihóps félagsmálaráðuneytis um hlutverk Íbúðalánasjóðs kom ekki mikið á óvart. Skipan nefndarinnar og takmarkað pólitískt umboð gerði það að verkum að ekki var við róttækum tillögum að búast. Margt í tillögum stýrihópsins horfir til bóta fyrir framtíðarskipan íbúðalánamarkaðarins og virkar sem verðugt fyrsta skref í að færa þennan mikilvæga lánamarkað í átt að því sem tíðkast í flestum vestrænum lýðræðisríkjum. Ýmsu hefði mátt þoka ef slík nefnd hefði verið skipuð af breiðari hópi sem horfði til fleiri hagsmuna. Ljóst var af skipan hópsins að hann endurspeglaði annars vegar hagsmuni Íbúðalánasjóðs sem fyrirbæris og pólitíska sýn Framsóknarflokksins hins vegar. Miðað við þær forsendur og umboð er lítið út á niðurstöður hópsins að setja. Það er ósanngjarnt að ætlast til þess að menn komi saman til að leggja sjálfa sig niður. Spyrja má til að mynda hvers vegna fulltrúi frá Lánasýslu ríkisins sat ekki í slíkum hópi eða fulltrúi frá Seðlabankanum, svo og hvers vegna fulltrúar bankanna sátu ekki í hópnum í stað þess að vera kallaðir fyrir hann. Annað er í veginum. Lán til húsnæðiskaupa eru mikilvægur þáttur í lífi flestra kjósenda. Róttækar breytingar á skipan slíkra mála á kosningavetri urðu því að teljast afar ólíklegar. Auðvelt er fyrir stjórnarandstöðu og reyndar suma stjórnarþingmenn að gera breytingar í frjálsræðisátt tortryggilegar. Frestun á uppstokkun íbúðalánakerfisins er afar bagaleg og hefur skapað ýmis vandamál. Nýjar reglur um eiginfjárstöður banka gefa þeim mun meira svigrúm ef þeir eiga mikil útlán á íbúðalánamarkaði. Ástæðan er einfaldlega sú að slík lán eru talin með þeim tryggustu í lánasafni banka. Íbúðalán eru hryggjarstykki í bankakerfi nágrannalandanna, en seinagangur í því efni hefur veikt fjármálakerfið í heild sinni meira en þörf var á. Eftir stendur að ekki eru rök fyrir því að ríkið standi í samkeppnisrekstri á lánamarkaði fremur en í annarri vörusölu. Ríkisstjórn sem sjálf hefur staðið að markaðsvæðingu fjármálakerfisins með einkavæðingu er í mótsögn við sjálfa sig þegar hún heldur ríkinu sjálfu sem stórum þátttakanda á lánamarkaði. Stýrihópurinn hefði þurft pólitíska leiðsögn sprottna af þeirri sýn. Aðkoma ríkisins að þessum markaði er sprottin af þeim veruleika sem þá var. Aðgengi að lánsfé var afar takmarkað og vart á færi annarra en þeirra sem nutu velvildar pólitíkusa í bankaráðum ríkisbankanna. Þeir tímar eru liðnir sem betur fer og aðgengi alls almennings er nú meira en jafnvel góðu hófi gegnir. Markmið aðkomu ríkisins er að tryggja að landsmenn eigi þess kost að fjármagna íbúðakaup á viðunandi kjörum. Þar sitja ýmsir hópar hjá. Ríkið hefur skyldur gagnvart slíkum hópum og við vanda þeirra má bregðast með öðrum hætti en þeim að ríkið sé í bullandi samkeppni um lán millitekjufólks sem á ekki að fá og þarf ekki að fá félagslega aðstoð eða ríkistryggð húsnæðislán. Hagur neytenda er best tryggður með opnum markaði sem auðvelt er að komast inn á og virku samkeppniseftirliti. Samkeppni frá hendi ríkisins hjálpar þar ekkert til og gerir þvert á móti fátt annað en að hindra hagræðingu og innkomu nýrra aðila á markað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Skoðanir Mest lesið Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson Skoðun
Skýrsla stýrihóps félagsmálaráðuneytis um hlutverk Íbúðalánasjóðs kom ekki mikið á óvart. Skipan nefndarinnar og takmarkað pólitískt umboð gerði það að verkum að ekki var við róttækum tillögum að búast. Margt í tillögum stýrihópsins horfir til bóta fyrir framtíðarskipan íbúðalánamarkaðarins og virkar sem verðugt fyrsta skref í að færa þennan mikilvæga lánamarkað í átt að því sem tíðkast í flestum vestrænum lýðræðisríkjum. Ýmsu hefði mátt þoka ef slík nefnd hefði verið skipuð af breiðari hópi sem horfði til fleiri hagsmuna. Ljóst var af skipan hópsins að hann endurspeglaði annars vegar hagsmuni Íbúðalánasjóðs sem fyrirbæris og pólitíska sýn Framsóknarflokksins hins vegar. Miðað við þær forsendur og umboð er lítið út á niðurstöður hópsins að setja. Það er ósanngjarnt að ætlast til þess að menn komi saman til að leggja sjálfa sig niður. Spyrja má til að mynda hvers vegna fulltrúi frá Lánasýslu ríkisins sat ekki í slíkum hópi eða fulltrúi frá Seðlabankanum, svo og hvers vegna fulltrúar bankanna sátu ekki í hópnum í stað þess að vera kallaðir fyrir hann. Annað er í veginum. Lán til húsnæðiskaupa eru mikilvægur þáttur í lífi flestra kjósenda. Róttækar breytingar á skipan slíkra mála á kosningavetri urðu því að teljast afar ólíklegar. Auðvelt er fyrir stjórnarandstöðu og reyndar suma stjórnarþingmenn að gera breytingar í frjálsræðisátt tortryggilegar. Frestun á uppstokkun íbúðalánakerfisins er afar bagaleg og hefur skapað ýmis vandamál. Nýjar reglur um eiginfjárstöður banka gefa þeim mun meira svigrúm ef þeir eiga mikil útlán á íbúðalánamarkaði. Ástæðan er einfaldlega sú að slík lán eru talin með þeim tryggustu í lánasafni banka. Íbúðalán eru hryggjarstykki í bankakerfi nágrannalandanna, en seinagangur í því efni hefur veikt fjármálakerfið í heild sinni meira en þörf var á. Eftir stendur að ekki eru rök fyrir því að ríkið standi í samkeppnisrekstri á lánamarkaði fremur en í annarri vörusölu. Ríkisstjórn sem sjálf hefur staðið að markaðsvæðingu fjármálakerfisins með einkavæðingu er í mótsögn við sjálfa sig þegar hún heldur ríkinu sjálfu sem stórum þátttakanda á lánamarkaði. Stýrihópurinn hefði þurft pólitíska leiðsögn sprottna af þeirri sýn. Aðkoma ríkisins að þessum markaði er sprottin af þeim veruleika sem þá var. Aðgengi að lánsfé var afar takmarkað og vart á færi annarra en þeirra sem nutu velvildar pólitíkusa í bankaráðum ríkisbankanna. Þeir tímar eru liðnir sem betur fer og aðgengi alls almennings er nú meira en jafnvel góðu hófi gegnir. Markmið aðkomu ríkisins er að tryggja að landsmenn eigi þess kost að fjármagna íbúðakaup á viðunandi kjörum. Þar sitja ýmsir hópar hjá. Ríkið hefur skyldur gagnvart slíkum hópum og við vanda þeirra má bregðast með öðrum hætti en þeim að ríkið sé í bullandi samkeppni um lán millitekjufólks sem á ekki að fá og þarf ekki að fá félagslega aðstoð eða ríkistryggð húsnæðislán. Hagur neytenda er best tryggður með opnum markaði sem auðvelt er að komast inn á og virku samkeppniseftirliti. Samkeppni frá hendi ríkisins hjálpar þar ekkert til og gerir þvert á móti fátt annað en að hindra hagræðingu og innkomu nýrra aðila á markað.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun