Að stjórna í sátt við samviskuna 4. október 2006 06:00 Á meðan formenn stjórnarandstöðunnar boða aukið samstarf á Alþingi situr sveitarstjórnarfólk Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs undir harðri gagnrýni borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, sagði í aðsendri grein í Morgunblaðinu í fyrradag að sveitarstjórnarmenn Vinstri grænna hefðu komið í veg fyrir sögulega samstöðu á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í stað þess að styðja Smára Geirsson, bæjarfulltrúa vinstri manna í Fjarðabyggð, hefðu þeir tryggt kjör Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra á Ísafirði, í formannsstól sambandsins á landsþingi fyrir síðustu helgi. Það kann að vera sjálfsagt innan Samfylkingarinnar að styðja við bakið á fólki sem vinnur gegn grundvallarstefnu flokksins. Hugsjónir samfylkingarfólks virðast í þessu samhengi lítils virði í skiptum fyrir völd og áhrif. En sem betur fer eru enn til íslenskir stjórnmálaflokkar sem láta sig hugsjónir einhverju varða. Smári Geirsson hefur verið ötull baráttumaður fyrir stóriðjuframkvæmdum í sínum landsfjórðungi og staðið sig vel sem slíkur að margra mati. Hann hefur birst í fjölmiðlum sem talsmaður virkjunarsinna - holdgervingur þeirrar stefnu. Það væri í meira lagi undarlegt ef Vinstri grænir færu að styðja mann með slíkar skoðanir til áhrifa. Og hvað er fráleitt við það að Vinstri grænir styðji Halldór Halldórsson bæjarstjóra þrátt fyrir að hann sé í Sjálfstæðisflokknum? Í blaðaviðtali í janúar 2003 óskaði Halldór fyrst eftir samstarfi við náttúruverndarsinna um uppbyggingu á Vestfjörðum. Vestfirðingar hefðu ekki kallað eftir stóriðju. Ítrekaði hann þessa skoðun sína í aðsendri grein í apríl á þessu ári og sagði meðal annars: „Í framhaldi af þessum áherslum beitti ég mér fyrir tillöguflutningi á Fjórðungsþingi Vestfirðinga haustið 2003 þar sem samþykkt var að undirbúa vinnu hjá vestfirskum sveitarfélögum við gerð svæðisskipulags þar sem náttúruverndarsjónarmið væru ráðandi." Tónar þetta ekki betur við stefnu VG en þula Smára Geirssonar undanfarin ár? Með því að styðja Halldór Halldórsson sýna sveitarstjórnarmenn Vinstri grænna í verki að þeir eru samkvæmir sjálfum sér þegar kemur að umhverfismálum. Kjósendur VG geta verið nokkuð öruggir með að kjörnir fulltrúar fylgi stefnu flokksins í veigamiklum atriðum. Þetta mættu fulltrúar Samfylkingarinnar hafa í huga vilji þeir vera sannfærandi valkostur í næstu kosningum. Og ná betri árangri. Ekki þarf að horfa lengra aftur en til sveitarstjórnarkosninganna síðastliðið vor til að sýna fram á að VG nýtur aukins traust. Flokkurinn jók talsvert við sig fylgi hringinn í kringum landið á meðan Samfylkingin hélt tæpast fyrri styrk. Í skoðanakönnunum Gallup í september mældist Samfylkingin með 27 prósenta fylgi aðspurðra. Vinstri grænir mældust með 20 prósenta fylgi. Í ágúst var þetta hlutfall 25 prósent, Samfylking, og 22 prósent, VG. Þetta er engin tilviljun. Fulltrúar og stuðningsmenn Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs virka sannfærandi í opinberri umræðu. Með því að fylgja þeirri sannfæringu eftir í verki fá kjósendur skýran valkost sem þeir geta treyst. Fljótlegasta leiðin til að klúðra sterkri pólitískri stöðu er að haga seglum eftir vindi. Samfylkingin ætti að vera búin að læra af þeirri reynslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Skoðanir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun
Á meðan formenn stjórnarandstöðunnar boða aukið samstarf á Alþingi situr sveitarstjórnarfólk Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs undir harðri gagnrýni borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, sagði í aðsendri grein í Morgunblaðinu í fyrradag að sveitarstjórnarmenn Vinstri grænna hefðu komið í veg fyrir sögulega samstöðu á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í stað þess að styðja Smára Geirsson, bæjarfulltrúa vinstri manna í Fjarðabyggð, hefðu þeir tryggt kjör Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra á Ísafirði, í formannsstól sambandsins á landsþingi fyrir síðustu helgi. Það kann að vera sjálfsagt innan Samfylkingarinnar að styðja við bakið á fólki sem vinnur gegn grundvallarstefnu flokksins. Hugsjónir samfylkingarfólks virðast í þessu samhengi lítils virði í skiptum fyrir völd og áhrif. En sem betur fer eru enn til íslenskir stjórnmálaflokkar sem láta sig hugsjónir einhverju varða. Smári Geirsson hefur verið ötull baráttumaður fyrir stóriðjuframkvæmdum í sínum landsfjórðungi og staðið sig vel sem slíkur að margra mati. Hann hefur birst í fjölmiðlum sem talsmaður virkjunarsinna - holdgervingur þeirrar stefnu. Það væri í meira lagi undarlegt ef Vinstri grænir færu að styðja mann með slíkar skoðanir til áhrifa. Og hvað er fráleitt við það að Vinstri grænir styðji Halldór Halldórsson bæjarstjóra þrátt fyrir að hann sé í Sjálfstæðisflokknum? Í blaðaviðtali í janúar 2003 óskaði Halldór fyrst eftir samstarfi við náttúruverndarsinna um uppbyggingu á Vestfjörðum. Vestfirðingar hefðu ekki kallað eftir stóriðju. Ítrekaði hann þessa skoðun sína í aðsendri grein í apríl á þessu ári og sagði meðal annars: „Í framhaldi af þessum áherslum beitti ég mér fyrir tillöguflutningi á Fjórðungsþingi Vestfirðinga haustið 2003 þar sem samþykkt var að undirbúa vinnu hjá vestfirskum sveitarfélögum við gerð svæðisskipulags þar sem náttúruverndarsjónarmið væru ráðandi." Tónar þetta ekki betur við stefnu VG en þula Smára Geirssonar undanfarin ár? Með því að styðja Halldór Halldórsson sýna sveitarstjórnarmenn Vinstri grænna í verki að þeir eru samkvæmir sjálfum sér þegar kemur að umhverfismálum. Kjósendur VG geta verið nokkuð öruggir með að kjörnir fulltrúar fylgi stefnu flokksins í veigamiklum atriðum. Þetta mættu fulltrúar Samfylkingarinnar hafa í huga vilji þeir vera sannfærandi valkostur í næstu kosningum. Og ná betri árangri. Ekki þarf að horfa lengra aftur en til sveitarstjórnarkosninganna síðastliðið vor til að sýna fram á að VG nýtur aukins traust. Flokkurinn jók talsvert við sig fylgi hringinn í kringum landið á meðan Samfylkingin hélt tæpast fyrri styrk. Í skoðanakönnunum Gallup í september mældist Samfylkingin með 27 prósenta fylgi aðspurðra. Vinstri grænir mældust með 20 prósenta fylgi. Í ágúst var þetta hlutfall 25 prósent, Samfylking, og 22 prósent, VG. Þetta er engin tilviljun. Fulltrúar og stuðningsmenn Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs virka sannfærandi í opinberri umræðu. Með því að fylgja þeirri sannfæringu eftir í verki fá kjósendur skýran valkost sem þeir geta treyst. Fljótlegasta leiðin til að klúðra sterkri pólitískri stöðu er að haga seglum eftir vindi. Samfylkingin ætti að vera búin að læra af þeirri reynslu.