Fleipur eða fölsun? 6. október 2006 08:28 Fátt hefur sætt meiri furðu síðustu vikur en umræðurnar um leyniþjónustu Sjálfstæðisflokksins. Tilefnið er stórfróðleg ritgerð í tímaritinu Þjóðmálum eftir dr. Þór Whitehead prófessor, þar sem hann lýsir viðhorfum og verkum íslenskra kommúnista fyrir kalda stríðið og í því og viðbrögðum íslenskra stjórnvalda við hættunni af þeim: Tveir eða þrír menn innan lögreglunnar höfðu gætur á kommúnistum, fyrst að frumkvæði Hermanns Jónassonar, síðan Bjarna Benediktssonar og Stefáns Jóhanns Stefánssonar. Þór rifjar upp, að íslenskir kommúnistar leyndu því hvergi, að þeir voru reiðubúnir til að beita ofbeldi, gerðist þess þörf. Hann segir frá því, þegar þeir beittu slíku ofbeldi, til dæmis í Gúttóslagnum 1932, þegar lögreglan beið ósigur og tveir þriðju hlutar hennar lágu eftir óvígir, og í árásinni á Alþingishúsið 1949. Nokkrir íslenskir kommúnistar hlutu líka þjálfun í vopnaburði í Moskvu, þar á meðal einn, sem síðar gerðist sjálfboðaliði í spænska borgarastríðinu. Þór bendir einnig í ritgerð sinni á tengsl íslenskra kommúnista og sósíalista austur á bóginn, fyrst við Ráðstjórnarríkin, síðan aðallega við Austur-Þýskaland. Kommúnistaflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn nutu víðtækrar fjárhagslegrar aðstoðar að austan, auk þess sem einstakir áhrifamenn höfðu gott samband við austræna skoðanabræður sína. Til eru í þýskum skjalasöfnum ófá bréf, sem sýna þetta, til dæmis frá Kjartani Ólafssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sósíalistaflokksins og ritstjóra Þjóðviljans. Ráðstjórnarríkin og Austur-Þýskaland voru blóðug og grimm alræðisríki, þar sem símahleranir og persónunjósnir voru ekki undantekning, eins og hér, heldur reglan. Það fólst þess vegna nokkur kaldhæðni í því, þegar Kjartan Ólafsson lagði fram stjórnsýslukæru, af því að hann fékk ekki aðgang að skjölum um símahleranir, sem Guðni Th. Jóhannesson hafði skoðað í Þjóðskjalasafninu. Taldi Kjartan jafnræðisregluna brotna á sér. En slík kaldhæðni breytir auðvitað engu um það, að Kjartan átti að fá að sjá þessi gögn eins og Guðni. Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur rétt fyrir sér um það, að fáránlegt er að tala um leynilögreglu Sjálfstæðisflokksins í þessu sambandi. Tveggja eða þriggja manna deild í lögreglunni sá um að hafa gætur á þeim, sem taldir voru hættulegir öryggi borgaranna og höfðu tengsl við erlend og óvinveitt alræðisríki. Þetta er eðlilegt hlutverk lögreglu í öllum lýðræðislöndum. En kveikjan að þessari nafngift var viðtal við Guðna Th. Jóhannesson í Nýju fréttastöðinni 23. september 2006. Hann var spurður, hvort um væri að ræða leyniþjónustu Sjálfstæðisflokksins. Hann svaraði ekki beint, heldur taldi sig geta fullyrt, að Ólafur Jóhannesson hefði í dómsmálaráðherratíð sinni ekki vitað af þessari starfsemi lögreglunnar. Þetta greip fréttastjóri Nýju fréttastöðvarinnar á lofti og kynnti fréttina eins og sagnfræðingur hefði sagt, að þetta hefði verið leyniþjónusta Sjálfstæðisflokksins. Guðni benti raunar á það síðar, að þessi orð væru ekki frá sér komin, heldur lögð sér í munn. Fréttastjórinn, sem valdi fréttinni fyrirsögn, ber auðvitað sína ábyrgð. Hann lagði Guðna í munn orð, sem hann hafði ekki sagt. En Guðni ber líka sína ábyrgð á falsfrétt með því að leiðrétta hana ekki tafarlaust. Hann sagði líka of mikið í viðtalinu. Hvaðan veit Guðni, að Ólafur Jóhannesson hafi ekki vitað af þessari starfsemi lögreglunnar? Ég tel mig geta fullyrt, að Guðni hafi engin skrifleg gögn um það og hafi aðeins sett fram tilhæfulausa (og raunar ólíklega) getgátu. Nokkrum dögum síðar kom Steingrímur Hermannsson fram opinberlega og sagði, að hann teldi fullvíst, að Ólafur hefði vitað af þessu. Af einhverjum ástæðum hefur það ekki verið sama fréttaefnið og getgáta Guðna. Raunar kvaðst Steingrímur ekki hafa vitað af þessari starfsemi lögreglunnar sjálfur. En það er ekki rétt. Steingrímur lét gera skýrslu um þetta mál, eins og segir frá í Morgunblaðinu 31. júlí 1986, þótt það virðist ekki heldur þykja fréttnæmt. (Þess má geta, að gárungarnir sögðu, að í stjórnartíð Steingríms hefði valdamesti maðurinn á Íslandi jafnan verið sá, sem síðast talaði við Steingrím.) Kommúnistar á Íslandi voru hvorki betri eða verri en skoðanabræður þeirra í öðrum löndum. Hættan af þeim var jafnmikil og við henni brugðist á sama hátt og í grannlöndunum. Ísland gerðist aðili að Atlantshafsbandalaginu, framrás kommúnismans var stöðvuð og gætur hafðar á kommúnistum innan lands. Það er slíkum viðbrögðum að þakka, að ég skuli hafa frelsi til að skrifa þessa grein og Kjartan Ólafsson rétt til að leggja fram stjórnsýslukæru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Fátt hefur sætt meiri furðu síðustu vikur en umræðurnar um leyniþjónustu Sjálfstæðisflokksins. Tilefnið er stórfróðleg ritgerð í tímaritinu Þjóðmálum eftir dr. Þór Whitehead prófessor, þar sem hann lýsir viðhorfum og verkum íslenskra kommúnista fyrir kalda stríðið og í því og viðbrögðum íslenskra stjórnvalda við hættunni af þeim: Tveir eða þrír menn innan lögreglunnar höfðu gætur á kommúnistum, fyrst að frumkvæði Hermanns Jónassonar, síðan Bjarna Benediktssonar og Stefáns Jóhanns Stefánssonar. Þór rifjar upp, að íslenskir kommúnistar leyndu því hvergi, að þeir voru reiðubúnir til að beita ofbeldi, gerðist þess þörf. Hann segir frá því, þegar þeir beittu slíku ofbeldi, til dæmis í Gúttóslagnum 1932, þegar lögreglan beið ósigur og tveir þriðju hlutar hennar lágu eftir óvígir, og í árásinni á Alþingishúsið 1949. Nokkrir íslenskir kommúnistar hlutu líka þjálfun í vopnaburði í Moskvu, þar á meðal einn, sem síðar gerðist sjálfboðaliði í spænska borgarastríðinu. Þór bendir einnig í ritgerð sinni á tengsl íslenskra kommúnista og sósíalista austur á bóginn, fyrst við Ráðstjórnarríkin, síðan aðallega við Austur-Þýskaland. Kommúnistaflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn nutu víðtækrar fjárhagslegrar aðstoðar að austan, auk þess sem einstakir áhrifamenn höfðu gott samband við austræna skoðanabræður sína. Til eru í þýskum skjalasöfnum ófá bréf, sem sýna þetta, til dæmis frá Kjartani Ólafssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sósíalistaflokksins og ritstjóra Þjóðviljans. Ráðstjórnarríkin og Austur-Þýskaland voru blóðug og grimm alræðisríki, þar sem símahleranir og persónunjósnir voru ekki undantekning, eins og hér, heldur reglan. Það fólst þess vegna nokkur kaldhæðni í því, þegar Kjartan Ólafsson lagði fram stjórnsýslukæru, af því að hann fékk ekki aðgang að skjölum um símahleranir, sem Guðni Th. Jóhannesson hafði skoðað í Þjóðskjalasafninu. Taldi Kjartan jafnræðisregluna brotna á sér. En slík kaldhæðni breytir auðvitað engu um það, að Kjartan átti að fá að sjá þessi gögn eins og Guðni. Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur rétt fyrir sér um það, að fáránlegt er að tala um leynilögreglu Sjálfstæðisflokksins í þessu sambandi. Tveggja eða þriggja manna deild í lögreglunni sá um að hafa gætur á þeim, sem taldir voru hættulegir öryggi borgaranna og höfðu tengsl við erlend og óvinveitt alræðisríki. Þetta er eðlilegt hlutverk lögreglu í öllum lýðræðislöndum. En kveikjan að þessari nafngift var viðtal við Guðna Th. Jóhannesson í Nýju fréttastöðinni 23. september 2006. Hann var spurður, hvort um væri að ræða leyniþjónustu Sjálfstæðisflokksins. Hann svaraði ekki beint, heldur taldi sig geta fullyrt, að Ólafur Jóhannesson hefði í dómsmálaráðherratíð sinni ekki vitað af þessari starfsemi lögreglunnar. Þetta greip fréttastjóri Nýju fréttastöðvarinnar á lofti og kynnti fréttina eins og sagnfræðingur hefði sagt, að þetta hefði verið leyniþjónusta Sjálfstæðisflokksins. Guðni benti raunar á það síðar, að þessi orð væru ekki frá sér komin, heldur lögð sér í munn. Fréttastjórinn, sem valdi fréttinni fyrirsögn, ber auðvitað sína ábyrgð. Hann lagði Guðna í munn orð, sem hann hafði ekki sagt. En Guðni ber líka sína ábyrgð á falsfrétt með því að leiðrétta hana ekki tafarlaust. Hann sagði líka of mikið í viðtalinu. Hvaðan veit Guðni, að Ólafur Jóhannesson hafi ekki vitað af þessari starfsemi lögreglunnar? Ég tel mig geta fullyrt, að Guðni hafi engin skrifleg gögn um það og hafi aðeins sett fram tilhæfulausa (og raunar ólíklega) getgátu. Nokkrum dögum síðar kom Steingrímur Hermannsson fram opinberlega og sagði, að hann teldi fullvíst, að Ólafur hefði vitað af þessu. Af einhverjum ástæðum hefur það ekki verið sama fréttaefnið og getgáta Guðna. Raunar kvaðst Steingrímur ekki hafa vitað af þessari starfsemi lögreglunnar sjálfur. En það er ekki rétt. Steingrímur lét gera skýrslu um þetta mál, eins og segir frá í Morgunblaðinu 31. júlí 1986, þótt það virðist ekki heldur þykja fréttnæmt. (Þess má geta, að gárungarnir sögðu, að í stjórnartíð Steingríms hefði valdamesti maðurinn á Íslandi jafnan verið sá, sem síðast talaði við Steingrím.) Kommúnistar á Íslandi voru hvorki betri eða verri en skoðanabræður þeirra í öðrum löndum. Hættan af þeim var jafnmikil og við henni brugðist á sama hátt og í grannlöndunum. Ísland gerðist aðili að Atlantshafsbandalaginu, framrás kommúnismans var stöðvuð og gætur hafðar á kommúnistum innan lands. Það er slíkum viðbrögðum að þakka, að ég skuli hafa frelsi til að skrifa þessa grein og Kjartan Ólafsson rétt til að leggja fram stjórnsýslukæru.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun