Viðskipti innlent

Nýherji styrkir sig á Austurlandi

Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja Nýherji hefur keypt allt hlutafé í Tölvusmiðjunni ehf. á Austurlandi.
Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja Nýherji hefur keypt allt hlutafé í Tölvusmiðjunni ehf. á Austurlandi.

Nýherji hefur keypt allt hlutafé í Tölvusmiðjunni ehf. á Austurlandi. Í fréttatilkynningu segir að Nýherji hafi að undanförnu starfað að ýmsum verkefnum á Austurlandi og oft í samstarfi við Tölvusmiðjuna. Kaupin séu

liður í að styrkja betur við þá starfsemi og skapa forsendur til að bjóða lausnir Nýherja til viðskiptavina á Austurlandi.

Tölvusmiðjan, sem varð til árið 1998 með sameiningu þriggja fyrirtækja, er sérhæfð í sölu á tölvum og tæknibúnaði á Austurlandi auk þess að bjóða þjónustu á sviði rekstrarþjónustu, hýsingar, notendaþjónustu og Microsoft-þjónustu. Hún verður rekin sem sjálfstætt dótturfélag Nýherja og allir lykilstjórnendur fyrirtækisins munu starfa áfram hjá félaginu. Áætluð velta félagsins á árinu 006 er 120 milljónir króna. Kaupin eru fjármögnuð með eigin fé Nýherja og er kaupverð trúnaðarmál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×