Kalda stríðið í túnfætinum heima 11. október 2006 00:01 Um þessar mundir er þess minnst að tveir áratugir eru liðnir frá því að fundur Reagans, forseta Bandaríkjanna, og Gorbatsjovs, aðalritara sovéska kommúnistaflokksins, var haldinn í Höfða. Framtíðin var þá í höndum þessara tveggja þjóðarleiðtoga. Það var enn kalt stríð. Mála sannast er að það voru ósmá tíðindi að leiðtogar stórvelda heimsins skyldu velja Reykjavík til þess að drepa niður fæti og takast á um þau viðfangsefni sem heitast brunnu á þeim tíma. Samningaviðræður þeirra sem öllu réðu um afvopnun og hugsanlega þíðu í alþjóðasamskiptum voru í einu vetfangi komnar í túnfótinn hér heima. Við vorum aðeins áhorfendur og gestgjafar. En rás þessara viðburða hafði með þessum fundi færst nær okkur. Ísland var ekki einangrað eyland heldur hluti af alþjóðlegu samfélagi. Örlög okkar voru háð tali gestanna með sama hætti og örlög annarra. Fundurinn varpaði vissulega kastljósi á Ísland. En vel má vera að hann hafi einnig opnað augu okkar sjálfra fyrir stærri tækifærum í hinum stóra heimi. Fyrst leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna gátu lagt leið sína út hingað átti okkur ekki að vera skotaskuld að leggja land undir fót og láta reyna á gagnvegi alþjóðasamskipta. Fundarstaðurinn var viðurkenning fyrir Ísland. Ímynd landsins var vegna þessa einstaka atburðar um margt sterkari þegar hagkerfið opnaðist og alþjóðavæðingin varð möguleg. Óneitanlega hafði fundurinn því margvísleg áhrif hér í túnfætinum heima. Sumt af því kom í ljós síðar. Það var eins með efnislegan árangur fundarins. Hann varð mönnum ekki almennt ljós fyrr en síðar. Fyrst í stað voru lok hans flestum vonbrigði. Eftirá þykjast menn hins vegar greina að Höfðafundurinn hafi þvert á fyrstu ályktanir markað þáttaskil. í stuttu viðtali sem Auðunn Arnórsson, blaðamaður Fréttablaðsins, átti við Gorbatsjov í Dresden í Þýskalandi nú í vikunni rifjar hann þennan tíma upp og segir að þeir Sovétmenn hafi reyndar frá upphafi litið svo á að þáttaskil hafi orðið og mikill árangur náðst. Gorbatjsov segir: Við sögðum strax að loknum fundinum að miklum áfanga hefði þar verið náð og tímamótasamkomulagi um að draga úr kjarnorkuvopnavánni í heiminum, í átt að því að binda enda á kalda stríðið. Bandaríkjamenn komu ugglaust til fundarins með stífari kröfur, ekki síst um skýrar skuldbindingar af hálfu Sovétríkjanna og um virkt eftirlit. Þeir vildu ná meira fram og gátu ekki lýst yfir sömu ánægju. Það verður að meta í því ljósi að staðfesta Reagans og Atlantshafsbandalagsríkjanna hafði knúið fram þá taflstöðu sem upp var komin. En trúlega er það ekki fjarri lagi sem Gorbatsjov segir í þessu viðtali við Fréttablaðið að Bandaríkjamenn hafi þrátt fyrir allt og einkum eftir yfirlýsingar hans gert sér grein fyrir því hér að honum var full alvara og við hann var hægt að semja. Í sögulegu samhengi má því vissulega líta á Höfðafundinn sem góðum áfanga að lokum kalda stríðsins. Aukheldur var hann góð upplifun hér í túnfætinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun
Um þessar mundir er þess minnst að tveir áratugir eru liðnir frá því að fundur Reagans, forseta Bandaríkjanna, og Gorbatsjovs, aðalritara sovéska kommúnistaflokksins, var haldinn í Höfða. Framtíðin var þá í höndum þessara tveggja þjóðarleiðtoga. Það var enn kalt stríð. Mála sannast er að það voru ósmá tíðindi að leiðtogar stórvelda heimsins skyldu velja Reykjavík til þess að drepa niður fæti og takast á um þau viðfangsefni sem heitast brunnu á þeim tíma. Samningaviðræður þeirra sem öllu réðu um afvopnun og hugsanlega þíðu í alþjóðasamskiptum voru í einu vetfangi komnar í túnfótinn hér heima. Við vorum aðeins áhorfendur og gestgjafar. En rás þessara viðburða hafði með þessum fundi færst nær okkur. Ísland var ekki einangrað eyland heldur hluti af alþjóðlegu samfélagi. Örlög okkar voru háð tali gestanna með sama hætti og örlög annarra. Fundurinn varpaði vissulega kastljósi á Ísland. En vel má vera að hann hafi einnig opnað augu okkar sjálfra fyrir stærri tækifærum í hinum stóra heimi. Fyrst leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna gátu lagt leið sína út hingað átti okkur ekki að vera skotaskuld að leggja land undir fót og láta reyna á gagnvegi alþjóðasamskipta. Fundarstaðurinn var viðurkenning fyrir Ísland. Ímynd landsins var vegna þessa einstaka atburðar um margt sterkari þegar hagkerfið opnaðist og alþjóðavæðingin varð möguleg. Óneitanlega hafði fundurinn því margvísleg áhrif hér í túnfætinum heima. Sumt af því kom í ljós síðar. Það var eins með efnislegan árangur fundarins. Hann varð mönnum ekki almennt ljós fyrr en síðar. Fyrst í stað voru lok hans flestum vonbrigði. Eftirá þykjast menn hins vegar greina að Höfðafundurinn hafi þvert á fyrstu ályktanir markað þáttaskil. í stuttu viðtali sem Auðunn Arnórsson, blaðamaður Fréttablaðsins, átti við Gorbatsjov í Dresden í Þýskalandi nú í vikunni rifjar hann þennan tíma upp og segir að þeir Sovétmenn hafi reyndar frá upphafi litið svo á að þáttaskil hafi orðið og mikill árangur náðst. Gorbatjsov segir: Við sögðum strax að loknum fundinum að miklum áfanga hefði þar verið náð og tímamótasamkomulagi um að draga úr kjarnorkuvopnavánni í heiminum, í átt að því að binda enda á kalda stríðið. Bandaríkjamenn komu ugglaust til fundarins með stífari kröfur, ekki síst um skýrar skuldbindingar af hálfu Sovétríkjanna og um virkt eftirlit. Þeir vildu ná meira fram og gátu ekki lýst yfir sömu ánægju. Það verður að meta í því ljósi að staðfesta Reagans og Atlantshafsbandalagsríkjanna hafði knúið fram þá taflstöðu sem upp var komin. En trúlega er það ekki fjarri lagi sem Gorbatsjov segir í þessu viðtali við Fréttablaðið að Bandaríkjamenn hafi þrátt fyrir allt og einkum eftir yfirlýsingar hans gert sér grein fyrir því hér að honum var full alvara og við hann var hægt að semja. Í sögulegu samhengi má því vissulega líta á Höfðafundinn sem góðum áfanga að lokum kalda stríðsins. Aukheldur var hann góð upplifun hér í túnfætinum.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun