Viðskipti innlent

Viðsnúningur í vaxtatekjum

Samanlagðar hreinar vaxtatekjur viðskiptabankanna gætu dregist saman um 30 milljarða milli þessa árs og næsta. Frá þessu var greint í Vegvísi Landsbankans.

Íslensku viðskiptabankarnir hafa allir jákvæðan verðtryggingarjöfnuð, Landsbankinn 135 milljarða króna og Glitnir og Kaupþing um 115 milljarða hvor um sig. Þetta hefur skilað þeim talsverðum tekjum á þessu ári og er áætlað að jákvæður verðtryggingarjöfnuður skili bönkunum samtals um 10 milljarða króna hagnaði umfram það sem væri ef jafnvægisaðstæður ríktu í þjóðarbúskapnum. Útreikningar sýna að háir stýrivextir samhliða lágri verðbólgu á næsta ári munu svo valda því að hreinar vaxtatekjur bankanna gætu orðið um 20 milljörðum króna minni en ef jafnvægi ríkti í þjóðarbúskapnum.

Tekið er fram að breytingar á forsendum um þróun verðbólgu og vaxta geti haft mikil áhrif á niðurstöðuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×