Barnastjarnan orðin fullorðin 22. október 2006 12:00 axlaböndin koma sterk inn Viktor Bjarki með axlaböndin góðu sem hann bar í lokahófi KSÍ. MYND/Heiða Viktor Bjarki Arnarsson hefur upplifað tímana tvenna í knattspyrnunni. 16 ára gamall samdi hann við hollenskt atvinnumannalið í knattspyrnu en tæpum fjórum árum síðar sneri hann aftur heim og voru margir fljótir að afskrifa hann. Undanfarin þrjú ár hefur hann jafnt og þétt þaggað niður í gagnrýnisröddunum og nú lítur út fyrir að hann sé á leið í atvinnumennskuna á nýjan leik. En þessi þrjú ár á Íslandi hafa ekki verið stanslaus dans á rósum. Á sínu fyrsta tímabili í meistaraflokki hér á landi féll hann með Víkingum í 1. deildina og var í kjölfarið lánaður til Fylkis þar sem hann lék í fyrra. Þar gekk honum vel, var besti maður liðsins á tímabilinu þó svo að árangur liðsins hafi ekki verið framúrskarandi. En Viktor vildi vera áfram í Fylki og byggja á því góða gengi sem hann átti að fagna í Árbænum. Hann var hins vegar samningsbundinn Víkingi í eitt ár til viðbótar. Liðið hafði unnið sér sæti í efstu deild á nýjan leik og vildi fá sína bestu menn aftur. Með honum í þessu ferli var varnarmaðurinn Grétar Sigfinnur Sigurðarson sem var lánaður til Vals. „Þetta var erfiður tími,“ sagði Viktor er hann var beðinn um að rifja þetta upp. „Sumarið 2004 gekk ekki vel hjá Víkingi og bjóst ég við því að það sama myndi bíða mín aftur. Ég var hræddur um að vera bara gaur á kantinum sem fengi aldrei boltann. Í Fylki var ég meira áberandi og meira með boltann og mér fannst það góður vettvangur til að gera mig að betri knattspyrnumanni.“ Magnús Gylfason var nýtekinn við Víkingum og gaf ekki tommu eftir í máli Viktors og Grétars. Þeir yrðu að koma aftur í Víking, annars myndi hann ekki þjálfa liðið. „Ég fór á marga fundi með Magga. Hann var harður og á endanum var ég ánægður með það enda var sumarið frábært.“ Peningamálin höfðu líka sitt að segja en launaliður Viktors í samningi hans við Víking var runninn út og þurfti að semja um laun upp á nýtt. Hann fékk þau skilaboð að annað hvort kláraði hann þetta ár á lúsarlaunum eða framlengdi um eitt ár og fengi þokkalegan samning. „Fótboltinn er bara eins og hann er. Mitt markmið var að gera mitt besta og koma mér svo út í atvinnumennskuna eftir tímabilið sem er vonandi að takast.“ Viktor var til reynslu hjá norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström fyrir skömmu og hafa forráðamenn liðsins hafið viðræður við Víking um sölu Viktors. Slíkar viðræður eru viðkvæmt ferli og getur brugðið til beggja vona nánast fyrirvaralaust. En Viktor er enginn nýgræðingur í atvinnumennskunni. Þegar hann var rétt tæplega sautján ára gamall hélt hann til Hollands og samdi við FC Utrecht. Alls var hann ytra í þrjú og hálft ár og síðasta veturinn spilaði hann með Top Oss í 1. deildinni. „Ég sé ekki eftir því að hafa farið út. Í Hollandi kynntist ég mörgu fólki, lærði nýtt tungumál og að standa á eigin fótum. Þetta snýst ekki bara um fótbolta.“ Margir íslenskir unglingar feta í fótspor Viktors og fara snemma til atvinnumannaliða í Evrópu án þess að hafa kynnst deildinni hér heima af eigin raun. Margir þeirra, eins og Viktor, koma aftur heim um tvítugt. Í flestum tilvikum vegna þess að tilfærslan úr unglingaliðinu í varaliðið og svo í sjálft aðalliðið hafði ekki gengið að óskum. Þeir koma heim með skottið á milli lappanna, segja margir. „Umræðan á götunni getur verið skondin. Félagar mínir voru til að mynda að grínast með það að ég hefði verið barnastjarna í íslenskum fótbolta og svo kæmi ég heim aftur til Íslands og orðinn nánast hæfileikalaus. Auðvitað gekk dæmið ekki upp eins og ég ætlaðist til. Hjá Top Oss spilaði ég reyndar alla leiki en sinnaðist svo við þjálfara liðsins og þá varð þetta erfiðara og erfiðara. Á endanum þurfti ég að taka þessa erfiðu ákvörðun að koma heim. Þeir vildu þó halda mér og þá sérstaklega umboðsmaður minn úti. En ég var kominn með mikla heimþrá og þegar ég kom aftur til Víkings var sjálfstraustið ekki upp á marga fiska.“ Hann lærði þó mikið á þessum tíma og hefur til að mynda reynt að miðla af þeirri reynslu til yngri leikmanna meistaraflokks Víkings. „Ég sé að ungu strákarnir eru að gera sömu mistök og ég gerði þegar ég kom fyrst út. Ég hef því reynt að leiðbeina þeim og taka sumir því vel og aðrir illa.“ Atvinnumennskan heillar alla unga knattspyrnumenn sem eru margir hverjir með stjörnur í augunum þegar kallið kemur. En ef Viktor tekur mið af reynslu sinni, getur hann mælt með því að 16 eða 17 ára unglingar fari svo snemma út? „Það er erfitt að segja. Þetta er svo persónubundið. Það eru margir sem fara ungir og spjara sig ágætlega. En ég held að það væri allt í lagi að taka fyrst eitt gott tímabil hér heima. Þá sérðu hvar þú stendur. Ef þú skarar fram úr hér heima ferðu út. Það hefur margsannast. Og auðvitað hefði ég viljað vera sterkari þegar ég fór fyrst út. Og þótt ekki sé spilaður besti fótbolti í heimi hér heima fá menn að kynnast ákveðinni hörku. Hún styrkir mann.“ Eftir þrjú ár í íslensku úrvalsdeildinni blasir atvinnumennskan við á ný. Og sjálfstraustið er komið í lag. „Sjálfstraustið lagaðist hjá Þorláki í Fylki og Magga nú í sumar. Ég vona líka að ég sé orðinn lífsreyndari og ég tel að þegar maður er 23 ára gamall sé maður fullorðinn maður.“ Peningar og fótbolti eru orðin samofin hugtök í heimi atvinnumannsins. En Viktor er ekki í boltanum til að verða ríkur. „Fyrst og fremst finnst mér gaman í fótbolta. En auðvitað skipta fjármálin miklu máli. Annars væri maður ekki að fara til útlanda og fórna dýrmætum tíma hér heima hvað varðar skólagöngu og fleira í þeim dúr. Maður verður að geta lifað og líka lagt eitthvað til hliðar. Það þarf ekki nema ein meiðsli til að binda enda á ferilinn. Svo skemmir auðvitað ekki fyrir að vinnudagurinn er ekki langur.“ Fótboltinn fyrst, svo peningarnir, segir Viktor. „Ég vil spila í þeirri deild sem ég er tilbúinn í. Í dag myndi norski boltinn henta mér vel. Þar væri ég miklu frekar til í að spila reglulega fyrir minni peninga en að spila ekkert til dæmis í Englandi og fá hærri launatékka. Það tekur líka á að vera sífellt á bekknum, bæði líkamlega og andlega. Ég hef lent í því. Maður fer á bömmer um kvöldið og fer í fýlu. Svo á æfingu daginn eftir tekur maður ekki þátt í sigurgleðinni ef leikurinn vannst og þeir sem spiluðu ekki eru hafðir til hliðar og æfa meira en þeir sem þurfa hvíldina. Það tekur á. Auðvitað eru til knattspyrnumenn sem elta bara peningana en ég vil frekar elta fótboltann.“ Íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Galin mistök kostuðu Bears væntanlega leikinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Viktor Bjarki Arnarsson hefur upplifað tímana tvenna í knattspyrnunni. 16 ára gamall samdi hann við hollenskt atvinnumannalið í knattspyrnu en tæpum fjórum árum síðar sneri hann aftur heim og voru margir fljótir að afskrifa hann. Undanfarin þrjú ár hefur hann jafnt og þétt þaggað niður í gagnrýnisröddunum og nú lítur út fyrir að hann sé á leið í atvinnumennskuna á nýjan leik. En þessi þrjú ár á Íslandi hafa ekki verið stanslaus dans á rósum. Á sínu fyrsta tímabili í meistaraflokki hér á landi féll hann með Víkingum í 1. deildina og var í kjölfarið lánaður til Fylkis þar sem hann lék í fyrra. Þar gekk honum vel, var besti maður liðsins á tímabilinu þó svo að árangur liðsins hafi ekki verið framúrskarandi. En Viktor vildi vera áfram í Fylki og byggja á því góða gengi sem hann átti að fagna í Árbænum. Hann var hins vegar samningsbundinn Víkingi í eitt ár til viðbótar. Liðið hafði unnið sér sæti í efstu deild á nýjan leik og vildi fá sína bestu menn aftur. Með honum í þessu ferli var varnarmaðurinn Grétar Sigfinnur Sigurðarson sem var lánaður til Vals. „Þetta var erfiður tími,“ sagði Viktor er hann var beðinn um að rifja þetta upp. „Sumarið 2004 gekk ekki vel hjá Víkingi og bjóst ég við því að það sama myndi bíða mín aftur. Ég var hræddur um að vera bara gaur á kantinum sem fengi aldrei boltann. Í Fylki var ég meira áberandi og meira með boltann og mér fannst það góður vettvangur til að gera mig að betri knattspyrnumanni.“ Magnús Gylfason var nýtekinn við Víkingum og gaf ekki tommu eftir í máli Viktors og Grétars. Þeir yrðu að koma aftur í Víking, annars myndi hann ekki þjálfa liðið. „Ég fór á marga fundi með Magga. Hann var harður og á endanum var ég ánægður með það enda var sumarið frábært.“ Peningamálin höfðu líka sitt að segja en launaliður Viktors í samningi hans við Víking var runninn út og þurfti að semja um laun upp á nýtt. Hann fékk þau skilaboð að annað hvort kláraði hann þetta ár á lúsarlaunum eða framlengdi um eitt ár og fengi þokkalegan samning. „Fótboltinn er bara eins og hann er. Mitt markmið var að gera mitt besta og koma mér svo út í atvinnumennskuna eftir tímabilið sem er vonandi að takast.“ Viktor var til reynslu hjá norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström fyrir skömmu og hafa forráðamenn liðsins hafið viðræður við Víking um sölu Viktors. Slíkar viðræður eru viðkvæmt ferli og getur brugðið til beggja vona nánast fyrirvaralaust. En Viktor er enginn nýgræðingur í atvinnumennskunni. Þegar hann var rétt tæplega sautján ára gamall hélt hann til Hollands og samdi við FC Utrecht. Alls var hann ytra í þrjú og hálft ár og síðasta veturinn spilaði hann með Top Oss í 1. deildinni. „Ég sé ekki eftir því að hafa farið út. Í Hollandi kynntist ég mörgu fólki, lærði nýtt tungumál og að standa á eigin fótum. Þetta snýst ekki bara um fótbolta.“ Margir íslenskir unglingar feta í fótspor Viktors og fara snemma til atvinnumannaliða í Evrópu án þess að hafa kynnst deildinni hér heima af eigin raun. Margir þeirra, eins og Viktor, koma aftur heim um tvítugt. Í flestum tilvikum vegna þess að tilfærslan úr unglingaliðinu í varaliðið og svo í sjálft aðalliðið hafði ekki gengið að óskum. Þeir koma heim með skottið á milli lappanna, segja margir. „Umræðan á götunni getur verið skondin. Félagar mínir voru til að mynda að grínast með það að ég hefði verið barnastjarna í íslenskum fótbolta og svo kæmi ég heim aftur til Íslands og orðinn nánast hæfileikalaus. Auðvitað gekk dæmið ekki upp eins og ég ætlaðist til. Hjá Top Oss spilaði ég reyndar alla leiki en sinnaðist svo við þjálfara liðsins og þá varð þetta erfiðara og erfiðara. Á endanum þurfti ég að taka þessa erfiðu ákvörðun að koma heim. Þeir vildu þó halda mér og þá sérstaklega umboðsmaður minn úti. En ég var kominn með mikla heimþrá og þegar ég kom aftur til Víkings var sjálfstraustið ekki upp á marga fiska.“ Hann lærði þó mikið á þessum tíma og hefur til að mynda reynt að miðla af þeirri reynslu til yngri leikmanna meistaraflokks Víkings. „Ég sé að ungu strákarnir eru að gera sömu mistök og ég gerði þegar ég kom fyrst út. Ég hef því reynt að leiðbeina þeim og taka sumir því vel og aðrir illa.“ Atvinnumennskan heillar alla unga knattspyrnumenn sem eru margir hverjir með stjörnur í augunum þegar kallið kemur. En ef Viktor tekur mið af reynslu sinni, getur hann mælt með því að 16 eða 17 ára unglingar fari svo snemma út? „Það er erfitt að segja. Þetta er svo persónubundið. Það eru margir sem fara ungir og spjara sig ágætlega. En ég held að það væri allt í lagi að taka fyrst eitt gott tímabil hér heima. Þá sérðu hvar þú stendur. Ef þú skarar fram úr hér heima ferðu út. Það hefur margsannast. Og auðvitað hefði ég viljað vera sterkari þegar ég fór fyrst út. Og þótt ekki sé spilaður besti fótbolti í heimi hér heima fá menn að kynnast ákveðinni hörku. Hún styrkir mann.“ Eftir þrjú ár í íslensku úrvalsdeildinni blasir atvinnumennskan við á ný. Og sjálfstraustið er komið í lag. „Sjálfstraustið lagaðist hjá Þorláki í Fylki og Magga nú í sumar. Ég vona líka að ég sé orðinn lífsreyndari og ég tel að þegar maður er 23 ára gamall sé maður fullorðinn maður.“ Peningar og fótbolti eru orðin samofin hugtök í heimi atvinnumannsins. En Viktor er ekki í boltanum til að verða ríkur. „Fyrst og fremst finnst mér gaman í fótbolta. En auðvitað skipta fjármálin miklu máli. Annars væri maður ekki að fara til útlanda og fórna dýrmætum tíma hér heima hvað varðar skólagöngu og fleira í þeim dúr. Maður verður að geta lifað og líka lagt eitthvað til hliðar. Það þarf ekki nema ein meiðsli til að binda enda á ferilinn. Svo skemmir auðvitað ekki fyrir að vinnudagurinn er ekki langur.“ Fótboltinn fyrst, svo peningarnir, segir Viktor. „Ég vil spila í þeirri deild sem ég er tilbúinn í. Í dag myndi norski boltinn henta mér vel. Þar væri ég miklu frekar til í að spila reglulega fyrir minni peninga en að spila ekkert til dæmis í Englandi og fá hærri launatékka. Það tekur líka á að vera sífellt á bekknum, bæði líkamlega og andlega. Ég hef lent í því. Maður fer á bömmer um kvöldið og fer í fýlu. Svo á æfingu daginn eftir tekur maður ekki þátt í sigurgleðinni ef leikurinn vannst og þeir sem spiluðu ekki eru hafðir til hliðar og æfa meira en þeir sem þurfa hvíldina. Það tekur á. Auðvitað eru til knattspyrnumenn sem elta bara peningana en ég vil frekar elta fótboltann.“
Íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Galin mistök kostuðu Bears væntanlega leikinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira